Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1990, Side 17

Faxi - 01.12.1990, Side 17
mannlíf og atvinnuhætti, stórbrotna bændur og dulúöugar sagnir í Höfn- um, og nágrenni — meðal annars um síöasta konuránið á Islandi er beimiliskennarinn Oddur V. Gísla- son nam burtu ástmey sína Önnu Vilhjálmsdóttur. Oddur varð síðar frægur prestur að Stað í Grindavík og upphafsmaður að slysavörnum á Islandi. Sunnan Kalmannstjarnar, syösta bæ í Höfnum, tekur við mikið sand- flæmi — örfoka land, sem talið er aö áöur bafi verið í byggð, enda má all- víða sjá tóftabrot og aðrar mannlífs- minjar. Hafnarbergið er þar útvörð- ur auðnarinnar og stendur vörð gegn ágangi Atlantshafsins. I bjarginu er mikiö fuglalíf og for- vitnilegur skoðunarstaður vor og sumar, en uarlega ber ad fara því að bjargbrúnin er sums staðar laus. Land þetta hefur á seinni árum ver- ið varið fyrir búfjárágangi og befur melgrasið hafið endurræktunarstarf og lofar þaö góðu. A Reykjanesi er margt að sjá og skoða ef tími og veður leyfir — en hvorugt var okkur hagstætt að þessu sinni. Við fórum þó niður aö Valahnúk, sem er allmikiö bjarg viö sollinn sæ og svelgjandi öldurót Reykjanesrastar. Á Valahnúk var fyrsti viti á Islandi byggður árið 1878. Stendur hann efst á Grasfjalli (nú nefnt Bæjarfell), en stundum ótt- ast menn um hann vegna jarð- skjálfta, sem eru tíðir þar, enda mik- ill jarðhiti á Reykjanesi. Jarðhitinn er nýttur við salt- vinnslu og vinnslu beinamjöls. Farið var framhjá þessum verksmiðjum, er lagt var af stað til Grindvíkur. Á allri sjóleiðinni frá Grindavík inn fyrir Garðskaga eru straumar stífir sem mæta oft sterkum vindum. Sjó- lag er jrví oft afar vont við Reykja- nesið enda mörg sjóslys orðið þar. Meðan ekið var sandauðnina og hraunið til Grindavíkur var sagt frá nokkrum sjóslysum og mannskaða- veðrum, svo sem fárviðri 1916, er allir bátar í Grindavík voru á sjó er veðrið skall á „eins og hendi væri veifað". Aðeins einn maður fórst en mörg skip brotnuðu í spón. Togar- inn Skúli fógeti strandaði 1933 — 24 björguðust af skipshöfninni en 13 drukknuðu. Sagt frá Klamstrandinu 1950 og togarans Jóns Baldvinsson- ar 1955.1 þessum þremur ströndum bjargaði Slysavarnarsveitin Þor- björn í Grindavík 89 mannslífum, en hún á íslandsmet í björgun manns- lífa úr sjávarháska — hefur nú dreg- iö 205 menn í land med fluglínu- tœkjum. Á ferð okkar um skagann sáum við til fjölmargra fiskeldis- stöðva, en sú langstærsta blasti við okkur er við nálguðumst byggð í Grindavík — íslandslax, vestan við Móakot og Stað, er tvímælalaust langstærsta fyrirtæki sinnar tegund- ar á landinu, talið byggt á traustum SlS-fótum með erlendri stoð. Ekið var um Grindavík að Hita- veitu Suðurnesja. Þar tók forstjórinn Ingólfur Aðalsteinsson á móti ferða- fólkinu, og sagði okkur frá uppbygg- ingu og rekstri fyrirtækisins og bauð síðan upp á kaffiveitingar. Því næst var Bláalónið skoðað. Nokkrir fætur voru vættir í því heilnæma vatni, en ekki gafst tími að þessu sinni til sundafreka. Þaðan var hald- iö í nýlega Grindavíkurkirkju, sem er mikið og fallegt hús — einkum að innan. Altaristaflan er stórglæsileg