Fréttablaðið - 14.05.2011, Side 30

Fréttablaðið - 14.05.2011, Side 30
14. maí 2011 LAUGARDAGUR30 E ruð þið frá Frétta- blaðinu,“ segja stelpur sem taka blaðamanni og ljósmyndara fagn- andi. Stúlkurnar eru allar þátttakendur í Listasmiðjunni Litrófi sem hefur verið starfrækt í Fella- og Hóla- kirkju frá árinu 2007. Smiðjan er hugarfóstur Ragnhildar Ásgeirs- dóttur djákna sem segir hana hafa orðið til eftir vangaveltur um hvernig væri hægt að sameina íbúa af erlendum uppruna og Íslendinga í hverfinu. „Markmiðið var að vera með skapandi starf. Mest höfum við sinnt tónlist og söng en við dönsum líka og æfum leikrit,“ segir Ragnhildur sem er afar ánægð með hvernig til hefur tekist. Og fleiri hafa veitt starfinu athygli en lista- smiðjan hlaut Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum til atlögu gegn fordómum. Listasmiðjan er starfrækt í tveimur aldurshópum, annars vegar eru saman krakkar í 4. til 6. bekk og hins vegar í 7. til 10. bekk. Engir strákar eru í hópnum og þegar blaðamaður spyr hóp- inn hvort þeirra sé saknað eru stelpurnar ekkert á því. Ragnhildur segist ekki kunna á því skýringu nema að tónlist og dans höfði hugsanlega meira til stúlkna. Óhætt er að segja að tónlistin hljómi vel hjá stelpunum. Öll hers- ingin stillir sér upp í kirkjukórn- um og syngur lagið Gospelgleði sem hljómar afar vel enda sungið af þrótti og krafti. Að loknum samsöng er haldið í safnaðarheimilið. Yngri hópur- inn syngur lag úr Litlu ljót. „Við ætlum að setja það upp í haust,“ segja stelpurnar. Eldri stúlkurn- ar sýna dans og syngja svo lagið „Drottinn blessi þig,“ sem hljómar afar vel. En það sem vekur mesta athygli utanaðkomandi gests er gott andrúmsloft og vinarþel sem ríkir í hópunum. Þegar sest er niður með eldri hópnum er það einmitt það sem stelpurnar vilja segja mér frá. „Við erum allar svo glaðar alltaf og geðveikt skemmtilegar,“ segir Hjördís Bára Hjartardóttir Jacobsen og hlær. „Litrófið er það besta sem hefur komið fyrir okkur, þetta er svo frábært starf, frábær- ir krakkar og leiðbeinendur,“ segir Bryndís Ósk Einarsdóttir. Og ein af annarri og allar í hóp segja þær mér að þær spjalli mikið saman, hittist fyrir utan æfingar og kynn- ist æ betur, ekki síst í ferðalög- um. Stelpurnar fóru til Svíþjóðar í fyrra, og Akureyrar á dögunum. Flestar eru stelpurnar úr Breiðholti en líka eru nokkrar úr Kópavogi. Nokkrar úr hópnum eru af erlendu bergi brotnar. „Við létum listasmiðjuna heita Litróf enda á hún að endurspegla allt mannlífið, hér í hverfinu er mikið af innflytjendum og mark- miðið var að laða börnin í upp- byggilegt starf, það hefur tekist vel, hingað mættu 10 stelpur á fyrstu æfinguna en nú eru 70 skráðar í Lit- rófið,“ segir Ragnhildur að lokum. Það besta sem hefur komið fyrir okkur Listasmiðjan Litróf hefur verið starfrækt um nokkurra ára skeið. Sigríður Björg Tómasdóttir og Stefán Karlsson fóru í heimsókn í Fella- og Hólakirkju og hittu hressar stelpur sem hittast vikulega til að syngja og dansa. GOSPELGLEÐI Sameinaður kór eldri og yngri Litrófsstúlkna flytur Gospelgleði af einlægni og krafti svo undir tekur í Fella- og Hólakirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VANAR AÐ KOMA FRAM Lilja Rós Kristbjörnsdóttir, Hjördís Bára Hjartardóttir Jacobsen, Katrín Ingunn Björnsdóttir og Helga Lilja Pálsdóttir eru orðnar alvanar því að koma fram á tónleikum eftir þátttökuna í Litrófi. Í LÉTTUM DANSI Lilja Rós Kristbjörnsdóttir, Kolbrún Gränz, Katrín Ingunn Björnsdóttir og Bryndís Ósk Einarsdóttir taka sporið. Dansarnir sem stelpurnar sýna eru samdir af Írisi Andrésdóttur sem einnig er félagi í Listasmiðjunni Litrófi. DROTTINN BLESSI ÞIG Marta Andrésdóttir leiðir stallsystur sínar í söng. „Við erum að æfa okkur að syngja og svo förum við í ferðalög,“ segir Karitas Guðrún Pálsdóttir. Hún og Kristín Andrea Arnarsdóttir eru í yngri hóp listasmiðjunnar Litrófs. Þær eru báðar í 5. bekk Hólabrekkuskóla. „Ég hef verið í Litrófi í tvö ár, kom hingað fyrst með vinkonu minni,“ segir Kristín. „Ég hef verið þrjú eða fjögur ár,“ segir Karitas. Báðum finnst mjög gaman að taka þátt í Litrófinu. „Við erum að fara að æfa Litlu ljót, við sungum í Abba-sýningu og svo höfum við gefið út disk.“ Spurðar um áhugamál stendur ekki á svari. „Það er skemmtilegast að syngja.“ SYNGJUM OG FÖRUM Í FERÐALÖG KARITAS OG KRISTÍN Góðar vinkonur sem hafa gaman af því að syngja. RAGNHILDUR ÁSGEIRSDÓTTIR Litrófið á að endurspegla mannlíf í Breiðholtinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.