Faxi - 01.12.1990, Síða 6
Oddur Einarsson.
ur varast að leggja hendur í skaut,
þá fyrst hefst vinnan fyrir alvöru. Eg
vænti þess að þið hafið tekið eftir
fréttaflutningi af áliti Byggðastofn-
unar á því hve margt starfsfólk í
þessari verksmiðju kæmi frá Suður-
nesjum og hve mörg viðbótarstörf
mynduðust við það á Suðurnesjum.
Við erum að sjálfsögðu algerlega
ósammála þessu áliti, en það gæti
vel farið svo að Byggðastofnun
reyndist hafa rétt fyrir sér ef við
höldum ekki vöku okkar. Við þurf-
um að gera ýmsar ráðstafanir til
þess að svo fari ekki, og við þurfum
að byrja strax. Við þurfum að gera
öllum okkar fyrirtækjum sem hugs-
anlega eiga möguleika á að takast á
hendur verkefni við byggingu, við-
hald og annað tengd verksmiðjunni
Ijóst hvaða skilyrðum þau verða að
fullnægja til að eiga slíka mögu-
leika. Svo tekið sé eitt dæmi þá er
ekki nóg að benda á að hér sé fjöldi
verksmiðja ef síðan kemur í Ijós að
vélsmiðjur í Hafnarfirði eru búnar
að afla sér þeirrar sérþekkingar sem
krafist er að þær hafi til að fá verk-
efni en okkar vélsmiðjur hafa ekk-
ert gert. Þannig gæti ég haldið
áfram að telja lengi. Sveitarfélögin
þurfa að búa sig undir að ásókn auk-
ist í lóðir, bæði íbúðarhúsa- og iðn-
aðarlóðir. Þau þurfa að standa klár
að því að slíkar lóðir séu til, og að
þær séu með skilmálum sem fólk
sættir sig við. Það þýðir ekkert að
eiga fullt af lóðum fyrir stór einbýlis-
hús á tveimur hæðum þegar ekkert
selst nema lítil hús á einni hæð. Það
þýðir ekkert að eiga fullt af iðnaðar-
lóðum á stað þar sem eru 20 metrar
niður á fast, eða þar sem einhverjir
aðrir fráhrindandi annmarkar eru
augljósir. í stuttu máli sagt þá verð-
um við að gera allar þær ráðstafanir
sem eru í okkar valdi til að nýta okk-
ur margfeldisáhrifin sem best við
getum. En það er fleira sem við
verðum að gera. Það er alveg ljóst
að fögnuður yfir álveri á Suðurnesj-
um er ákaflega mismikill. Við skul-
um gera okkur alveg Ijóst að þeir at-
vinnurekendur á Suðurnesjum sem
verða að keppa við álverið um
vinnuafl eru alls ekkert yfir sig kátir.
Þeirra erfiðleikar munu alls ekkert
minnka ef álverið verður staðsett
hér, þvert á móti munu þeir ef til vill
aukast. Við þessu þarf að bregðast,
það má ekki gerast að aðrir atvinnu-
vegir bíði skaða af komu álversins,
þess vegna eigum við að leggja ofur-
áherslu á að laða hingað fólk og
auka þar með framboð vinnuafls til
að reyna að koma í veg fyrir að
þensluáhrif álversins verði skað-
vænleg fyrir þau atvinnufyrirtæki
sem fyrir eru á svæðinu.
