Fréttablaðið - 14.05.2011, Page 38

Fréttablaðið - 14.05.2011, Page 38
14. maí 2011 LAUGARDAGUR38 S att best að segja hafði ég ekki hugleitt þessi mál þar að ráði áður en ég var beðinn um að líta á aðstæður að Sogni. Það sárvantaði lækni á staðinn og ég hafði nóg annað að gera og fannst ekki árennilegt að bæta þessu á mig. Þegar ég hins vegar sá aðstæður þessara sjúklinga, sem margir hverjir höfðu átt ömurlega ævi þá rann mér það svo til rifja að ég átti erfitt með að biðjast undan starfinu. Sumir höfðu dvalist ára- tugum saman í fangelsum jafnvel fjarri ættingjum og fósturjörð í einangrunarklefum geðsjúkra- húsa í Noregi og Svíþjóð, en þang- að höfðu geðsjúkir afbrotamenn verið sendir áður en Sogn kom til,“ segir Grétar Sigurbergsson geð- læknir sem var fyrsti yfirlæknir á réttargeðdeildinni á Sogni sem var opnuð árið 1992. Grétar bendir á að í hegningar- lögum standi að geðsjúkir afbrota- menn eigi að vistast á „á viðeig- andi stofnun.“ Svo hafi ekki verið. „Geðsjúkir glæpamenn höfðu fengið ákaflega einkennilega með- ferð. Það var langt frá því auðvelt að fá stjórnvöld til þess að skilja að það yrði að meðhöndla þá öðruvísi en venjulega glæpamenn. Sumir höfðu verið sendir í fangelsi, jafn- vel þótt þeir hefðu verið sýknað- ir af refsikröfu. Aðrir höfðu verið innilokaðir miklu lengur en þau sextán ár sem er hámarksrefsins fyrir morð hér á landi, jafnvel þótt þeir hefðu engan drepið. Það tók langan tíma að koma þessu í þolan- legt horf og enn tel ég að við eigum langt í land í þessum efnum.“ Óðir ekki dæmdir til útlegðar Grétar segir að þegar fólk sé dæmt ósakhæft þá feli það í sér að fólkið sé geðsjúkt og geðsjúka einstak- linga megi ekki setja í fangelsi eins og annað fólk fyrir sín afbrot. „Um þetta vitna mjög gömul lög í Vestrænum löndum og finnast hjá okkur til dæmis í Jónsbók. Geð- veikt fólk, þeir sem þá voru nefndir óðir, sem braut af sér var til dæmis ekki dæmt til útlegðar eða skógar- göngu. Samkvæmt fornum lögum átti að færa það frændum, það er að segja fjölskyldu sinni, til vörslu. Menn gerðu sér því þegar til forna grein fyrir því, að við viss- ar kringumstæður væri geðtruflað fólk ekki ábyrgt gerða sinna og að refsing væri þá hvorki mannúðleg, viðeigandi né rökrétt,“ segir Grét- ar sem hefur oft þurft að úrskurða hvort glæpamenn eru haldnir geð- röskun eður ei. „Mad“ eða „bad“ „Það má segja að það sem við rétt- argeðlæknar gerum, ef við slettum á ensku, sé að úrskurða hvort fólk sé „mad“ eða „bad“ en þar er stór munur á. Í flóknari tilfellum kann hvort tveggja að eiga við. Spurn- ingin er hvort fólk fremji glæpi, jafnvel alvarlega og síendurtekna, vegna þess að það er slæmt eða geri það vegna þess að það er veikt á geði. Heyri, svo dæmi sé tekið, raddir sem skipa því að fram- kvæma ákveðnar athafnir eins og getur átt sér stað í geðrofi. Sem betur fer gerist það afar sjaldan,“ segir Grétar. Geturðu lýst nánar einkennum geðrofs? „Geðrof er íslenska orðið yfir gríska hugtakið psychosis og þýðir í stuttu máli að fólk missir tengslin við