og á vel við í slíkri brimverstöð sem Grindavík er — frummynd eftir Ás- grím Jónsson listmálara færð út í mosaik af þýsku fyrirtæki. Flestum ferðafélaganna bar saman um að kirkjuferðin í Grindavík hafi verið hápunktur ferðarinnar. Á móti okk- ur tók ung og falleg kona, séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, nýkosin prestur Grindavíkurprestakalls. Við vorum fyrsti hópurinn sem hún blessaði og bað fyrir í þessari kirkju. Hinn gamalreyndi og góðkunni org- anisti Svavar Árnason spilaði á pípu- orgel og við sungum sálm. Frá kirkju var haldiö til Krísuvíkur um Þórkötlustaðahverfi og þá sögð örlagasaga og álögur þeirra skap- miklu og stórbrotnu kvenna, Þór- kötlu og Járngerðar. Ekið var um Hálsa bak Festarfjalli aö Isólfsskála. Við Selatangaafleggjara var sagt frá mikilli útgerð Skálhoitsstóls frá Selatöngum, en sú verstöð var af- lögð eftir sjóslys er varð á þeim út- vegi. Enn er þar mikið af minjum — sjóbúðatóftir og fiskibyrgi. I Krísu- vík voru nokkur bændabýli fram á þessa öld, sem nú eru öll í eyöi. Komið var að hinu fagra Græna- vatni og að leirhverunum austan í Sveifluhálsi og síðar aö Kleifarvatni og ekið meðfram því. Náttúra Kleif- arvatns er athygliverð. I það renna lækir en ekkert frárennsli er frá því (ofanjarðar). Talið var að þar gætti flóðs og fjöru og „aðeins" tuttugu ár milli fallaskipta — jarðfræðilegt fyr- irbæri. I norðaustur frá vatninu er farið yfir Vatnsskarð. í góðu skyggni er víðsýnt af Vatnsskarði til allra átta. Þaðan var haldið yfir hraun- breiðuna yfir á Reykjanesbrautina og hringnum lokað. Þegar ekið er yfir hraunið verður manni Ijóst, að góðar mannlegar kenndir til módurjardar hafa borið ávöxt — í vernduðu landi klæðist hún fögru skrúði — kannski hægt en örugglega. Þrátt fyrir rúmlega 200 km akstur á alltof stuttum tíma, voru ferðafélagarnir hressir og kát- ir. Er það ekki það, sem eldri borgar- ar óska sér? Jón Tóniasson Játt Stemundsson Orton í vandrœðum með tvo pramma í togí út af Garðskaga C\(una Fiamast ftríðin s((ce.ð Cjarðsfaga znð Ceyrast fiCjóð fiarður fcóCgu strengur, fiamast Brim áfCesjum átta metra öCdu ficeð 9fári rauCar (QiCdaCjóð aCCt úr Cagigengur íjpmið ftaust á nesjum ÞRISTURINN. NJARÐVÍK UPPSKRIFTIR Ofnsteikt svínakjöt m /ananas Pyrir 8— lO manns 2 kg svinakjöt úr læri 4 ananassneidar salt, pipar, paprikuduft 7—8 dl Ijóst kjötsoö 2 dl rjómi Kryddið kjötið með salti, pipar og paprikudufti og steikið i 250° heitum ofni i 20 mín. Blandið svolitlum ananassafa út i kjötsoðið, helliö því síðan í ofnskúffuna. Lækkið hitann i 180° og steikið áfram í 40 min. Kjötið tekið út og skorn- ir í það átta þverskurðir. Skerið ananassneið- arnar í tvennt og stingið þeim ofan í skurðina. Steikið áfram í 10—15 mín. Bakið sósuna upp og bragðbætið með salti, papriku og rjóma eftir smekk. Meðlæti: Brúnaðar kartöflur og smjör- steikt grænmeti. Svampbotnar 5 egg 2 bollar sykur 1 ‘h bolli hueiti '/2 bolli kartöflumjöl 1 tsk. ger 6 msk. sjódandi uatn uaniUudropar Þeytiðeggogsykursaman, bætið þurrefnunum út í og síðan vatni og vanilludropum. FAXI 209

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.