Fréttablaðið - 30.04.2011, Side 93

Fréttablaðið - 30.04.2011, Side 93
LAUGARDAGUR 30. apríl 2011 69 Breska tónlistartímaritið NME kannar um þessar mundir hvaða listamaður er magnaðasti popp- tónlistarmaður allra tíma. Hvorki meira né minna. Lesendur NME sjá um valið og þessa stundina er engin önnur en Katy Perry á toppnum. Hún er sem sagt magnaðasti popp- tónlistarmaður allra tíma að mati lesenda NME. Á hæla hennar koma svo Madonna og Lady Gaga í öðru og þriðja sæti. Á meðal annarra tónlistar- manna á topp tíu eru Britney Spears, Cyndi Lauper, sem kemur einmitt fram á tónleikum í Hörpu í sumar, Cher og popp- kóngurinn Michael Jackson heit- inn. Katy Perry leiðir listann BEST? Katy Perry er magnaðasti poppari allra tíma að mati lesenda NME. Rapparinn Ja Rule hefur tjáð sig í fyrsta sinn um yfirvofandi fang- elsisvist sína. Hann byrjar í júní afplánun á tveggja ára dómi sem hann fékk fyrir vopnaburð árið 2007. Ja Rule, sem heitir réttu nafni Jeffrey Atkins, er reiðu- búinn að fara í steininn en finnur til með eiginkonu sinni og þrem- ur börnum þeirra. „Ég er brjál- aður út í sjálfan mig. Dóttir mín er fimmtán ára og er á leiðinni í menntaskóla. Hún þarf á föður sínum að halda. Strákarnir mínir þurfa líka á mér að halda, rétt eins og konan mín. Pabbi klúðraði sínum málum,“ sagði hann. Brjálaður út í sjálfan sig Í STEININN Rapparinn Ja Rule er á leiðinni í steininn í júní. Ítalinn Giorgio Gosetti hefur verið ráðinn dag- skrárstjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF. „Ég get fullyrt það að hann er tvímælalaust einn af bestu dagskrárstjór- um í Evrópu og þótt víðar væri leitað,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF. Gosetti hefur stjórnað dagskránni Venice Day á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum þar sem athyglinni er beint að óháðum myndum. Áður stjórnaði hann kvikmyndahátíðinni í Róm. „Það er mikilvægt fyrir okkur að vera með gott fólk í dagskrárdeildinni sem hefur sam- böndin og þekkinguna til að geta náð í bestu myndirnar. Það er frábært að maður af þessu kaliberi hafi áhuga á hátíðinni og vilji vinna með okkur,“ segir Hrönn sem vonast til að hann starfi næstu þrjú árin fyrir RIFF. Gosetti verður dagskrárstjóri Vitrana sem er keppnis- flokkur hátíðarinnar og verður sérlegur ráð- gjafi um aðra dagskrárhluta. Hann tekur við starfinu af Grikkjanum Dimitri Eipides sem hefur unnið fyrir hátíðina frá árinu 2005. Töluverð óvissa var um framtíð RIFF fyrr á árinu en núna eru hlutirnir komnir í betri far- veg. Þar hjálpar til Media-styrkur sem hátíðin fékk hjá Evrópusambandinu upp á tæpar sex milljónir króna. Síðast fékk RIFF þennan styrk árið 2009. „Það eru ekki margar hátíðir sem fá þennan styrk. Hann skiptir sköpum fyrir okkur,“ segir Hrönn. Höfuðstöðvar hátíðarinnar, sem verður haldin í áttunda sinn í haust, hafa einnig verið færðar yfir á Tjarnargötu 12 við hliðina á Tjarnarbíói. - fb Ítalskur dagskrárstjóri ráðinn til RIFF NÝR DAGSKRÁRSTJÓRI Ítalinn Giorgio Gosetti hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Alþjóðlegrar kvikmyndahá- tíðar í Reykjavík. Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI FRÁ 21. APRÍL TIL 15. MAÍ GÍFURLEGT ÚRVAL AF ÖLLUM TEGUNDUM TÓNLISTAR, HLJÓÐBÓKA OG DVD MYNDA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.