Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1986, Page 9

Faxi - 01.12.1986, Page 9
Ingólfur Aðalsteinsson Sameining raíveitna og hitaveitu á Suðumesjum — flutt á vetrarfundi SÍH og SÍR 13. nóv. 1986 Fyrir alllöngu kom upp sú hug- mynd meðal manna á Suðumesj- um, að hagkvæmt væri að sam- eina rafveitumar og hitaveituna. Þessi hugmynd var rædd á nokkr- um fundum og vom menn ekki á eitt sáttir um ffamkvæmdina. Um nokkurn tíma leggjast umræður niður, og það er fyrst í lok árs 1984 að teknar em upp ,,alvarlegar“ viðræður milli hitaveitunnar og sveitarfélaganna um sameiningu. Allar rafveitur sveitarfélaga á Suðumesjum sameinast Hita- veitu Suðumesja á árinu 1985 og skal sameinginlegur eignarhluti sveitarfélaganna í Hitaveitu Suð- umesja vera 80%, en var áður 60%, jafnframt minnkar hlutur ríkisins í 20%. Frá sameiningardegi yfirtekur Hitaveita Suðurnesja öll stofn- kerfi rafveitnanna, þ.e. dreifi- kerfi, spennistöðvar og stýrikerfi og annast frá þeim tíma dreifmgu og sölu raforku á orkuveitusvæði rafveitnanna. Stofnkerfi rafveitn- anna skulu metin sem næst því veiði sem þau em bókfærð á í heild hjá rafveitunum. Verðið skal vera hlutfallslega hið sama hjá öll- um veitunum og miðast við 1. Keflavík Kr. 82.512.000.- 2. Njarðvík — 27.372.000,- 3. Grindavík — 23.832.000,- 4. Miðneshreppur ... — 14.916.000.- 5. Gerðahreppur — 12.936.000,- 6. Vatnsleysustr.hr. . - 7.620.000. Samtals Kr. 169.188.000.- |fj 4 iy • S.I mx\ Pt WBr.. UéJ ákveðið verð á íbúa hvers sveitar- félags. Verðið er ákveðið kr. 12.000 á hvem íbúa miðað við 1. júlí 1985 og skal skiptingin byggð á íbúatölu 1. des. 1984. Úr því dæmi komu eftirfarandi verð- mætatölur hverrar veitu: (Sjá töflu). í samningnum er ennfremur gert ráð fyrir því að sérstakt samkomu- lag verði gert milli hitaveitunnar og hverrar rafveitu fyrir sig um kaup á efnisbirgðum, áhöldum, tækjum og öðrum sérhæfðum búnaði. Þá skal samið um innheimtu eldri orku- reikninga. Samkomulag þetta tók gildi 1. júlí 1985. í raun varð það þó svo, að hitaveitan hóf ekki smásölu rafmagns fyrr en 1. okt. 1985. Jafhframt þessum samningi var gerður samningur við Iðnaðarráðu- neytið um kaup Hitaveitu Suður- nesja á 33 KV og 66 KV aðveitulínu frá Elliðaám til Suðumesja auk rið- breytistöðvar spennistöðva og há- spennulína og annarra mannvirkja RARIK á Suðumesjum. Með lögum ffá 18. maí 1984 „veit- ir iðnaðarráðherra Hitaveitu Suður- nesja einkaleyfi til starffækslu raf- veitu á starfssvæði hennar eftir því sem um semst við einstök sveitarfé- lög og ríkissjóð um yfirtöku á veitu- kerfi þeirra", eins og það er orðað í lögunum. Þar með hefur Hitaveita Suðumesja öðlast einkarétt á dreif- ingu hita og raforku á Suðumesj- um. Með framanskráðum samning- um hefur verið stigið skref, sem á sér ekki fordæmi í sögu íslenskra orkumála. Við sameiningu renna FAXI 285

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.