Fréttablaðið - 30.04.2011, Side 65

Fréttablaðið - 30.04.2011, Side 65
Tempra Egilsstöðum · Þverklettum 1 · Sími: 471 2002 Akureyri · Draupnisgötu 5 · Sími: 462 3002 Reykjavík · Skeifunni 5 · Sími: 581 3002 Það er sorgleg staðreynd að hér á landi skuli vera fólk sem á ekki fyrir brýnustu nauðþurftum og þarf að leita til hjálparsamtaka til að framfleyta sér og sínum. Þessi vandi er ekki nýr í íslensku samfélagi. Ábyrgð stjórnvalda, bæði sveitarfélaga og ríkis, er rík. Okkar skylda er að horfast í augu við vandann, segja fátæktinni stríð á hendur og útrýma henni. Það leitar enginn til annarra eftir mat og öðrum nauðþurftum sem ekki þarf á aðstoð að halda, hver sem ástæða vandans kann að vera hverju sinni. Nokkur skipulögð hjálparsamtök aðstoða fólk sem býr við þessa neyð og hafa sum hver sinnt því starfi lengi. Fjöldi fólks gefur vinnu sína til hjálparstarfsins, aðrir gefa fjármuni eða leggja eitthvað annað af mörkum sem gagnast getur þeim sem þurfa aðstoðar við. Störf hjálpar samtakanna eru ómetanleg svo lengi sem fólk þarf á aðstoð þeirra að halda. Mestu skiptir þó að hjálpa fólki til sjálfshjálpar svo enginn þurfi að standa í þessum sporum. Síðustu misseri hefur verið deilt um fyrirkomulag aðstoðarinnar sem hjálparsamtökin veita. Gagnrýnt er að fólk þurfi að standa í biðröðum eftir mat, það sé niðurlægjandi fyrir þá sem sækja sér aðstoðina og eins sé hætt við að einhverjir sem þurfa á aðstoð að halda geti hvorki né vilji nýta sér slíka aðstoð. Ég deili þessari skoðun og tel löngu tímabært að breyta þessu fyrirkomulagi. Hjálparstarf kirkjunnar hefur nú ákveðið að breyta tilhögun aðstoðar á sínum vegum. Úthlutun matargjafa verður hætt og frá 1. maí fá þeir sem uppfylla skilyrði fyrir aðstoð inneignarkort sem þeir geta nýtt til að kaupa nauðsynjar. Hjálparstarf kirkjunnar hefur jafnframt ákveðið að horfa sérstaklega til barnafjölskyldna í sínum stuðningi sem er vel. Önnur starfsemi verður óbreytt og áfram lögð áhersla á hvers kyns ráðgjöf og leiðsögn. Það er eindregin ósk mín að önnur hjálparsamtök fylgi fordæmi Hjálparstarfs kirkjunnar og eins væri samstarf þeirra á milli og einhvers konar verkaskipting æskileg að mínu mati. Hver sá sem ekki getur fætt og klætt fjölskyldu sína er í miklum vanda og sporin eftir aðstoð hljóta að vera óbærilega þung. Undir þessum kringumstæðum er sérstaklega mikilvægt að fólki sé mætt af virðingu í orði og raun. Við sem erum aflögufær skulum hafa það hugfast að sælla er að gefa en þiggja. Eftir sem áður er þó eina viðvarandi lausnin að bæta stöðu þeirra sem búa við lökust kjörin hér í samfélaginu, hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Bæta þarf kjör þeirra sem þurfa að lifa af ýmiss konar bótum en ekki hvað síst að auka atvinnu til að gefa vinnufærum og fúsum höndum tækifæri á að framfleyta sér og sínum. Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra. Það er sælla að gefa en þiggja Margt smátt ... – 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.