Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.05.2011, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 14.05.2011, Qupperneq 28
14. maí 2011 LAUGARDAGUR28 Þ etta er snúið verkefni,“ segir Constanze Stelzenmüller um þjóðaratkvæðagreiðslur og framkvæmd þeirra. „Þverstæðan er sú að til þess að framkvæma beint lýðræði svo vel fari er nauðsynlegt að stofnanir ríkisvaldsins séu sterkar. Það er ekkert annað en söguleg mýta að borg- ararnir geti gert þetta allt saman upp á eigin spýtur. Og kannski er engin til- viljun að slíkar sögur verði vinsælast- ar þegar vandamálin eru stærst. Þegar myrkrið er hvað svartast grípur fólk til þess ráðs að flauta í myrkrinu, eins og við segjum í Þýskalandi. En það dugar ekki alltaf.“ Stelzenmüller er stjórnlagafræðingur og skrifaði doktorsritgerð sína um beint lýðræði í Bandaríkjunum. Hún hófst handa við þær rannsóknir seint á níunda áratug síðustu aldar, en á þeim árum fóru fram miklar umræður um þjóðar- atkvæðagreiðslur í Þýskalandi. Margir vildu auka mjög veg þeirra í þýskum stjórnmálum. Reynsla Þjóðverja „Margir hafa sagt, sagnfræðingar meðal annars, að Þjóðverjar hafi mjög slæma reynslu af þjóðaratkvæðagreiðslum frá því á tímum Weimar-lýðveldisins. Þeim var kennt um það sem á eftir kom, Hitler og helförina, sem var fáránlegt því það var ekki þjóðaratkvæðagreiðslan sem skapaði Hitler. Þjóðaratkvæðagreiðslur skapa hins vegar ákveðið andrúmsloft og öfgamenn notfærðu sér þetta óspart til þess að kynda upp í stjórnmálaum- ræðunni. Við vitum það núna hve þjóð- aratkvæðagreiðslur eru viðkvæmar og hve auðvelt að hafa áhrif á þær. Ég hafði áhuga á að skoða þetta í tengslum við umræðu Þýskalands um sjálft sig, um það hve frjáls við getum verið til að taka sameiginlegar ákvarðanir um grundvall- armál. En svo kom auðvitað 1989. Það var í fyrsta skipti í sögunni sem við upp- lifðum lýðræðislega byltingu án blóðsút- hellinga, og út úr því kom svo sameining Þýskalands.“ Varð æ svartsýnni Hún hélt því ótrauð áfram rannsóknum sínum, lauk doktorsritgerðinni árið 1992 og tveimur árum síðar var hún gefin út á bók. „Ég verð að segja að meðan ég var að rannsaka þetta og þangað til ég lauk við að skrifa þetta þá snerist ég frá bjart- sýni yfir í svartsýni á þjóðaratkvæða- greiðslur. Það þýðir ekki að ég sé á móti þeim, en ég held að við höfum tilhneig- ingu til að vanmeta fulltrúalýðræði og jafnvægið sem þarf að vera milli hinna þriggja greina ríkisvaldsins. Því reynd- ari og eldri sem ég verð því betur átta ég mig á því hve dýrmætt þetta er.“ Henni þykir forvitnilegt að heyra að hér á landi standi nú yfir vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Ekki síður vekur athygli hennar, að í tengslum við þessa endurskoðun sér rætt um að gera þjóðaratkvæðagreiðslum hærra undir höfði. „Ég held að það hljóti að koma upp þær aðstæður að við viljum bera mál undir þjóðina, og þá þarf að vera farvegur til þess. Hér á landi ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu. Fólk er vel menntað með góða þekkingu á stjórnmálum.“ Rætur í bæjarfundum Rannsóknir hennar á beinu lýðræði í Bandaríkjunum sýna hins vegar, að þar hafi einkum tvennt farið úrskeiðis sem ber að varast. Svo byrjar hún á að rekja forsöguna. „Í Bandaríkjunum var mjög snemma byrjað á að efna til bæjarfunda sem voru sjálfstjórnarfundir bæjarfélagsins með svipuðum hætti og tíðkast í Sviss. Þetta var gert í ensku nýlendunum Ef gagn- kvæmt að- hald hinna þriggja greina ríkisvaldsins, eftirlit og jafnvægi eins og það er nefnt í Bandaríkj- unum, er lykilatriði í lýðræðisfyr- irkomulagi, hvar er þá þetta gagn- kvæma að- hald í beinu lýðræði? Orðin svartsýn á beint lýðræði Þýski stjórnlagafræðingurinn Constanze Stelzenmüller segir Ísland vel til þess fallið að styrkja