Fréttablaðið - 14.05.2011, Side 70

Fréttablaðið - 14.05.2011, Side 70
14. maí 2011 LAUGARDAGUR20 Til sölu Tilkynningar Tilkynningar Húsgrunnur Reykjanesbæ Til sölu úr þrotabúi grunnur undir 10 íbúða fjölbýlishús að Tjarnabraut 10 í Reykjanesbæ. Búið er að skipta um jarðveg og steypa sökkla. Teikningar fylgja. Góð staðsetning og útsýni til sjávar. Leikskóli og grunnskóli handan götunnar. Óskað er eftir tilboðum sem send verði til undirritaðs að Ránargötu 18, 101 Reykjavík fyrir kl. 16:00 fimmtudaginn 26 maí 2011. Benedikt Ólafsson hrl.. Embætti vararíkissaksóknara laust til umsóknar Innanríkisráðuneytið auglýsir embætti vararíkissak sóknara laust til umsóknar. Miðað er við að innanríkisráðherra skipi í embættið frá og með 1. ágúst 2011. Vararíkissaksóknari er ríkissaksóknara til aðstoðar sbr. 2. mgr. 20. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008, en ríkissaksóknari er æðsti handhafi ákæruvalds. Um verkefni og starfsskyldur ríkissaksóknara má finna upplýsingar í lögum og á heimasíðu embættisins, www.rikissaksoknari.is. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Vararíkissaksóknari er skipaður ótímabundið í embætti og skal fullnægja sömu lagaskilyrðum og ríkissaksóknari til skipunar í embætti sbr. 2. mgr. 20. gr. laga nr. 88/2008, þ.e. fullnægja skilyrðum 4. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 til skipunar í embætti dómara við Hæstarétt, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 88/2008. Í umsókn skulu koma fram upplýsingar um, eftir því sem við á: 1) menntun og framhaldsmenntun, 2) reynslu af sakamálaréttarfari, saksókn mála og/eða annarri meðferð ákæruvalds, 3) reynslu af dómstörfum, 4) reynslu af lögmannsstörfum, 5) reynslu af stjórnsýslustörfum, 6) reynslu af fræðistörfum, 7) reynslu af stjórnun, 8) reynslu af öðrum aukastörfum sem nýtist í embætti vararíkissaksóknara, 9) upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni, 10) upplýsingar sem snúa að andlegu atgervi, áræði, mannlegum samskiptum og sjálfstæði, 11) upplýsingar um þrjá samstarfsmenn sem geta veitt upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda og 12) aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir störf vararíkissaksóknara. Umsóknir óskast sendar rafrænt á netfangið postur@irr.is eða skriflega til innanríkisráðuneytis, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík. Með umsókn skal fylgja eftir því sem við á: 1) afrit af prófskírteinum, 2) afrit dóma í munnlega fluttum málum sem umsækjandi hefur samið atkvæði í síðustu 12 mánuði, 3) afrit af greinargerðum í málum sem umsækjandi hefur samið og flutt munnlega síðustu 12 mánuði, 4) afrit af úrskurðum stjórnvalda og stjórnvaldsákvörðunum sem umsækjandi hefur samið á síðustu 12 mánuðum, 5) útgefin fræðirit og afrit af tímaritsgreinum umsækjanda. Þess er óskað að þær tímaritsgreinar sem hafa verið ritrýndar verði auðkenndar og 6) önnur gögn sem varpa ljósi á faglega færni umsækjanda til starfa sem ríkissaksóknari. Innanríkisráðherra hefur ákveðið að fela nefnd að fara yfir þær umsóknir sem berast og á nefndin að skila ráðherra rökstuddu áliti á hæfni umsækjenda. Við mat sitt skal nefndin hafa hliðsjón af þeim sjónarmiðum sem koma fram í 4. gr. reglna nr. 620/2010 um störf dómnefndar sem fjalla um hæfi umsækjenda um dómaraembætti. Niðurstaða nefndarinnar skal byggð á heildstæðu mati á eiginleikum umsækjenda, með tilliti til eðlis starfsins. Til þess að hraða afgreiðslu umsókna og bréfaskiptum, skulu umsækjendur gefa upp tölvupóstfang sem notað verður til að eiga öll samskipti við umsækjendur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun liggur fyrir. Taka skal fram að ráðuneytið kann að óska eftir upplýsingum frá umsækjendum um fjárhag þeirra og hagsmunatengsl sem kunna að hafa áhrif á almennt og sérstakt hæfi vararíkissaksóknara. Umsóknir skulu berast innanríkisráðuneytinu eigi síðar en 30. maí nk. