Fréttablaðið - 14.05.2011, Síða 2

Fréttablaðið - 14.05.2011, Síða 2
14. maí 2011 LAUGARDAGUR2 „Sigurður, kraumar reiðin innra með ykkur?“ „Neinei, no boiled feelings.“ Sigurður Ásgeir Árnason er söngvari Ultra Mega Technobandsins Stefáns. Hljóm- sveitin bað nýverið um að vera fjarlægð af lista yfir samstarfshljómsveitir styrktar- sjóðsins Kraums. LÖGREGLUMÁL Lögregla telur sig hafa fundið staðinn þar sem ungur maður banaði barnsmóður sinni á fimmtudag. Vettvangurinn er í Heiðmörk og var rannsakaður af lögreglu í gær. Fullnaðarniðurstaða liggur ekki fyrir úr rannsókn á banameini konunnar, sem var fædd árið 1990, en vísbendingar eru um að hún hafi verið kyrkt, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Tveggja ára sonur parsins var í bílnum þegar móðurinni var banað. Eftir verknaðinn kom mað- urinn líkinu fyrir í skotti bílsins og ók því næst með drenginn heim til foreldra sinna áður en hann hélt á Landspítalann í Fossvogi og vísaði starfsfólki þar á líkið. Lögregla kom umsvifalaust á spítalann, handtók manninn og færði hann til yfirheyrslu. Hann hefur játað verknaðinn. Fram kom í gær að fólkið hefði verið í sambúð en að stúlkan hefði ætlað að slíta sambandinu og flytj- ast út á land með son þeirra. Mað- urinn hafi brugðist við með fyrr- greindum afleðingum í ökuferð þeirra í Heiðmörk. Talið er að átökin hafi byrjað inni í bílnum en færst svo út úr honum. Maðurinn var leiddur fyrir dóm- ara í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í gær þar sem farið var fram á tveggja vikna gæsluvarð- hald yfir honum. Dómari féllst á kröfuna. Maðurinn mun jafnframt gang- ast undir geðrannsókn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á hann við geðræn vandamál að stríða og hefur verið undir læknishendi. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að vegna veikindanna er óvíst hvort maðurinn sé sakhæfur. Rannsókn lögreglu er vel á veg komin. - jss, sh SPURNING DAGSINS pizza með beikoni, klettasalati og rjómaosti Nýmalaður pipar og ólífu olía fullkomna pi zzuna ATH! ATH! Farðu inn á gottimatinn.is til að fá alla uppskriftina og hugmyndir að fleiri girnilegum réttum. LEIDDUR FYRIR DÓMARA Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði manninn í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Talinn hafa kyrkt barnsmóður sína Ungur maður sem játað hefur að hafa banað kærustu sinni hefur verið úrskurð- aður í varðhald. Hann er talinn hafa kyrkt stúlkuna. Maðurinn hefur átt við geð- ræn veikindi að stríða og verið undir læknishendi. Óvíst hvort hann er sakhæfur. Á VETTVANGI Lögreglan girti af svæðið á lóð Landspítalans með skilrúmum af spítal- anum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON DÓMSMÁL Tveir piltar um tvítugt hafa verið ákærðir fyrir að fara saman inn í gistiheimili á Akra- nesi og láta þar greipar sópa. Piltarnir stálu tölvu, ásamt skjá og lyklaborði, smápeningum úr skál, sex þúsund krónum í skipti- mynt úr umslagi og nokkrum aðildarkortum Farfugla. Áætlað verðmæti þýfisins nemur um 89 þúsund krónum. Þá er annar piltanna ákærður fyrir að hafa haft smáræði af kannabisblönduðu tóbaki heima hjá sér. Gerð er krafa af hálfu Farfuglaheimilis Akraness að piltarnir endurgreiði það sem þeir tóku ófrjálsri hendi. - jss Tveir piltar ákærðir: Stálu aðildar- kortum Farfugla PAKISTAN, AP Tveir hryðjuverka- menn sprengdu sjálfa sig í loft upp utan við herskóla í borginni Shabqadar í Pakistan í gær. Alls létust 80 manns í árásinni auk þess sem 120 slösuðust. Pakistanskir talibanar hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu en það var framið í hefndar- skyni vegna morðsins á Osama bin Laden. Talibanarnir hafa varað við því að frekari árása sé að vænta á Bandaríkjamenn í Pakistan. Um 900 hermenn voru á leið út úr skólanum þegar sprengingin varð. Þeir höfðu nýlokið sex mánaða þjálfunarbúðum og voru á leið til síns heima. - mþl Vildu hefna bin Ladens: 80 létust í hryðjuverka- árás í Pakistan ÞÝSKALAND Þýska lögreglan gerði í gær húsleit í um 1.000 vændis- húsum og á stöðum þar sem vændi er stundað. Um var að ræða herferð gegn glæpaklíkum sem selja konur frá Vestur- Afríku mansali. Svipaðar aðgerðir voru gerðar í febrúar síðastliðnum. Aðgerðirnar í gær, sem voru í samvinnu við lögreglusamtökin Europol, voru gerðar í þrettán af sambandsríkjunum sextán. Vændi er löglegt í Þýskalandi en talið er að margar kvennanna hafi verið