En nóg um álver því lífið er ekki
eintóm álver. Ég sagði áðan að það
þyrfti að viðhafa skipulagða kynn-
ingarstarfsemi þar sem Suðurnesin
og það sem þau hafa upp á að bjóða
væri kynnt, en þetta er ekki nóg,
það þarf einnig að hafa allar uppýs-
ingar um markaði fyrir framleiðslu-
vörur bæði innan lands og á heims-
markaði í gegnum tölvubanka. Það
þarf að hafa upplýsingar um fjár-
mögnun nýrra fyrirtækja og hvern-
ig hún fer fram, bæði útvegun láns-
fjár hversu mikið er skynsamlegt að
fjármagna með lánsfé, útvegun
hlutafjár á almennum markaði fyrir
fyrirtæki sem fullnægja skilyrðum
um slíkt. Mynda þarf góð og traust
tengsl við fjárfestingalánasjóði og
banka. Jafnvel er hugsanlegt á þess-
um síðustu og verstu tímum þegar
erfiðlega gengur að koma fé bank-
anna í útlán að þessar stofnanir
vildu gerast aðilar að stofnun á veg-
um sveitarfélaganna sem hefði
þessa fyrirgreiðslu með hendi. Sá
möguleiki er einnig fyrir hendi að
sveitarfélögin mynduðu með sér at-
vinnuþróunarsjóð sem lánaði fé í
einhyerjum mæli án þess að taka
það sem venjulegir bankar og sjóðir
mundu kalla „viðunandi trygging-
ar“. Slíkt er þekkt meðal sveitarfé-
laga og getur komið sér vel þegar
athafnamenn hafa góðar hugmynd-
ir sem líklegar eru til að geta orðið
arðskapandi ef þær komast í fram-
kvæmd, en geta ekki lagt fram
venjubundnar fasteignaveðtrygg-
ingar.
I stuttu máli, sveitarfélögin eiga
að sameinast um að móta vandaða
atvinnustefnu. Við eigum að starfa
með eitt markmið, að hagur Suður-
nesjabúa verði aldrei aftur fyrir
borð borinn, heldur heyrist héðan
ein sterk rödd sem gerir það að
verkum að hlustað er á hana hvort
sem umræðan stendur um stóriðju-
mál, kvótamál eða hvað annað sem
snertir okkar hagsmuni. Við höfum
allar forsendur til að geta sagt að
best sé að búa á Suðurnesjum og ef
við stöndum saman í þessu máli eins
og við höfum gæfu til að standa
saman í öðrum þá mun ekki líða á
löngu þar til ekki aðeins við vitum
að það er best að búa að Suðurnesj-
um heldur vita allir landsmenn það.
Umhverfismál
Maanús Guðjónsson
heilbrigðisfulltrúi
Umhverfismál hafa mjög verið í
brennidepli nú upp á síðkastið. Iðn-
væðing vestrænna ríkja síðustu ára-
tugi og virðingarleysi þeirra fyrir
umhverfinu hefur leitt af sér tröll-
aukin mengunarvandamál, sem
engin landamæri virða. Á hverjum
degi er þúsundum tonna af um-
hverfishættulegum efnum veitt í ár,
vötn og sjó. Reykspúandi verksmiðj-
ur forpesta ekki aðeins nánasta um-
hverfi sitt, heldur berst mengunin
með vindum til fjarlægra staða og
spillir þar lífríkinu. Menn gera sér
nú grein fyrir, að ef fer sem horfir,
verður jörðin óbyggileg niðjum okk-
ar.
Við íslendingar erum blessunar-
lega lausir við mörg þau vandamál
sem hér var drepið á. En það er
ekki vegna þess að við berum meiri
virðingu fyrir umhverfi okkar en
aðrir. Skýringin er sú að stærð
landsins, fámennið og tiltölulega lít-
il iðnvæðing hafa forðað okkur frá
stærri umhverfisspjöllum, ef frá er
talin gróðureyðing af völdum búfjár.
En nú er svo komið að þetta hjálpar
okkur ekki lengur. Stóraukin notk-
un umhverfisskaðlegra efna hér á
landi nú síðustu ár kallar á aðgerðir
til verndar umhverfinu. En hvernig
snýr þetta við okkur Suðurnesjabú-
um.?
