Fréttablaðið - 14.05.2011, Síða 96

Fréttablaðið - 14.05.2011, Síða 96
14. maí 2011 LAUGARDAGUR52 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. að lokum, 6. úr hófi, 8. hnappur, 9. óhreinindi, 11. samanburðarteng., 12. kompa, 14. dimmt, 16. samtök, 17. stansa, 18. bjálki, 20. tveir eins, 21. ættgöfgi. LÓÐRÉTT 1. tónlistarstíll, 3. kúgun, 4. tundur, 5. persónufornafn, 7. þreifiangi, 10. stúlka, 13. útsæði, 15. þráður, 16. sigað, 19. pfn. LAUSN LÁRÉTT: 2. loks, 6. of, 8. kví, 9. kám, 11. en, 12. klefi, 14. myrkt, 16. aa, 17. æja, 18. tré, 20. uu, 21. tign. LÓÐRÉTT: 1. rokk, 3. ok, 4. kveikju, 5. sín, 7. fálmari, 10. mey, 13. fræ, 15. taug, 16. att, 19. ég. Nýverið kallaði stjórnmálamaður annan stjórnmálamann fasistabelju. Ummæl- in vöktu af einhverjum ástæðum athygli. Ýmsum þótti sem þarna kvæði við nýjan tón í pólitískri umræðu rétt eins og góð og gegn níðyrði á borð við „gunga“, „drusla“ og „skítlegt eðli“ og ljót orðasull á borð við „afturhaldskommatittur“ hafi aldrei heyrst úr þessum ranni áður. Staðreyndin er auð- vitað sú að fólk er löngu orðið vant því að íslenskir stjórnmálamenn tali eins og óvenju orðljót börn og er hætt að kippa sér upp við það. Verra er þó að fólk virðist vera orðið samdauna þessu og nánast farið að telja orðfæri af þessu tagi eðlilegt á vettvangi stjórnmálanna. Einkum er þetta slæmt vegna þess að það kemur í veg fyrir að sú áhugaverða mannfræði- pæling sé tekin til umræðu hvort barna- legasta fólk á Íslandi veljist í pólitík eða hvort það sé pólitíkin sem geri heilbrigt fólk svona barnalegt. SKV. Íslenskri orðabók er fasismi „þjóðernis- sinnuð stjórnmálastefna“ sem m.a. er „andstæð lýðræðisskipan“ og „með áherslu á forræði ríkis- ins og öflugs leiðtoga þess með miklu lögregluvaldi á öllum sviðum.“ Þetta er skemmtilegt vegna þess að þingmaðurinn, sem lét orðið falla, sagði einmitt á sínum tíma skilið við lýðræðislega grasrótar- hreyfingu, sem hann var kjörinn á þing til að sitja fyrir, til að ganga til liðs við þá stjórnmálahreyfingu þar sem andstaðan er hve einörðust við að þjóðin fái sjálf að ráða fram úr helsta málefninu sem varðar framtíð hennar. Nýi flokkurinn er auk þess afar hlynntur forræði ríkisins á mörgum sviðum og auknu eftirliti, t.d. með fjölmiðl- um og veraldarvefnum. Hér mætti því láta gamminn geysa um flísar og bjálka, grjót og glerhús, en ég ætla að láta það ógert. ÞESS í stað langar mig að taka upp hansk- ann fyrir blessaðar kýrnar. Staðreyndin er nefnilega sú að erfitt er að benda á nokkra lífveru sem er lausari við fasískar til- hneigingar en blessuð kýrin. Göfugari og meinlausari rólyndisskepna er varla til. Kýr sletta úr klaufunum einu sinni á ári og þá af einskærum fögnuði yfir því að fá að njóta sólarblíðu og útiveru. Í minni sveit var tvennt sem stappaði nærri guðlasti að bölva: sólin og kýrnar. ORÐIÐ lýsir því algerri vanþekkingu, bæði á fasisma og kúm. Þær eiga betra skilið, blessaðar skepnurnar, en að vera kenndar við fasisma, hvað þá að vera líkt við íslenskan stjórnmálamann. Blessaðar skepnurnar Ofbeldi, gjöriði svo vel. Ofbeldi er ólíðandi, ofbeldi er heimskt, ofbeldi