Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1990, Page 15

Faxi - 01.12.1990, Page 15
Hitaveita Suðurnesja og Bláa lónid við Svartsengi eru ekki aðeins vel þekkt a SV- landi, heldur vítt um heim. Hitaveitan fyrir að sækja auð í iður jarðar og búa nágrönn- um sínum hagsæld. Bláa lónið er þekkt víð- ast hvar þar sem fólk nemur fréttir af heilsu- lindum, enda þangað leitað lækninga frá fjarlægum löndum. Urtartjörn fyrir botni Straumsvíkur er nær einstakt fyrirbæri. Þar er flóð og fjara eins og um venjulegt sjávarlón væri að ræða. En ferskvatnið sem flæðir þarna framundan hraunbreiðum skagans er léttara en sjórinn og flytur því ofan á sjávarföllum. Lítill hraunhóll, vestan vegar, nærri miðjum kerjaskála álverksmiðjunnar hefur fengið að standa nær óraskaður. I honum er kap- ellurúst heilagrar Barböru. A myndinni er stækkuð eftirlíking af líkneskjunni, sem fannst 1950 við uppgröft á kapellunni. t’ar er talið að vermenn víða að af landinu, sem gengu þar um, er þeir héldu til útróðra á ver- tíðum í viðsjálum verstöðum suður með sjó, hafi flutt guði sínum bæn um farsæla vertíð og að heimkoma að lokinni vertíð mætti verða hamingjurík. Grindavíkurhöfn hefur í seinni tíð orðið ein af umsvifamestu fiski- höfnum landsins og farmskip fá þar þjónustu í vaxandi mæli. Skrúðgarðurinn í Keflavík hefur orðið mörgum til yndisauka og sönnun þess að vel má gera sælu- reiti á Suðurnesjum — þó frekar hafi þau þótt hróstrug. Þarna eru höfuðstöðvar Sparisjóðs Keflavík- ur — en hann hefur átt ríkan þátt ■ að Suðurnesjamenn hafa getað búið sér hagkvæm og fögur heim- ili. FAXI 207

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.