möguleikana á þjóðaratkvæðagreiðslum. Hins vegar þurfi að vanda til verka og ekki megi vanmeta kosti fulltrúalýðræðisins. Hún var hér á landi fyrir skömmu og ræddi þá við Guðstein Bjarnason. CONSTANZE STELZENMÜLLER Hún starfar í Berlín sem framkvæmdastjóri bandarískrar stofnunar, The German Marshall Fund, sem var stofnuð fyrir þýskt gjafafé árið 1972 til minningar um Marshall-aðstoðina og hefur það hlutverk að styrkja samstarf milli Evrópu og Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í nútímalýðræði hafa stjórn-málamenn ýmsar leiðir til þess að koma sér undan ábyrgð á þeim verkum, sem þeim er þó falið að sinna,“ segir Stelzenmüller. Ein þessara leiða er að láta almenning taka ákvarð- anir um óvinsæl mál, sem gætu kostað þingsæti eða ráðherrastól. Önnur er sú að vísa málum til hæstaréttar. „Í Þýskalandi gerum við mikið af því. Þýskir stjórn- málamenn vilja gjarnan láta stjórnlagadómstól lands- ins taka ákvarðanir í erf- iðum málum. Ég tel þetta hafa ýmis vandamál í för með sér, sérstaklega þegar dómstólarnir eru farnir að taka ákvarðanir í málum sem eru pólitísk í eðli sínu. Hæstiréttur Bandaríkj- anna fer öðru vísi að, því hann hefur sett sér strangar reglur um sjálfstaumhald og neitar að taka að sér mál sem gætu raskað jafnvægi hinna þriggja greina ríkis- valdsins með því að færa út valdmörk dómsvaldsins. Ég vildi gjarnan að þýski stjórn- lagadómstóllinn gerði meira af þessu.“ Hún nefnir einnig tregðu þýskra stjórnmálamanna til þess að taka ábyrgð á aðgerðum þýska hersins, til dæmis í Afganistan. „Hvorki kanslarinn né þing- ið hafa viljað beina kast- ljósinu að sér við að taka hættulegar ákvarðanir, svo þau reyna að ramma hlutina þannig inn að þeir verði tæknileg afgreiðsluat- riði fyrir herinn frekar en þær grundvallar pólitísku ákvarðanir sem þær eru í raun. Þýski herinn gerir sér grein fyrir þessu og notfær- ir sér það, en þetta er líka gömul hefð.“ KOMA SÉR UNDAN ÁBYRGÐ löngu áður en Bandaríkin urðu til. Upp úr þessum bæjarfundum spratt svo rík hefð fyrir því að stjórnarskrár ein- stakra ríkja Bandaríkjanna væru bornar undir íbúana. Eftir því sem Bandaríkin þöndust út til vesturs á nítjándu öldinni styrktist þessi hefð í sessi og undir þessa þróun ýttu róttækar lýðræðishreyfing- ar, sem oft byrjuðu sem pólitísk uppreisn gegn rótgrónum valdaklíkum.“ Grundvallarmunur „Næstum öll nýju ríkin, sem bættust í hópinn, létu halda allsherjaratkvæða- greiðslur um stjórnarskrána. Mjög sjaldan var hins vegar efnt til íbúakosn- inga um önnur lög, en það stafar af því að gerður var greinarmunur á grund- vallaratriðum, sem eiga heima í stjórn- arskrá, og minniháttar atriðum, sem eiga ekki að vera í stjórnarskrá heldur nægir að hafa þau í almennum lögum. Mannréttindi til dæmis eru grundvall- armál sem eiga að vera í stjórnarskrá en umferðarreglur eiga bara að vera í almennum lögum. Hugmyndin á bak við þennan greinarmun er sú, að þjóðin er fullvalda og í grundvallarmálum þarf því að spyrja hana. En það eiga að vera undantekningartilvik.“ Mörkin hverfa „Mistökin voru hins vegar þau, að þegar leið á 19. öldina urðu mörkin þarna á milli æ óljósari. Ný öfl, sem vildu komast til áhrifa, tóku upp á því að láta kjósa um þessi minniháttar mál í kosningum um stjórnskipunarlög, og afleiðingin varð sú að stjórnarskrár sumra ríkja Bandaríkj- anna eru álíka þykkar og símaskrár. Í þeim er að finna ákvæði sem verða úrelt nánast um leið og þau taka gildi.“ Hún nefnir kostulegt dæmi úr stjórn- arskránni í Kentucky, þar sem tilgreint var hvaða laun konurnar í fatageymslu þingsins áttu að hafa. „Þetta er auðvitað fáránlegt dæmi, en sýnir hve farið var langt með þetta. Afleiðingin er hins vegar sú að enn í dag mæta bandarískir kjósendur á kjör- stað á tveggja ára fresti og fá þá víða í hendurnar geysiflókinn kjörseðil með löngum lista yfir margvísleg efni, sem þeir eiga að taka ákvörðun um. Mörgum fallast þá hendur og margir taka einfald- lega ekki þátt í svona kosningum.