Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 38
Eldey Huld Jónsdóttir félagsráðgjafi kom til starfa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar síðastliðið vor. Hún hafði áður starfað hjá Reykjavíkurborg sem teymisstjóri heima- og stuðningsþjónustu í Hátúni 10 og nágrenni. Eldey er annar tveggja félagsráðgjafa sem sinna innanlands- starfi Hjálparstarfsins. Segðu okkur svolítið frá sjálfri þér. Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og hef alla tíð búið hér ef frá er talið eitt ár, 2002. Þá dvaldi ég í Ástralíu meðan ég tók masterspróf í félagsráðgjöf. Félags- ráðgjöf er þó ekki mín fyrsta starfsgrein því ég starfaði í 10 ár sem grunnskólakennari. Það að vinna með fólk, bæði börn og fullorðna, og láta eitthvað gott af mér leiða hefur alltaf höfðað til mín svo það lá vel við að velja félagsráðgjöf þegar ég ákvað að hætta kennslunni og hefja störf á öðrum vettvangi. Við höfum frétt að þú sért með geitur, hvernig kom það til? Alveg frá barnsaldri hefur sveitin togað í mig en það var ekki fyrr en á fullorðinsárum að ég flutti með börnum mínum, Tómasi Huldar og Karítas, að Lykkju á Kjalarnesi. Þó svo Kjalarnes sé að mestu leyti sveit þá tilheyrir það Reykjavík svo við upplifum báða kostina hér. Höfum náttúruna með fjallið og hafið allt um kring og borgina innan seilingar. Þar sem ég hef bæði beitarland og húsa kost hef ég smátt og smátt verið að koma mér upp gæludýrabúskap. Við erum með hund, kött, hænur og nýjustu meðlimirnir eru tvær geitur. Ótrúlega skemmtileg dýr, fjörugar, forvitnar og útsjónarsamar. Ég vonast til að bæta við hafri næsta haust svo þær geti fjölgað sér að ári liðnu. Þá gefst tækifæri til að nýta mjólkina og búa til dýrindis osta og fleira. Dýrin, náttúran og fjaran sem er rétt við lóðarmörkin er það sem heillar börnin. Ég hef gaman af að fá þau í heimsókn og hef starfað sem stuðningsforeldri síðan ég flutti hingað. Nú er Hjálparstarfið að taka upp nýja nálgun við mataraðstoð, hver er hún? Hjálparstarf kirkjunnar er með aðstoð um allt land í gegnum net presta og djákna. Í mörg ár höfum við sent kort út á land en verið með mataraðstoð hér í Reykjavík þar sem þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu fá afgreiddan mat í poka eftir fjölskyldustærð. Nú höfum við ákveðið að frá 1. maí, hættum við að gefa mat í poka. Í staðinn ætlum við að veita barnafólki matar aðstoð með inneignarkortum. Þar sem korta- leiðin er dýrari verðum við að takmarka hópinn og vísum barnlausum einstaklingum á að fara til annarra hjálparsamtaka sem hafa hefðbundna matarúthlutun. Á þeim stöðum sem öðrum hjálparsamtökum er ekki til að dreifa fá allir inneignarkort. Við munum svo meta reynsluna eftir sjö mánuði. Hvað með aðra aðstoð en mataraðstoð? Eftir sem áður geta allir, barnafólk og aðrir, notið faglegrar ráðgjafar og ýmissa annarra úrlausna stofnunarinnar en mataraðstoðar. Við hjálpum vegna skólagöngu og tómstunda barna, gefum föt, styrkjum fólk til að greiða lyf og annað. Þetta allt verður óbreytt og áfram ætlað öllum. Hvað fær fólk mikið inn á kortin? Hvernig metið þið þetta? Upphæðin miðast við fjölskyldustærð. Allir þurfa að koma í viðtal þar sem við förum yfir stöðu hvers og eins með tilliti til tekna og útgjalda. Við notum sömu viðmið og umboðsmaður skuldara. Ef staðan er metin þannig að viðkomandi þurfi aðstoð gerum við samning til nokkurra mánaða. Eftir það er þörfin endurmetin. Við trúum því að þessi nýja nálgun við mataraðstoð sé framfaraskref. Ný nálgun við mataraðstoð er framfaraskref (mynd: Þorkell Þorkelsson) 4 – Margt smátt ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.