Fréttablaðið - 23.06.2011, Page 62

Fréttablaðið - 23.06.2011, Page 62
23. júní 2011 FIMMTUDAGUR50 BESTI BITINN Í BÆNUM „Ég fer nú yfirleitt ekki á neina flotta staði, svo það er örugglega bara Subway. Atli Sigursveinsson, gítarleikari Endless Dark „Ég veit ekkert hver er að gera þetta,“ segir Páll Óli Ólason sem hefur slegið í gegn á síðunni Flickmylife.com að undanförnu. Þar hefur ljósmynd af honum verið klippt á skondinn hátt inn í ýmsar kringumstæður. Má þar nefna atriði úr gamanmyndinni Forr- est Gump, nautaat, skautadans og morðið á Lee Harvey Oswald, bana- manni Johns F. Kennedy, fyrrum Bandaríkjaforseta. Páll Óli spilar fótbolta með Árborg í 1. deildinni. Myndin af honum var tekin þegar hann stillti sér upp í varnarvegg í æfinga- leik gegn Reyni Sandgerði í vor. Á meðan félagar hans í veggn- um voru í hinum ýmsu stelling- um þegar spyrnan var tekin stóð hann, að því er virtist óttalaus, og beið eftir skotinu. Myndin birtist fyrst á síðunni Fotbolti.net en eftir það hefur útklippt myndin af Páli Óla öðlast nýtt líf á Flick My Life. „Mér er svo sem sama,“ segir hann um birtinguna. „Ég er sem betur fer ekki eins og fífl á myndinni. Þetta var svo léleg aukaspyrna að ég þurfti ekki að hreyfa mig neitt.“ Aðspurður segist hann ekki vera að íhuga málsókn vegna myndarað- arinnar, líkt og Ásgeir Kolbeinsson íhugaði fyrr á árinu þegar einkalíf hans var orðið óþægilega áberandi á síðunni. „Hann fór upp í fimmtíu og eitthvað. Hann var ekki par sátt- ur skilst mér en ég hef bara gaman af þessu. Þarna er ekkert verið að taka líf mitt og draga mann eitt- hvað niður,“ segir Páll Óli hress. freyr@frettabladid.is PÁLL ÓLI ÓLASON: SEM BETUR FER ER ÉG EKKI EINS OG FÍFL Fótboltastrákur úr Árborg slær í gegn á Flick My Life Í VARNARVEGG Páll Óli, lengst til hægri, sallarólegur og svipbrigðalaus í varnarveggnum. MYND/GKS Pétur Ben, Toggi, Svavar Knútur og Matthías Baldurs- son ætla að frumflytja eigin lög við sálma Sigurbjörns Einarssonar á tónleikum í Lindakirkju 30. júní. Tón- leikarnir verða haldnir í tilefni þess að biskupinn fyrr- verandi hefði orðið 100 ára þennan sama dag. „Guðni Már prestur í Lindakirkju er gamall vinnu- félagi minn og kunningi. Ég hef alltaf haldið svolítið upp á hann og hann tékkaði hvort ég væri til í þetta,“ segir Toggi, sem var upptekinn við að reyta arfa þegar Fréttablaðið hafði samband, enda eigandi garðyrkju- fyrirtækis. „Það er gaman að prófa eitthvað annað og þurfa ekki að eyða tíma í textagerð. Ég er í smá biðstöðu með mína tónlist. Ég er eiginlega búinn með plötu en er ekki að fara að gefa hana út strax þannig að það er fínt að hafa eitthvað annað að dunda sér við,“ bætir hann við. Lagið er við sálminn Hjá Guði og var Toggi, sem samdi hið vinsæla Þú komst við hjartað í mér, ekki lengi að hrista það fram úr erminni. „Ég samdi það bara um kvöldið og tók það upp á símann minn,“ segir hann. „Ég er ekkert trú- aður sjálfur en ekkert öfgavantrúaður heldur. Ég er meira leitandi. En mér finnst lög við sálma mjög flott.“ Á meðal annarra sem koma fram í Lindakirkju eru Ellen Kristjáns- dóttir, Regína Ósk, Erna Kirstin Blöndal og Gospeltónar. Miðaverð er 2.000 krónur og hefst miðasala í Kirkjuhúsinu 27. júní kl. 10. Jafn- framt verður hægt að kaupa miða í Linda- kirkju 28. til 30. júní. - fb Samdi lag við sálm Sigurbjörns „Ég held að það hafi verið redding hjá leikstjóranum að fá mig í þetta hlutverk en við þekkjumst vel eftir tökurnar á Óróa,“ segir Atli Óskar Fjalarsson en þegar Fréttablaðið náði af honum tali var hann stadd- ur á Akureyri þar sem tökur eru nýhafnar á gamanþáttaröðinni Hæ Gosi. Atli Óskar vakti verðskuldaða athygli á síðasta ári fyrir leik sinn í unglingamyndinni Óróa en þetta er í fyrsta sinn sem hann leikur í sjónvarpsþáttum. Hlutverk Atla í Hæ Gosa er frekar óvanalegt en hann bregður sér í gervi gothar- ans, Jasons, með tilheyrandi útlits- breytingum. „Ég er að fara út fyrir minn þæg- indaramma en það er bara hress- andi. Jason er mjög fyndin týpa sem léttir aðeins söguþráð þátt- anna,“ segir Atli en hann þarf að lita hárið á sér svart, gera húðina hvíta, naglalakka sig og hlaða á sig skartgripum til að koma sér í hlutverkið. „Ég hef lúmskt gaman af því að bregða mér í búninginn og get fullyrt að þetta er í fyrsta skipti sem ég set sjálfviljugur á mig naglalakk.“ Atli Óskar vinnur í sumar hjá símafyrirtækinu Tali en segir að það hafi verið lítið mál að fá frí í nokkra daga. „Ég hef það mjög gott hérna, fæ meira að segja að vera einn í herbergi. Þar eru 50 svört handklæði og litaflokkað M&M. Svo er ég líka með einkabílstjóra sem keyrir mig hvert sem ég vil. Þetta er frábært,“ gantast Atli Óskar. Önnur þáttaröð sjónvarps- þáttanna Hæ Gosi fer í loftið í haust á Skjá einum. - áp Lúmskt gaman að vera gothari SVARTKLÆDDUR Leikarinn Atli Óskar Fjalarsson er óþekkjanlegur í gervi sínu. VINSÆLL Á NETINU Útklippt mynd af Páli Óla Ólasyni hefur verið vinsæl á síðunni Flickmylife.com að undanförnu. FLYTUR NÝTT LAG Toggi frum- flytur lag við sálminn Hjá Guði eftir Sigurbjörn Einarsson í Lindakirkju 30. júní. Nýtt! Hvað ætlar þú að hafa í matinn? Rakarastofan Klapparstíg S: 551 3010 FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN MEIRA SJÓNVARP Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á Vísi. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.