Fréttablaðið - 14.05.2011, Page 6

Fréttablaðið - 14.05.2011, Page 6
14. maí 2011 LAUGARDAGUR6 SAMGÖNGUR Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu hefur nú aug- lýst aukið eftirlit vegna bif- reiðastöðubrota við íþróttavelli. Í tilkynningu kemur fram að þegar ökumenn leggi á gras- eyjum, gangstéttum eða göngu- stígum geti slíkt skapað hættu fyrir gangandi vegfarendur og vandræði fyrir almenningssam- göngur. Einnig geri þetta sjúkra- og slökkviliðsbílum erfitt fyrir að nálgast svæðið. Lögreglan biðlar til ökumanna að leggja ökutækjum sínum lög- lega. Brotlegir munu þurfa að greiða stöðubrotsgjald. - sv Lögreglan eykur eftirlit: Bifreiðastöður við íþróttavið- burði vandamál DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skil- orðsbundið fangelsi fyrir að rækta 143 kannabisplöntur og hafa í vörslu sinni maríjúana, kannabis- lauf og hass. Maðurinn var hins vegar sýknaður af vörslu á 242 grömmum af amfetamíni. Lögregla fann efnið við leit á fokheldri efri hæð húsnæðisins sem maðurinn bjó í en sjálfur leigði hann íbúð á neðri hæðinni. Fleiri en hann höfðu aðgang að efri hæðinni, þannig að ekki reyndist unnt að sanna að hann hefði átt eða vitað af efnunum sem þar fundust. - jss Sýknaður af amfetamínákæru: Dæmdur fyrir að rækta 143 kannabisplöntur HÚSNÆÐISMÁL Starfsmönnum hefur fjölgað töluvert hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) á síðustu mánuðum til að bregðast við auknum umsvifum sjóðsins. Búist er við um níu þús- und umsóknum til hans um hina svokölluðu 110 prósenta leið auk þess sem fjöldi eigna í eigu hans hefur aukist mikið. „Það er rétt að það hefur orðið nokkur aukning á fjölda starfs- manna hjá okkur en hluti hennar er reyndar tímabundin stöðugildi,“ segir Sigurður Erlingsson, fram- kvæmdastjóri ÍLS, og bætir við: „Ég kom til starfa hér í nóvember á síðasta ári og þá hafði starfs- mönnum á eignasviði verið fjölg- að. Voru áður tveir til þrír en eru nú átta. Eignasvið heldur utan um þær eignir sem sjóðurinn eignast en þær eru orðnar um 1.250 talsins og því nóg að gera.“ Sviðsstjórum hjá ÍLS hefur einn- ig fjölgað um þrjá í tengslum við skipulagsbreytingar auk þess sem tveir aðrir nýir starfsmenn hafi verið ráðnir vegna aukins álags á fyrirtækjasvæði. Loks hafa sex starfsmenn verið ráðnir tímabund- ið til að bregðast við miklum fjölda umsókna um 110 prósent leiðina. Sigurður segir að þegar hafi borist um 1.500 umsóknir en í 110 prósent leiðinni felst að eftir- stöðvar láns umfram 110 prósent af markaðsvirði fasteignar verði felldar niður. Nokkurn tíma muni taka ÍLS að fara í gegnum allar umsóknirnar sem gætu orðið hátt í tíu þúsund talsins. - mþl Búist við hátt í tíu þúsund umsóknum um 110 prósenta leiðina: Umsvif aukast nokkuð hjá Íbúðalánasjóði ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Fjölmargir hús- næðiseigendur hyggjast nýta sér 110 prósenta leið stjórnvalda. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Háaleitisbraut 66, 1O3 Reykjavík, Sími 528 44OO hringja í söfnunar- símann 9O7 2OO2, gefa framlag á framlag.is, gjofsemgefur.is eða á söfnunarreikning O334-26-886, kt. 45O67O-O499. Ný nálgun við mataraðstoð Hjálparstarf kirkjunnar ætlar að hverfa frá matargjöfum í poka og veita í staðinn barnafólki mataraðstoð með inneignarkortum í verslunum. Valgreiðsla hefur verið send í heimabanka þinn. Með því að greiða hana styður þú innanlands- aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar og hjálpar til sjálfshjálpar. www.help.is PI PA R\ TB W A • SÍ A • 11 10 93 LÖGREGLUMÁL Forsprakki vél- hjólagengisins Black Pistons, Rík- harð Júlíus Ríkharðsson, situr nú í gæsluvarðhaldi og einangrun, ásamt öðrum meðlimi gengisins, Davíð Frey Rúnarssyni, eftir að þeir réðust á mann og héldu honum nauðugum í meira en hálfan sólar- hring, að því er talið er. Þá hafa tveir meðlimir Black Pistons verið kærðir fyrir að reyna að hafa áhrif á rannsókn málsins. Ríkharð og Davíð Freyr voru handteknir í Hafnarfirði á mið- vikudag eftir að lögreglu barst til- kynning um líkamsárás. Sá sem fyrir henni varð er karlmaður á