neyddar út í það. - ibs Herferð gegn mansali: Húsleit í 1.000 vændishúsum WASHINGTON, AP Bandaríski þing- maðurinn umdeildi Ron Paul lýsti því yfir í gær að hann hygðist taka þátt í forvali Repúblikana- flokksins á for- setaefni fyrir kosningarnar 2012. Hann bætist þar með í hóp Newt Ging- rich, fyrrverandi forseta full- trúadeildar Bandaríkjaþings, og Gary Johnson, fyrrverandi ríkis- stjóra í Nýju Mexíkó, sem þegar hafa lýst yfir framboði. Búist er við því að nokkur fjöldi frambjóðenda bætist í hópinn á næstu vikum en Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri í Massachusetts, þykir sigur- stranglegastur fyrir fram. - mþl Forsetakosningarnar 2012: Frambjóðendur komnir á kreik DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest dóm Héraðsdóm Vesturlands yfir manni sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir kyn- ferðisbrot. Maðurinn var sakfelld- ur fyrir að hafa haft samræði við sautján ára stúlku gegn vilja henn- ar. Karlmaðurinn notfærði sér ástand stúlkunnar, sem gat ekki spornað við samræðinu sökum ölv- unar. Brotið var til þess fallið að valda stúlkunni sálrænum erfið- leikum til lengri tíma. Manninum var gert að greiða henni 800 þús- und krónur í bætur. - jss Hæstiréttur staðfestir dóm: Tvö ár fyrir kynferðisbrot RON PAUL SAMGÖNGUR Keflavíkurflugvelli var lokað klukkan átta í gærkvöldi vegna manneklu við flugumferð- arstjórn. Flugumferðarstjórar hafa staðið í kjaradeilu við Isavia, rekstrarfélag flugvallarins, og hafa lagt á yfirvinnubann. Vegna veikinda í gær sáu flugumferðar- stjórar sér því ekki fært að halda flugvellinum opnum. Hann átti að opna að nýju klukkan sjö í morgun. Einungis neyðarflug var heim- ilað á tímabilinu og urðu nokkrar raskanir á áætlunarflugi vegna þessa. Búist var við því í gær að eins til tveggja klukkustunda seinkun yrði á öllu flugi Icelandair snemma í dag. „Vinnudeila Isavia og flugum- ferðarstjóra er Icelandair óvið- komandi, en hún veldur okkur og viðskiptavinum okkar óþægindum og fjárhagstjóni,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. Samtök ferðaþjónustunnar lýstu í gær yfir miklum áhyggjum af þeirri röskun sem orðið hefur á flugstarfsemi vegna yfirvinnu- bannsins. Í tilkynningu frá sam- tökunum sagði að ferðaþjónusta væri mjög viðkvæm fyrir slík- um truflunum, þær væru slæm- ar fyrir ímynd og orðspor Íslands sem ferðamannalands. - mþl Samtök ferðaþjónustunnar segja truflanir á flugi skaðlegar fyrir ímynd landsins: Yfirvinnubann raskaði millilandaflugi DÓMSMÁL Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, ætlar að stefna Kópavogsbæ vegna van- efnda á eignarnámssamningi. Þor- steinn staðfestir að sú upphæð sem hann ætli að krefja bæinn um sé nærri 14 milljörðum króna. Þorsteinn segir að stefnan verði þingfest bráðlega, en vill ekki upp- lýsa nákvæmlega með hvaða hætti hann telji Kópavogsbæ hafa brot- ið samninginn. „Þeir hafa ekki afhent það sem um var talað,“ segir Þorsteinn. Eignarnámssamningurinn var gerður árið 2006, eftir að samn- ingaviðræður um sölu á land- inu höfðu engu skilað. Mats- nefnd eignarnámsbóta fullyrðir í úrskurði sínum frá árinu 2007 að verðmæti sáttagerðar í málinu sé á bilinu 6,5 til 8 milljarðar króna. Bærinn fékk samkvæmt sam- komulaginu 863 hektara af Vatns- endalandinu. Fyrir það átti Þor- steinn að fá ríflega tvo milljarða króna, auk þess að fá 300 lóðir undir sérbýli á 35 hekturum sem ekki voru teknir eignarnámi. Þá átti Þorsteinn að fá ríflega tíunda hluta af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem úthluta átti á svæðinu. - bj Stefnir Kópavogsbæ vegna vanefnda á eignarnámssamningi vegna Vatnsenda: Krefst á annan tug milljarða UPPBYGGING Kópavogsbær hefur tekið nær allt land við Vatnsenda eignarnámi undir íbúðabyggð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Jóhanna vill opna á bréfin Forsætisráðherra segir forseta Íslands ekki hafa neitt val þegar komi að því að afhenda fjölmiðlum afrit af bréfum hans til forsætisráðherra vegna setningar siðareglna fyrir forseta- embættið. Forsetinn hefur neitað að afhenda bréfin. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. STJÓRNSÝSLA FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LEIFSSTÖÐ Kvöldfluginu frá London í gærkvöldi var beint á Akureyrarflugvöll vegna yfirvinnubannsins. Voru farþegar fluttir í rútum til Reykjavíkur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.