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingilín Kristmannsdóttir, skrifstofustjóri í innanríkisráðuneytinu í síma 545 9000. Innanríkisráðuneytinu, 13. maí 2011 Hef opnað sálfræðistofu að Laugavegi 36 Veiti ráðgjöf til einstaklinga og stjórnenda með sérstakri áherslu á stjórnun streitu og bætt jafnvægi vinnu og einkalífs. Sturla J. Hreinsson, cand psych Storð ehf Jarðbundin ráðgjöf Laugavegi 36 stordehf@gmail.com sími: 8684538 Tilboð óskast! Í DENNISON flatvagn sem gert hefur verið við eftir umferðaróhapp. Vagninn er til sýnis að Smiðshöfða 3-5 Reykjavík. Nánari upplýsingar má finna á útboðsvef VÍS á vis.is eða í síma 560 5149. Fundir um kynningu kjarasamninga á almennum markaði Efling-stéttarfélag heldur fundi um kynningu nýrra kjarasamninga á almennum markaði á eftirtöldum stöðum: Reykjavík Gullteigur á Grand Hótel Mánudaginn 16. maí kl. 18.00 Hveragerði Fundarsalur Austurmörk 2 Miðvikudaginn 18. maí kl. 18.00 Þorlákshöfn Ráðhúskaffi Hafnarbergi 1 Miðvikudaginn 18. maí kl. 20.00 Félagsmenn eru hvattir til að mæta og kynna sér efni nýrra kjarasamninga. Mætum vel og stundvíslega. Stjórn - Eflingar stéttarfélags Haustpróf í verðbréfaviðskiptum 2011 Prófnefnd verðbréfaviðskipta stendur fyrir haust- prófum í verðbréfaviðskiptum sem hér segir: Próf úr I. hluta 15. ágúst 2011 Íslensk réttarskipun og Evrópu- réttur, Ábyrgðir, Ágrip úr réttarfari. 16. ágúst 2011 Viðfangsefni úr fjármunarétti, Félagaréttur. 17. ágúst 2011 Viðskiptabréfareglur, Veðréttindi, Þinglýsingar Próf úr II. hluta 18. ágúst 2011 Grunnatriði í fjármálafræðum. 19. ágúst 2011 Þjóðhagfræði. 22. ágúst 2011 Greining ársreikninga. Próf úr III. hluta 23. ágúst 2011 Lög og reglur um fjármagnsmarkaðinn. 24. ágúst 2011 Markaðsviðskipti og viðskiptahættir. 25. ágúst 2011 Helstu tegundir verðbréfa og gjaldeyrir: Hlutabréf, Skuldabréf, Afleiður og gjaldeyrir. 26. ágúst 2011 Fjárfestingarferli: Samval verðbréfa og sjóðastýring, Ráðgjöf og skattamál. Próftími er 4 klukkustundir og tímasetning hvers prófs er 16.30 - 20.30. Prófsefni greinir í prófsefnislýsingu prófnefndar verðbréfaviðskipta. Í henni er jafnframt útlistað hvaða hjálpargögn eru leyfileg í einstaka prófum. Prófsefnislýsinguna má nálgast á vefsvæði próf- nefndar verðbréfaviðskipta á heimasíðu efnahags- og viðskiptaráðuneytis: http://www.efnahagsraduneyti.is/profnefndir/ nr/2844 Um prófin fer samkvæmt reglugerð nr. 633/2003 um próf í verðbréfaviðskiptum. - Haustprófin verða haldin í húsakynnum á vegum Háskólans í Reykjavík, framkvæmdaraðila verð- bréfaviðskiptaprófs veturinn 2010-2011. Ef skráðir próftakar ná lágmarksfjölda, 10 manns í hvert próf, en eru færri en 50 munu prófin fara fram í tölvuveri. Einkunnir í einstökum prófum eru gefnar í heilum og hálfum tölum frá 0 til 10. Til þess að standast verðbréfaviðskiptapróf þarf próftaki að hljóta a.m.k. 7,0 í meðaleinkunn úr þeim prófum sem hann hefur þreytt. Próftaki telst ekki hafa staðist einstök próf hljóti hann lægri einkunn en 5,0. Skráning í haustprófin fer fram á vefsíðu Opna háskó- lans í HR http://www.opnihaskolinn.is/fagmennt/len- gri-namskeid/nam-til-profs-i-verdbrefavidskiptum/ Skráningu í haustpróf lýkur 28. júní 2011. Greið- sla prófgjalds verður að hafa farið fram þann 5. júlí 2011. Prófgjald vegna haustprófa er kr. 18.000 fyrir hvert próf. Vakin er athygli á að haustpróf verða ekki hald- in nema að a.m.k. 10 manns hafi skráð sig í próf, sbr. 2. gr. reglugerðar nr. 633/2003 um próf í verð- bréfaviðskiptum. Tilkynning um haldin og felld haustpróf verður send út til skráðra próftaka þann 29. júní 2011. Greiðsluseðlar verða eingöngu sendir út vegna prófa sem verða haldin. Ekki er hægt að skrá sig úr prófi eftir 29. júní 2011 og greiðsluseðlar eru ekki felldir niður. Reykjavík, 14. maí 2011. Prófnefnd verðbréfaviðskipta Auglýsingasími Strandgötu 46c, 735 Eskifirði, sími 476 0091 Hársnyrtistofan Lydía ehf á Eskifirði er til sölu Stór og björt stofa með 6 stóla og 2 vaskastóla Mjög góður rekstur Eina stofan á staðnum Upplýsingar veitir María Anna í síma 863-6151
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.