Fréttablaðið - 30.04.2011, Side 46
Gylfi hvetur alla launamenn til að fjölmenna í kröfugöngu á morgun, 1. maí.
„Þarna verður flottasta BMX-
hjóla- og hjólabrettafólk landsins
mætt til að keppa um bestu ferð-
ina, besta trikkið og besta stökkið
niður átta tröppur á Ingólfstorg-
inu,“ segir Leon S. Kemp, umboðs-
aðili DC á Íslandi, einn þeirra sem
sjá um framkvæmd keppninnar
Jaðarför X-ins sem útvarpsstöð-
in X-977 stendur fyrir á morgun á
Ingólfstorgi ásamt Talsímafjelagi
Valda&Freys, Mountain Dew, og
Lex Games Events.
Leon hefur ásamt fleirum unnið
hörðum höndum að því að smíða
rampa og box og segist fast-
lega gera ráð fyrir flottri
keppni. „Þarna verða tíu
til fimmtán keppendur á
hjólabretti eldri en fimm-
tán ára og átta til tíu fimm-
tán ára og yngri,“ segir
Leon. „Og tíu til fimm-
tán strákar á „freestyle“
BMX-hjólum. Þetta eru
okkar langbestu hjólamenn
og þeir hafa vakið mikla
athygli erlendis, svo það
verður spennandi að fylgj-
ast með þeim. Auk þess
mun Johnny Hazard sýna
listir sínar á klifurhjóli og
hljómsveitin Endless Dark
sér um tónlistina auk Intro-
beat.“
Upphaflega stóð til að
keppnin færi fram hinn
16. apríl og síðan 30. apríl
en í bæði skiptin var henni
frestað vegna veðurs.
Hvað gerist ef veðrið
verður vont á morgun?
„Við erum að vona að við
fáum gott veður á milli
þrjú og sex á morgun,“
segir Leon. „En ef veðr-
ið verður alveg ómögulegt
verðum við að fresta þessu aftur,
býst ég við. Svona er þetta bara á
Íslandi.“
Auk keppninnar og sýningarinn-
ar verða á svæðinu sýningartjöld
þar sem sýnt verður ýmislegt sem
tengist þessum íþróttum. Byrjað
verður að keppa klukkan þrjú og
haldið áfram án hlés til klukkan
sex. Leon segir þetta tilvalið tæki-
færi fyrir alla fjölskylduna að koma
í miðbæjarferð og virða fyrir sér
það besta sem erað gerast í jaðar-
íþróttum í dag. fridrikab@frettabladid.is
Jaðarför á Ingólfstorgi
Útvarpsstöðin X-ið blæs til keppni á hjólabrettum og BMX-hjólum á Ingólfstorgi á morgun. Þar verður
ýmislegt til skemmtunar auk keppninnar sjálfrar, meðal annars mun Johnny Hazard leika listir sínar.
Leon S. Kemp lofar góðri skemmtun á Ingólfstorgi í dag milli klukkan þrjú og
sex á Jaðargör X-ins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Keppt verður í tveimur flokkum
á hjólabrettum; eldri en fimmtán
ára og fimmtán ára og yngri.
Landssamtök hjólreiðamanna standa fyrir hjólaferð frá Hlemmi í dag. Lagt
verður af stað klukkan 10.15 og hjólað í einn til tvo klukkutíma um borgina.
Þátttaka er ókeypis og eru allir velkomnir. Sjá nánar á www.lhm.is
10%
25%
Fæst í Bónus og Inspired,
Keflavíkurflugvelli
HOLLUR
BITAFISKUR
+ 80% prótín
Fiskneysla er góð
fyrir heilabúið
NÝ SENDING
- Vattjakkar
- flottir báðum megin
einlitir/köflóttir 25.900,-
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI
ÍÞRÓTTIR
„Þegar fæðing stráksins nálgaðist
var æsispennandi hvort hann fædd-
ist á verkalýðsdaginn, en móðir
hans var gengin sextán daga fram
yfir og ekki hægt að fara fram á
meir. Mér fannst fyrsti afmælis-
dagur hans mun merkilegri en kon-
unglega brúðkaupið og á tímabili
stóð til að ég færi í gegnum Kaup-
mannahöfn í gær. Þá hefði verið
gaman að skjótast í afmæliskaffi til
nafna míns, en skyldan kallar og ég
vil fyrir enga muni missa af 1. maí,“
segir Gylfi, sem nýtur sín sem for-
seti ASÍ þótt umdeildur sé á köflum.
„Sem hægri hönd þriggja síðustu
forseta vissi ég að starfið yrði seint
fallið til vinsælda, en ekki þýðir að
taka því aumlega. Alltaf styttir upp
á milli og maður fær líka að heyra
þegar eitthvað gott hefur áunnist,“
segir Gylfi, sem milli ræðuskrifa í
dag ætlar að ganga á Esjuna.
„Það er svo góður friður á fjöll-
um en því miður eru símafyrirtæk-
in búin að troða símasambandi um
allar koppagrundir og fokið í flest
skjól þegar maður fær símtöl upp
á Tungnafellsjökul,“ segir Gylfi og
skellir upp úr en bætir við að sér
finnist í raun og veru gaman að
vera truflaður því það sé gefandi
að vinna að málum sem snúist um
betri lífskjör alþýðunnar.
„Fjallamennskan er því engir
flóttatilburðir hjá mér og hvort
sem fólk vill spjalla við mig í búð-
inni, heita pottinum eða náttúrunni
finnst mér það alltaf jafn gefandi og
barasta gott mál.“ thordis@frettabladid.is
Framhald af forsíðu