Fréttablaðið - 30.04.2011, Blaðsíða 80
30. apríl 2011 LAUGARDAGUR56
krakkar@frettabladid.is
56
Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is
Hlakkarðu til að fara út? Ætlið
þið að sitja saman í flugvél-
inni? „Já, ég hlakka mikið til að
fara út. Þetta verður heljarinn-
ar ævintýri fyrir okkur. Og það
er algert skilyrði að við sitjum
saman í flugvélinni. Við erum
svo samrýndir og miklir prakk-
arar að við verðum að geta setið
saman og hlegið saman.“
Hvernig ætlið þið að fara að því
að vera hressir alla ferðina?
„Til að halda orku allan tímann
verðum við til dæmis að passa
upp á mataræðið. Við þurfum
að borða vel á morgnana, borða
hollan morgunmat og nóg af
honum því líklegt er að við
munum ekki geta borðað reglu-
lega út af æfingum yfir daginn.
Svo þurfum við að passa okkur
á að borða ekki þunga máltíð á
kvöldin svo við séum ferskir.
Einnig er mikilvægt að sofa
vel þannig að ef við finnum
tíma yfir daginn reynum
við að leggja okkur.“
Hver er fyndnastur í
Vinum Sjonna? „Það
er rosalega erf-
itt að gera upp á
milli Pálma (Sig-
urhjartarson-
ar) og Matta
(Matthíasar
Matthías-
sonar). Þeir
eru svo rugl-
aðir að það
er hægt að
hlæja enda-
laust.“
Hver á flott-
ustu fötin
í V i n u m
Sjonna?
„Benni
(Benedikt
Brynleifs-
son) er mód-
elið. Við hinir
getum ekk i
keppt við hann.“
Með hverjum verðurðu í her-
bergi á hótelinu? „Ef ég verð
ekki einn í herbergi verð ég
líklegast með Vigni. Við höfum
þekkst mjög lengi og erum mikl-
ir félagar.“
Áttu eftirlætis Euro-
vision-lag? „Já, eitt
lag kveikir alltaf í
mér. Wild Dances
með Ruslönu.“
Hvað heldurðu að
sé vinsælasta lagið
sem þú hefur sungið?
„Lífið er yndislegt.“
Hvenær byrjaðirðu
að spila á gítar og
syngja? „Sumarið
1994, þegar ég var sext-
án ára.“
Þú ert golfari – ætlarðu
að spila golf í
Þýskalandi?
„Já, við
fáum
frídag á
þriðju-
daginn
og það
er golf-
völlur í
Düssel-
dorf sem
verður
opinn
sérstak-
lega fyrir
okkur
snemma
um morgun-
inn.“
Hvert er besta
Eurovision-
snakk í heimi?
„Popp og kók.
Og maður verður
að leyfa sér smá
á þessu kvöldi.
Jafnvel setja
nýja poppsaltið
yfir það.“
ERUM SAMRÝNDIR OG
MIKLIR PRAKKARAR
Hreimur Örn Heimisson flýgur ásamt félögum í Vinum Sjonna til Þýskalands á
morgun, en forkeppnin í Eurovison fer fram 10. maí. Hreimur segir þá félaga þurfa
að borða mikið í morgunmat fyrir æfingar á Eurovision-lagi Íslendinga í ár, Aftur
heim, eftir Sigurjón Brink heitinn.
1. Hvað eru margir leikmenn í hvoru liði í
Quidditch?
2. Hvað hétu foreldrar Harrys?
3. Hvað heita húsin fjögur í Hogwarts-
skólanum?
4. Hver er guðfaðir Harrys?
5. Hvað er Harry gamall í fyrstu
bókinni?
6. Hvaða kennari í Hogwarts
getur breytt sér í kött?
7. Hver var gælurottan hans
Rons í raun og veru?
8. Hvað er Azkaban?
9. Hvað heitir uglan hans
Harrys?
10. Hvað heitir húsdraugurinn í
Ravenclaw?
Það er rosalega
erfitt að gera
upp á milli Pálma
og Matta. Þeir
eru svo rugl-
aðir að það
er hægt að
hlæja enda-
laust.
Svör:
1. Það eru sjö leikmenn í liði í
Quidditch.
2. Foreldrar Harrys hétu Lily og
James Potter.
3. Húsin í Hogwarts heita Slytherin,
Hufflepuff, Ravenclaw og
Gryffindor.
4. Sirius Black er guðfaðir Harrys.
5. Hann var ellefu ára.
6. Prófessor McGonagall getur breytt
sér í kött.
7. Rottan hans Rons, Scabbers, er í
rauninni Peter Pettigrew í dulargervi.
8. Azkaban er fangelsi fyrir galdramenn.
9. Uglan hans Harrys heitir Hedwig.
10. Húsdraugurinn í Ravenclaw er Gráa
frúin.
WWW.PBSKIDS.ORG Á heimasíðunni er fjöldi skemmtilegra
tölvuleikja og þar er líka hægt að lita myndir eða teikna sínar eigin
myndir og lita með vatnslitum, úðabrúsum, penslum eða tússlitum.
Jói og Sigga voru að rífast við
matarborðið.
„Þú ert svo vitlaus,“ sagði
Sigga við Jóa.
„Nú er nóg komið,“ sagði
pabbi þeirra við Siggu.
„Segðu Jóa að þér þyki þetta
leitt.“
„Mér þykir leitt hvað þú ert
vitlaus,“ sagði Sigga.
Hver er munurinn á því að
borða hnetusmjör og fíl?
Fíll festist ekki við góminn.
Nemandi: Kennari, myndirðu
skamma einhvern fyrir eitt-
hvað sem hann hefur ekki
gert?
Kennarinn: Nei auðvitað
ekki.
Nemandinn: Úff, eins gott,
því ég gerði ekki heimaverk-
efnið mitt.
Af hverju lakkaði fíllinn
táneglurnar á sér rauðar?
Til að geta falið sig í jarðar-
berjarunna.