Fréttablaðið - 23.06.2011, Síða 28

Fréttablaðið - 23.06.2011, Síða 28
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR2 Þetta eru aðallega nærföt, sund- föt og samfellur,“ segir Gígja Ísis um útskriftarlínuna sem vakti mikla athygli á útskriftarsýningu fatahönnunarnema LHÍ á dögun- um. „Svo er ég líka með kjóla og jakka að ógleymdum fylgihlut- unum, sem eru sokkar, hanskar og skór.“ Skór eru sérstakt áhugaefni Gígju Ísisar og hlaut hún styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna til að þróa hinn íslenska sauð- skinnsskó yfir í nútímalegt form. „Það er þriggja mánaða verkefni sem ég ætla að vinna að í sumar,“ segir hún. „Ég hef mikinn áhuga á að gera skó og langar að fara út í skóhönnun. Þegar ég var að vinna útskriftarlínuna og gera skóna við hana fékk ég þessa hugmynd um sauðskinnsskóna og ákvað að sækja um styrk til að þróa hana, sem ég svo fékk. Mér finnst sauðskinnsskórnir kjörnir til að rannsaka og vinna með, þar sem þeir eru séríslenskt fyrirbæri.“ Gígja Ísis segist eiga í við- ræðum við framleiðanda um framleiðslu skónna, en það sé ekki komið á það stig að hún vilji gefa upp nein nöfn. „Þetta er allt í mótun ennþá, svo ég vil ekki segja meira í bili.“ Gígja Ísis stefnir á að fara í starfsnám erlendis og er á kafi í umsóknavinnu þessa dagana. „Ég ætla að reyna að komast í starfsnám á næstu misserum og síðar mun ég svo sérhæfa mig innan fatahönnunar- geirans og þykir líkleg- ast að skóhönnun verði fyrir valinu,“ segir hún, en henni liggur ekki lífið á, því á útskriftar- daginn 11. júní varð hún 22 ára. Hefur fatahönnun alltaf vakið áhuga henn- ar? „Ég var alltaf mjög skapandi sem krakki, en fékk ekki áhuga á fatahönn- un fyrr en ég var 17 ára. Þá var ég í Danmörku um tíma og fór á nám- skeið hjá dönsk- um hönnuði, kol- féll fyrir faginu og eftir það varð ekki aftur snúið.“ fridrikab@frettabladid.is Jakki, samfella og sokkar úr útskriftarlínu Gígju Ísisar. Hönnun Gígju Ísisar vakti mikla athygli á útskriftarsýningu fatahönnunarnema við LHÍ. MYND/BRYNJAR SNÆR Gígja Ísis Guðjónsdóttir fór á námskeið hjá dönskum fatahönnuði og kolféll fyrir faginu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þróar nýja sauðskinnsskó Gígja Ísis Guðjónsdóttir útskrifaðist úr fatahönnunardeild LHÍ nýlega. Hún hefur mörg járn í eldinum og vinnur nú að því að rannsaka og þróa hinn íslenska sauðskinnsskó og hanna nútímaútgáfur af honum. Íslenskir fatahönnuðir í miðbænum hafa opið til kl. 21 í kvöld í tilefni Jónsmessunætur. Verslanirnar Birna, Forynja, Gust, Hanna, Ígló, Kalda, Kiosk, Kurl, Mundi, og Nostrum verða með nýjar sumarvörur og léttar veitingar. Sumar- útsalan er hafin 30 - 70% afsláttur Lín Design Laugavegi 176 Sími 5332220 www.lindesign.is Rýmum fyrir nýjum vörum 30% afsláttur af öllu í verslun sendum frítt úr vefverslun www.lindesign.is Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517-6460 www.belladonna.is vertu vinur á facebook Erum fluttar í Skeifuna 8 Alltaf eitthvað nýtt og spennandi Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.