lætur mér líða illa. Ofbeldi er engin lausn, fólk sem notar ofbeldi er raggeitur! Fólk sem notar ofbeldi er heimskt! Takk. Svoleiðis fólk langar mig til að gefa einn á kjammann! Hahahaha, þú endar á því að segja.... Á ég að snúa þig niður með valdi?! Gjöriði svo vel. Pierce, taktu merki-pennann minn! Ekki málið. Mig langar að skrifa nafnið hennar Söru á upphandlegginn á mér og láta það líta út eins og húðflúr. Svona.... Og búið! Þú tekur eftir því að ég notaði lítið letur... Ég verð að fara að lyfta. „Ef gullgæsin tæki upp á því að verpa gullegginu í dag.“ Sjáðu þennan fallega stein sem ég ætla að gefa mömmu í afmælisgjöf. Flott Ég bjó til hjartalagað kort með 64-litum og frumsömdu ljóði sem nær alveg niður. Ekki taka þetta of persónulega, konur setja markið hátt hvað gjafir varðar. Getur þú neitað því að hafa notað ólögleg lyf? Starfsemi LSS á árinu 2010 Fjárhæðir í milljónum króna Breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris 31.12 2010 2009 A-deild V-deild S-deild Samtals Samtals Iðgjöld 4.595 987 95 5.677 5.416 Lífeyrir -595 -32 -76 -703 -687 Fjárfestingartekjur 1.629 221 76 1.926 3.785 Fjárfestingargjöld -66 -9 -5 -79 -60 Rekstrarkostnaður -88 -12 0 -100 -81 Hækkun á hreinni eign á árinu 5.474 1.156 90 6.720 8.373 Hrein eign frá fyrra ári 36.263 4.734 973 41.970 33.597 Hrein eign til greiðslu lífeyris 41.737 5.890 1.062 48.689 41.970 Efnahagsreikningur A-deild V-deild S-deild 2010 2009 Fasteign, rekstrarfjármunir og aðrar eignir 113 16 0 129 133 Verðbréf með breytilegum tekjum 10.329 1.458 346 12.133 12.790 Verðbréf með föstum tekjum 23.769 3.354 519 27.642 20.512 Veðlán 5.306 749 0 6.054 5.965 Bankainnistæður 1.130 159 192 1.481 1.775 Aðrar fjárfestingar 370 52 0 422 19 Kröfur 457 65 0 522 348 Aðrar eignir 320 45 12 377 473 Skuldir -56 -8 -7 -71 -45 Hrein eign til greiðslu lífeyris 41.737 5.890 1.062 48.689 41.970 Kennitölur ársins 2010 A-deild V-deild S-deild I S-deild II S-deild III Nafn ávöxtun 3,9% 3,9% 6,3% 10,4% 6,6% Hrein raunávöxtun 1,2% 1,2% 3,6% 7,6% 3,8% Hrein raunávöxtun – 5 ára meðaltal -0,2% 0% 0,2% 2,7% 5% Fjöldi sjóðfélaga 9.510 3.498 238 69 65 Fjöldi lífeyrisþega 1.385 260 38 4 15 Rekstrarkostnaður í % af eignum 0,2% 0,2% 0% 0,1% 0,1% Eignir í íslenskum krónum í % 81,8% 81,8% 65,9% 89,5% 100% Eignir í erlendum gjaldmiðlum % 18,2% 18,2% 34,1% 10,5% 0% Eign umfram heildarskuldbindingar í % -11,4% -5% Eign umfram áfallnar skuldbindingar í % -4,6% -4,6% Ársfundur 2011 Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga verður haldinn fimmtudaginn 26. maí kl.16.00, í sal BHM að Borgartúni 6, Reykjavík. Stjórn og framkvæmdastjóri Í stjórn lífeyrissjóðsins eru Karl Björnsson stjórnarformaður, Elín Björg Jónsdóttir, Garðar Hilmarsson, Gerður Guðjónsdóttir, Kristbjörg Stephensen og Salóme E. Þórisdóttir. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Jón G. Kristjánsson. Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími: 5 400 700 www.lss.is Birt með fyrirvara um prentvillur Ársreikning LSS 2010 má sjá í heild sinni á heimasíðu LSS: www.lss.is Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.