“ Fór úr böndunum „Eftir því sem fólki er gert erfiðara fyrir að kjósa því auðveldara verður hins vegar fyrir sérhagsmunaöfl að hafa áhrif á kosningarnar. Í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við það að fólk reyni að hafa áhrif á útkomu kosninga í málum sem það lætur sig miklu varða, en það má segja að í Bandríkjunum hafi menn misst algerlega stjórnina á þessu. Hér máttu samt ekki misskilja mig, því ég tel engan veginn að sérhagsmun- ir séu í sjálfu sér slæmir. Hver einasti einstaklingur hefur sérhagsmuna að gæta, nema hvað sumir eru valdameiri en aðrir. Það þarf bara að tryggja að skilyrði séu gerð um að ákvarðanabær meirihluti sé nægilega stór. Það á ekki að duga, til dæmis, að eitt fyrirtæki taki upp á því að segja starfsfólki sínu að greiða ein- hverju atkvæði og það nægi til þess að málið verði sett á dagskrá til löggjafar. Einnig þarf að hafa skynsamlegar reglur um lágmarksmeirihluta. Að mínu viti er í lagi að hafa einfaldan meirihluta þegar ekki er verið að kjósa um grundvallar- mál, en þegar efnt er til kosninga um grundvallarmál ættu menn að vilja hafa aukinn meirihluta, sem yfirleitt hefur verið hafður tveir þriðju eða jafnvel þrír fjórðu atkvæða.“ Grafið undan vægi stofnana Það sem fór úrskeiðis í Bandaríkjunum er því, að mati Stelzenmüller, annars vegar þegar menn fóru að blanda saman kosningum um grundvallaratriði stjórn- skipunar og kosningum um almenn lög sem snúast um ýmis úrlausnarefni í sam- félaginu. Það gerir hlutina of flókna sem gerir það að verkum að sérhagsmuna- öfl eiga auðveldara með að hafa áhrif á niðurstöðurnar. Hitt atriðið, sem óvarlega hefur verið farið með í Bandaríkjunum, er heimild helstu stofnana ríkisvaldsins, svo sem þingsins, til þess að skjóta málum til íbúanna með því að efna til kosningar. „Þarna er það stofnun fulltrúalýð- ræðis sem setur ferlið af stað og þar með er þetta ferli orðið einn liöurinn í valdajafnvægi og gagnkvæmu aðhaldi hinna ólíku greina ríkisvaldsins. Þetta getur í sjálfu sér verið réttlætanlegt, en í framkvæmd verður það oft mjög umdeilanlegt. Ástæðan er sú að í eðli sínu snýst þetta um að stofnun, sem ber ábyrgð á verkefnum sem hún var annað hvort kosin til eða falið að sinna, tekur ákvörðun um að ákveðið mál sé of við- kvæmt og vill koma sér undan ábyrgð- inni. Fá öðrum ákvörðunarvaldið. Nefni- lega þjóðinni. Þetta grefur undan þeirri stofnun, veikir hana.“ Gagnkvæmt aðhald „Spurningin sem þarf að spyrja er þessi,“ segir Stelzenmüller og tekur fram að nú sé hún að komast að kjarna máls- ins: „Ef gagnkvæmt aðhald hinna þriggja greina ríkisvaldsins, eftirlit og jafnvægi eins og það er nefnt í Bandaríkjunum, er lykilatriði í lýðræðisfyrirkomulagi, hvar er þá þetta gagnkvæma aðhald í beinu lýðræði?“ Í þjóðaratkvæðagreiðslu er það þjóð- in ein sem tekur ákvörðun. Ef engin önnur stofnun ríkisvaldsins getur veitt þessu beina valdi þjóðarinnar neina mót- spyrnu, þá er eins gott að vanda til verka þegar þjóðin tekur ákvörðun. „Svarið við spurningunni er náttúrlega þetta: Aðhaldið þarf að vera í umgjörð- inni, reglunum sem settar eru um þjóðar- atkvæðagreiðslur, kröfum um lágmarks- þátttöku og lágmarksmeirihluta og svo framvegis. En hvað ef ferlið virkar full- komlega en niðurstaðan verður samt þvert á þau gildi, sem lögð eru til grund- vallar í íslensku stjórnarskránni?“ spyr hún, og svarar sér aftur sjálf: „Ef svo fer, þá þarf að minnsta kosti að gera ráð fyrir því að hæstiréttur eða stjórnlaga- dómstóll geti haft eitthvað um málið að segja.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.