Vatnsmál
Ein okkar stærsta auðlind er
grunnvatn Reykjanesskagans. Þessa
auðlind þarf að vernda með öllum
tiltækum ráðum. Nýsamþykkt
svæðisskipulag fyrir Suðurnes er
vissulega skref í rétta átt. En meira
þarf til. Auka þarf eftirlit með vatns-
verndarsvæðunum og setja reglur
um vatnstöku, umferð og starfsemi
sem þar verður leyfð. Grunnvatnið á
Reykjanesi er al.veg sérstaklega við-
kvæmt fyrir mengun. Mengunar-
óhapp á einum stað getur spillt
grunnvatni á margra ferkílómetra
svæði. Sú staðreynd að stór hluti af
grunnvatninu á utanverðu Rosm-
hvalanesi er mengað lífrænum leysi-
efnum, ætti að vera okkur víti til
varnaðar. Sveitarfélögin verða að
marka stefnu í verndun grunnvatns-
ins og helst fela eftirlitið einum aðila
t.d. sameiginlegu vatnsverndarfé-
lagi.
Frárennsli
íslendingar hafa hvatt sér hljóðs á
alþjóðavettvangi og lýst yfir áhyggj-
um sínum af vaxandi mengun hafs-
ins. Þeir hafa gagnrýnt losun hættu-
legra efna í sjó og umferð kjarn-
orkuknúinna skipa og telja að
mengunarslys geti ógnað fiskistofn-
un í N-Atlantshafi. En í þessari gagn-
rýni er þó ofurlítill holur tónn. Við
sjálfir höfum nefnilega ekkert gert
til að hindra mengun sjávar frá okk-
Magnús Guðjónsson.
ar eigin þéttbýlisstöðum, jafnvel þó
að mikilvægustu hrygningarsvæði
okkar nytjafiska sé á grunnslóð hér
skammt fyrir utan. Stór hluti íslend-
inga er haldinn þeirri firru að sjór-
inn taki endalaust við okkar úr-
gangi. En ætli allt skólpið sem við
veitum í sjó sé hættulaust fyrir klak-
ið? Skyldi klóreruð þvottaefni, sýra,
lútur, málningarafgangar, fúavarn-
arefni, olía, terpentína og önnur
leysiefni, sem hellt er í niðurföllin á
degi hverjum hafa skaðleg áhrif á
hrygningarsvæðin? Höfum við efni
á að bíða og sjá til?
Heilbrigðisnefndir hafa í mörg ár
vakið athygli sveitarstjórnarmanna
á ástandi frárennslismála hér á Suð-
urnesjum, en oftast talað fyrir dauf-
um eyrum. Fjörur í grennd við þétt-
býlisstaðina eru svo gerlamengaðar
að stórvarasamt er fyrir fólk, og þá
einkum börn, að ganga þar um.
Venjulegur fjörugróður er óðum að
hverfa, en slý og þörungagróður að
koma í staðinn.
í augum nágrannalanda okkar er-
um við ennþá á því stigi að skvetta
úr koppunum okkar út um glugg-
ann. Sú staðreynd að 80% af máva-
stofninum við strendur landsins ber
með sér salmónellasýkilinn endur-
speglar ástand frárennslismála.
í nýlegri mengunarvarnarreglu-
gerð eru gerðar kröfur um gróf-
hreinsun frárennslis og safnrásir nái
a.m.k. 5 m undir stórstraumsfjöru-
borð. Þetta er fyrsta skrefið í að
koma frárennslismálum í viðunandi
horf. Góðir sveitarstjórnarmenn,
það þarf pólitískt hugrekki til að
fara út í slíkar fjárfrekar fram-
kvæmdir, en það er pólitískt sjálfs-
morð að gera það ekki.
Sorp
Sveitarfélögin á Suðurnesjum
hafa, ásamt Varnarliðinu, rekið
sorpbrennslustöð síðan 1979. Ætl-
unin var að brenna öllu heimilis-
198 FAXI