Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1960, Qupperneq 25

Faxi - 01.12.1960, Qupperneq 25
F A X I 169 Verkstjórn í vaxandi bœ Viðtal við Árna Þorsteinsson, bœjarverkstjóra Keflavíkurbær hefur vaxið ört á undan- förnum árum. Þessum öra vexti, sem nálgast að vera einsdæmi hér á landi, valda tvær meginástæður. Onnur er lega staðar- ins við auðug fiskimið, sem hafa laðað hingað fjölda manns, hin er nábýlið við Keflavíkurflugvöll, þessa miklu clondik Suðurnesja, sem með töfrabrögðum gulls og ævintýra hópaði landsfólkinu hér sam- an til búsetu. Þetta gífurlega aðstreymi fólks orsakaði útþenslu bæjarins, sem út- heimti vaxandi framkvæmdir við upp- byggingu hans. Eins og gefur að skilja, hefur verkstjórn bæjarins af framangreind- um ástæðum verið umfangsmikil og vandasöm. Fyrir ári síðan var Árni Þor- steinsson skipstjóri ráðinn verkstjóri Keflavíkur, og hefur hann leyst það starf af hendi með mikilli prýði. Árni er fædd- ur í Gerðum í Garði 14. nóv. 1908, sonur hjónanna Guðnýjar Vigfúsdóttur og Þor- steins Arnasonar húsasmiðs, sem þar bjuggu lengi. — Þar stundaði Árni sjó- mennsku frá blautu barnsbeini á opnum bátum. Er hann varð 15 ára hóf hann störf við vélbáta í Sandgerði, fyrst hjá Halldóri í Vörum. Atján ára breytti Arni til, fór þá til Reykjavíkur og byrjaði þar járnsmíðanám með það fyrir augum, að fara í Vélstjóraskólann. En samkvæmt inn- tökuskilyrðum hans, áttu nemendur að hafa verið ákveðinn tíma sem kyndarar á gufuskipi og fékk nú Arni í þessu skyni leyfi frá járnsmíðanáminu. En þegar til kom, þoldi hann illa hitann í kyndiklef- anum og hvarf af þeim sökum frá frekara námi á þessu sviði, samkvæmt ráðlegging- um læknis. Arni var samt ekki af baki dottinn, hvað sjómennskuna snerti. Hann hélt áfram að stunda sjóinn, var á ýmsum skipum, bæði togurum og mótorbátum. Árið 1929 tók hann svo kallað „pungapróf", sem veitti réttindi til skipsstjórnar á allt að 60 tonna bátum. A þessum tímum var mjög erfitt að fá réttindi til skólans, sakir fæðar á stórum þar til hæfum skipum. Háði þetta mjög ungum sjómannsefnum að ljúka tilskild- um prófum og var Árni einn í þeirra hópi. En að sigruðum öllum þessum erfiðleik- um, varð hann stýrimaður á ýmsum bát- Árni Þorsteinsson um, mest þó á skipum Ingvars Guðjóns- sonar. Arið 1933 varð Arni stýrimaður hjá föðurbróður sínum, Kristni Árnasyni, á síldveiðum fyrir Norðurlandi. Um sumar- ið vildi það óhapp til, að Kristinn fót- brotnaði og tók Arni þá við skipstjórn- inni á bátnum. Fórst honum það vel úr hendi og upp frá því stjórnaði hann skip- um, bæði frá Sandgerði og Keflavík, um 26 ára skeið, eða þar til haustið 1958, er hann hætti sjómennsku. Fór Árni þá á námskeið í Reykjavík, sem veitti réttindi til ferskfiskmats. Réðist hann þá sem verkstjóri til Fiskiðjunnar í Keflavík og starfaði þar tvær vertíðir. Vorið 1959 var Malbikun í Keflavík hann svo ráðinn verkstjóri Keflavíkurbæj- ar og hefur gegnt því starfi síðan, eins og fyrr er að vikið í þessari grein. Samkvæmt ósk Faxa, er Arni nú stadd- ur hér og svarar nokkrum spurningum, sem ég legg fyrir hann, varðandi fram- kvæmdir bæjarins. — Hvernig fellur þé starfið? — Að ýmsu leyti vel. Starfið er náttúr- lega erilsamt og krefst mikillar natni og umhugsunar. Verra tel ég hitt, að þó að maður sé allur af vilja gerður, er erfitt að gera öllum að skapi, en flestir virðast hafa hér nokkuð til mála að leggja. Starfið er sem sé nokkuð vanþakklátt. — Það mun orðið býsna margt, sem þú hefur haft um að sýsla síðan þú tókst við? — Já, víst er um það. Aðalaverkefnið og það tímafrekasta hefur þó alltaf verið holræsagerð og vatnslagnir, nýbygging gatna og annað, sem hinn ört vaxandi bær hefur útheimt. T. d. höfum við í sumar lagt skólp- og vatnslagnir í tæpan kíló- meter í mjög erfiðu landi, þar sem svo að segja hefur þurft að sprengja hvern meter. Þá hefur einnig þurft að viðhalda eldri götunum og mannvirkjum bæjarins. — Hvað um aðrar framkvæmdir? — Síðan ég tók við hafa bæði Faxabraut og Hringbraut verið malbikaðar, eins og sagt var frá á sínum tíma hér í blaðinu, og nú er verið að undirbúa Tjarnargötu fyrir malbik. Vona ég, að því verki ljúki senn, og munum við þá byrja á Vatnsnesvegin- um í sama tilgangi, og þar á eftir sennilega Skólavegi, því meiningin er, hvort sem það tekst eða ekki, að hafa allar þessar götur tilbúnar undir malbik fyrir næsta sumar. í þessu sambandi er vert að geta þess, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.