raunveruleikann eða mistúlkar hann og getur þá til dæmis fundist að sótt sé að sér og því þurfi það að bregðast til varn- ar. Það skynjar kringumstæðurn- ar öðruvísi en þær eru og þessu ástandi fylgja gjarnan ofheyrnir. Fólk með geðrof heyrir oft raddir sem geta til dæmis sagt eitthvað sem upphefur viðkomandi eða niður lægir. Þessu fylgir að sjúk- lingurinn mistúlkar orsakasam- bönd og getur í kjölfarið farið að væna blásaklausa aðila um að vilja sér illt.“ Grétar segir að stundum telji fólk, sem þjáist af geðrofi, að einhverjar verur tali til sín og þá gjarnan í skipandi tón. Hann nefnir nokkurra áratuga gamalt dæmi um hinn fræga Son of Sam, sem taldi hundinn sinn tala til sín og skipa sé að drepa ung pör, þar sem þau voru í keleríi í bílum. „Í kjölfarið greip skiljanlega um sig mikil skelfing í New York þar sem morðin áttu sér stað. Svona tilfelli magna auðvitað upp neikvæðar staðalímyndir og fordóma í garð geðsjúkra en þau heyra til algerra undantekninga.“ Grétar segir að almenningur þurfi yfirleitt ekki að óttast fólk með geðraskanir. „Almennt er fólk með geðraskanir ekki hættu- legra en annað fólk og það er heldur ekkert samasemmerki á milli ranghugmynda og ofbeldis, nema síður sé. Það geta hins vegar skapast kringumstæður þar sem fólk með ranghugmyndir fær ekki meðhöndlun við sínum sjúkdómi og það getur brugðist illa við sé því þröngvað til einhvers, eins og að leggjast inn á geðdeild, eða það telji sig vera í hættu. Glæpamenn illa innrættir Grétar segir að það sé í flestum til- fellum auðvelt fyrir geðlækna að átta sig á hvort glæpur er fram- inn vegna geðveiki eða ekki. Þó sé sú ekki ætíð raunin. „Þegar vafi leikur á því í dómsmálum eru geðlæknar kallaðir til og við höfum mjög ákveðin viðmið sem við vinnum eftir. Við metum hvort viðkomandi hafi framið glæp eða beitt ofbeldi út af geðröskun eða ekki. Flestir sem fremja alvarlega glæpi gera það af því að þeir eru einfaldlega illa innrættir og/eða samviskulausir, gjarnan sjálfmið- aðir og sjálfsdýrkandi. Þeir hafa þá ákveðna þörf á að stjórna og ráða, með góðu eða illu. Þetta mynstur sér maður oft í ofbeldi karla gegn konum, til dæmis þar sem heimilisofbeldi er til staðar. Þeir sem eru gerendur í slíkum málum hafa gjarnan mikið óþol gagnvart allri höfnun og sjálf- stæðri hugsun makans. Með ofbeldi er viðkomandi að sýna vald sitt,“ segir Grétar og bendir á að tengsl glæpa og geðraskana séu mun minni en til dæmis tengsl glæpa og kyns, en karlar eru miklu lík- legri til að fremja alvarlegan glæp en konur. Sömuleiðis sé líklegra að glæpir fylgi áfengis- og vímuefna- notkun en geðsjúkdómum. „Það er afskaplega sjaldan um ævina sem ég hef orðið hræddur við geðsjúkt fólk. Mér hefur mun frekar staðið stuggur af fíklum sem eru á ein- hverjum vímuefnum.“ Aðstæður geðsjúkra voru hrikalegar Yfirleitt er óþarfi að óttast fólk með geðraskanir, segir Grétar Sigurbergs- son, geðlæknir og réttargeðlæknir, en hann var fyrsti yfirlæknirinn á réttar- geðdeildinni á Sogni þegar hún var stofnuð árið 1992. GRÉTAR SIGURBERGSSON Aldagömul fordæmi eru fyrir því að geðsjúkir séu dæmdir ósakhæfir, bendir Grétar á. