Faxi - 01.12.1990, Page 12
AÐVENTAN
t Wtíctcc WLCCtCtt
Aðventan útleggst; eftirvænting,
það sem er tímabundið framundan.
Markmið sem keppt er að með mis-
munandi miklum undirbúningi. Pað
er sú aðventa sem við erum að búa
okkur undir nú ogendurtökum fyrir
hver jól, jólaföstumánuður.
Eins og líkami okkar er sífellt í
endurnýjun, eins þurfum við að
endurnýja hug okkar og handtök til
þess sem við væntum að geri
kröfur til okkar ogað við búum okk-
ur undir það sem við vitum að er
framundan, eins og t.d. jólin. Þess
vegna ætla ég aðsegja frá þeirri að-
ventu sem ég man best eftir og var
mín eigin því hver einstaklingur á
sína væntingu, sem svo aftur er
unnt að gera að hóp eða samtökum,
eins og þegar fjölskylda sameinast
um að gera jólaundirbúninginn sem
bestan bæði í orði og verki.
Þegar ég var lítill strákhnokki fyr-
ir um 65 árum, þá átti ég hvorki föð-
ur eða móður á lífi, þegar þau voru
látin var ég sendur til hjóna sem
áttu engin börn, þau urðu mér sem
bestu foreldrar. Ég hafði enga
krakka til að leika mér við og nokk-
uð var langt til næstu bæja. Það var
helst um helgar aðsamband var við
nágranna og þeirra börn. Þess
vegna var ég að mestu með full-
orðnu fólki og þá að leika mér ei-
samall. Þá voru engir peningar til að
kaupa fyrir leikföng eða sælgæti.
Þess vegna varð ég að reyna að búa
til sjálfur það sem mig langaði til að
eignast, og það Vcir oft erfitt því lé-
leg verkfæri voru á heimilinu svo
Guðmundur B. Jónssson.
sem annars staðar á þeim tímum
sem ég er að segja frá. Svo kom að-
ventan með sinn boðskap, að jólin
væru framundan með allan jóla-
föstumánuð til að undirbúa sig bæði
andlega og veraldlega, þess vegna
var í mörgu að snúast. Ég vissi að á
jólunum væri sú stóra stund þegar
sú aðventa rættist að Jesú barnið
hafi þá fæðst. Það var afmæli Jesús
sem var upphafið að öllu því sem til
stóð. Ég reyndi að hjálpa til við ýms-
an undirbúning, og stundum frekar
fyrir en til liðs. Ég gerði mér ekki
fyllilega ijóst að þetta sem hét að-
venta væri til að minna á þann und-
irbúning sem tilheyrði jólunum en
þó varð ég að leggja fram minn hlut
til að vera eins og aðrir á heimilinu,
ekki gat ég sótt visku í bækur eða þá
sem reynslu höfðu og varð því að
jBæjarstjóm
Njarðvíkur
óskar starfsmönnum
sínum svo og öllum
Njarðyíkingum
gleðilegra jóla og
farsceldar á komandi
árí og þakkar liðið ár
Bæjarstjóm Njarðvíkur
204 FAXI