þrítugsaldri. Hann var með áverka víða á líkamanum og er meðal ann- ars nefbrotinn. Talið er að bar- smíðarnar hafi jafnvel farið fram á fleiri en einum stað. Sá sem ráð- ist var á er í tengslum við Black Pistons en er ekki fullgildur með- limur. Á dvalarstað árásarmann- anna, sem eru á þrítugs- og fertugs- aldri, var lagt hald á bæði fíkniefni í neysluskömmmtum og ýmis bar- efli. Við aðgerðina í fyrradag naut lögreglan aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Árásarmennirnir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 20. maí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhags- muna. Þeir hafa kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Ríkharð hlaut tveggja ára fang- elsisdóm haustið 2009 fyrir að hafa, í félagi við annan mann, kveikt í húsi við Kleppsveg þar sem maður var innandyra. Sá komst út við illan leik. ritstjorn@frettabladid.is Forsprakki vélhjóla- gengis í einangrun Tveir meðlimir vélhjólagengisins Black Pistons sæta nú gæsluvarðhaldi og ein- angrun. Annar þeirra, Ríkharð Ríkharðsson, er forsprakki gengisins. Þeir réðust á mann sem er í tengslum við gengið, héldu honum nauðugum og börðu. LITLA-HRAUN Mennirnir sitja í gæsluvarðhaldi og einangrun á Litla-Hrauni. „Við munum ekki líða neina vitleysu,“ segir Páll E. Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar, spurður um viðbrögð fangelsismálayfirvalda við því að vista nú tvo menn úr íslenska vélhjólagenginu Black Pistons í gæslu- varðhaldi á Litla-Hrauni. „Við erum með öfluga sérsveit sem hefur verið efld, og eigum mjög gott samstarf við lögreglu,“ segir Páll enn fremur. „Það verða engin merki glæpasamtaka heimiluð í fangelsum ríkisins.“ Hann segir nú nýjan veruleika blasa við sem lögregla hafi bent á um nokkurn tíma og fangelsismálayfirvöld undirbúi sig eins vel og þau geti. „Við verðum svo klár í allt þegar við flytjum í nýttt fangelsi þar sem mögu- leiki verður á að skipta niður í margar litlar deildir. Þá verðum við vel í stakk búin til að taka við meðlimum í mótorhjólagengjum sem gerst hafa brotlegir við lög sem og öðrum brotamönnum.“ Við munum ekki líða neina vitleysu PÁLL E. WINKEL Black Pistons er stuðningsklúbbur Outlaws, sem eru ein stærstu vélhjólasamtök heims, og nær alls staðar skilgreind sem skipulögð glæpasamtök. Black Pistons á sér ekki langa sögu á Íslandi. Hana má rekja til þess þegar Jón Trausti Lúthersson hrökklaðist úr formannsembætti Fáfnis, nú Hells Angels á Íslandi, og í kjölfarið til Noregs. Þar gekk hann til liðs við Outlaws, sem hafa löngum eldað grátt silfur við Hells Angels, og hafði síðan veg og vanda af stofnun Black Pistons hérlendis. Lögregla telur að klúbburinn hafi verið stofn- aður til höfuðs Hells Angels á Íslandi og hefur um nokkurt skeið óttast að slá kunni í brýnu á milli klúbbanna. Óttast átök Black Pistons og Hells Angels Ætlar þú að horfa á aðalkeppni Eurovision á laugardaginn? JÁ 78,1% NEI 21,9% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fylgdist þú með opnunarhátíð tónlistarhússins Hörpu? Segðu þína skoðun á visir.is ÖRYGGISMÁL Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra segist ekki vita til þess að öryggi Söruh, ömmu Baracks Obama Bandaríkjaforseta, hafi verið sérstaklega ógnað hér á landi, spurður hvort íslensk yfirvöld muni tryggja öryggi hennar í væntanlegri heimsókn á næstu dögum. „Það verður eflaust passað upp á hana eins og allar aðrar ömmur. Ég vona það,“ segir hann. Öryggisgæsla í kringum Söruh, sem er búsett í Keníu, hefur verið hert til muna eftir að hryðjuverkamaðurinn Osama bin Laden var drepinn af bandarískum her- sveitum í byrjun mánaðarins. Samkvæmt upplýsingum frá Paul Ram- ses, sem bauð Söruh til landsins til að kynna góðgerðarstarfsemi, verða lífverð- ir með henni í för. Spurður um innlenda gæslu segir hann: „Ég fór og lét lögregluna vita en þar var mér vísað á Útlendingastofnun. Ég veit ekki af hverju.“ - kóþ Styttist í að Sarah Obama, amma Baracks Obama Bandaríkjaforseta, komi: Pössuð eins og aðrar ömmur ÖGMUNDUR JÓNASSON KJÖRKASSINN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.