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sumir höfðu verið sendir í fangelsi, jafnvel þótt þeir hefðu verið sýknaðir af refsikröfu. G rétar var yfirgeðlæknir á Sogni frá árinu 1992, fyrir hvers konar afbrot voru sjúklingar á Sogni á starfstíma hans þar? „Það voru sjö legurými fyrir sjö sjúklinga í einu en stundum voru þeir átta. Flestir voru á deildinni fyrir morð. Þegar ég var þar voru flestir greindir með geðklofasjúkdóm, einn með geðhvarfasýki og einn var þroskahamlaður.“ En hverjar eru líkurnar á meðferð á ósakhæfu fólki, sem beitt hefur aðra alvarlegu ofbeldi, skili árangri? „Ef þetta fólk fær mannúðlega og læknisfræðilega rétta meðferð eru batahorfur þess ekki síðri en þeirra geðsjúklinga sem ekki hafa framið alvar- lega glæpi. Við þurfum samt að hafa hugfast, að þeir sem vistast á Sogni hafa lent í margfaldri ógæfu. Í fyrsta lagi þeirri að fá alvar- legan geðsjúkdóm, oftast í blóma lífsins. Í öðru lagi að hafa til dæmis orðið mannsbani og í þriðja lagi að vera sviptir frelsi sínu í ótakmarkaðan tíma. Það er hlutverk lækna og annarra meðferðar- aðila að bæta úr þeim skaða sem slík ógæfa hefur haft í för með sér og það er ekki létt verk. Það sýndi sig, þegar ég var við störf að Sogni, að sumt fólk sem dvalið hafði á Sogni náði bata tiltölulega fljótt, þannig að samfélaginu staf- aði ekki hætta af því. Það er hins vegar flóknara mál en hægt er að segja frá í stuttu máli hvernig hægt er að útskrifa einstakling sem dæmdur hefur verið í öryggis gæslu. Það þarf að dæma viðkomandi úr henni aftur. Hverjum sjúklingi er skipaður svokallaður til- sjónarmaður, sem er utanað- komandi einstaklingur, og hann getur óskað eftir því árlega að málið verði endurskoðað eða tekið upp á ný fyrir dómi. Fólk útskrifast kannski ekki í fyrstu tilraun, en ef til vill í annarri eða þeirri þriðju. Við lögðum mikla áherslu á að hverjum þeim sem útskrifaðist yrði fylgt eftir með áframhaldandi meðferð eins og tíðkaðist á sambærilegum stofnunum erlendis. En það var mjög erfitt að fá fjármagn til þess að fylgja þessu fólki eftir þótt það væri margfalt ódýrara en að hafa það inni á Sogni. Ef eitthvað vit á að vera í með- ferð geðsjúkra afbrotamanna, verða menn að horfast í augu við að slík meðferð er dýr og hlýtur ætíð að vera dýr í menningar- samfélagi. ■ MEÐFERÐ GEÐSJÚKRA ER OG VERÐUR DÝR FRAMHALD AF SÍÐU 34 RÉTTAGEÐDEILDIN AÐ SOGNI Flestir voru þar fyrir morð þegar Grétar var þar læknir. Batahorfur ósakhæfra geta verið góðar VM-FÉLAG VÉLSTJÓRA OG MÁLMTÆKNIMANNA Stórhöfða 25 - 110 Reykjavík - 575 9800 - www.vm.is Nýgerður kjarasamningur VM-Félag vélstjóra og málmtæknimanna heldur kynningarfundi vegna kjarasamnings VM og SA á almenna markaðnum. Önnur mál. Þriðjudaginn 17. maí Selfoss, kl. 20 á Hótel Selfoss. Miðvikudagur 18. maí Akureyri, kl. 20 á Skipagötu 14, 4 hæð. Fimmtudagur 19. maí Reyðarfjörður, kl. 20 á Hótel Reyðarfirði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.