Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1990, Page 22

Faxi - 01.12.1990, Page 22
Hafsteinn Guðmundsson og Joe Hooley, hinn frægi fótboltaþjálfari Kefla- víkurliösins áriö 1973. Reykjavíkurfélagarnir hneykslaðir Ég hef nú stundum sagt frá því, að félagar mínir í Reykjavík voru mjög hneykslaðir á mér , þegar ég nýút- skrifaður íþróttakennari var að segja þeim að ég ætlaði að fara að kenna íþróttir hér suður með sjó. Suðurnes þóttu nú ekki besti staður í heimi á þessum tíma, kanaspilling mikil eins og þeir sögðu og margt hér hálf rótlaust, að þeirra og ann- arra dómi. Ég held satt að segja að mörgum hafi fundist þetta bara „síð- asta sort,“ að taka að sér kennslu hérna suður frá. En hér var mér vel tekið bæði af krökkunum og öðr- um. Eftir á að hyggja var keyrslan kannski eitt af því, sem reyndi hvað mest á þolrifin í mér. Það var ekki óalgengt að maður væri svona um einn og hálfan tíma að keyra hér á milli eftir malarveginum gamla. Hann var oft á tíðum því sem næst ófær og það var meiri háttar mál að fara hér á milli. Svo kom fyrir að það varð ófært vegna snjóa og þá varð maður að gista. Samt sem áður var þetta nú þannig, að allt var á sig leggjandi til að detta ekki út úr æf- ingum og keppnum, sem maður stundaði innfrá. Söðlað um til suðurs Já maður var sannarlega á fullu í íþróttunum frá morgni til kvölds. Kannski hugsaði maður ekki um neitt annað en sportið. Jú, reyndar hefur það nú verið fleira, því hérna kynntist ég konuefninu mínu Jó- hönnu Guðjónsdóttur. Við giftumst árið 1952 og bjuggum fyrsta árið í Reykjavík. En svo þegar ég fór aö sjá alvöruna í hlutunum, þá hugsaði ég sem svo að það væri best aö skella sér hér alveg suður. Hófumst við þá handa við að byggja húsið okkar við Brekkubrautina og þar höfum við búið síðan. Það má þvi með sanni segja að þessi eini vetur sem verða átti í upphafi, hafi nú teygst í að verða annað og meira. Tvöfalt vinnuálag Eins og áður er komið fram byrj- aði ég að starfa í sundhöllinni 1954. Ég hafði reyndar kennt þar eitthvað á sumarnámskeiðum fyrstu árin mín hér, meöan laugin var óyfir- byggð. Fyrst í stað unnum við þarna á sitt hvorri vaktinni ég og Arin- björn sálugi Þorvarðarson. Heilsu Arinbjarnar var þá tekið að hraka svo hann færði sig fljótt um set og fór að vinna í áhaldahúsi bæjarins. Hann var fyrsti starfsmaðurinn við laugina og var búinn að vinna þar samfleytt frá 1939, er hún var vígð. Lengi vel var það þannig, að þeir sem kenndu í sundhöllinni kenndu á vegum skólanna en voru þó bæj- arstarfsmenn. Þetta kom því þannig út að kennaramenntaðir starfs- menn laugarinnar kenndu þegar kenna átti en urðu líka að vera reiðubúnir að standa kvöld og helg- arvaktir við laugarvörslu. Þannig má því segja að sundkennararnir hafi verið í tvöföldu starfi. Þetta fyr- irkomulag leiddi iðulega til þess að það fengust bara alls ekki sund- kennarar til starfa. Því kom það þó nokkuð oft fyrir að maður þurfti um lengri eða skemmri tíma að taka á sig alla kennsluna og standa síðan til 10 á kvöldin og allar helgar. Og margir þeir sundkennarar sem komu til starfa við þessar kringum- stæður toldu ekki við þetta nema stuttan tíma. Kennarar létu ekki bjóða sér þetta fyrirkomulag og að því kom, að kennslan í sundinu fór yfir til ríkis- ins eins og önnur kennsla. Það eru trúlega svona 12—15 ár síðan þetta breyttist í núverandi horf. Gullöld keflvískrar knattspyrnu Ég hóf að leika knattspyrnu hér með UMFK árið 1955. Það ár tókst okkur svona með herkjum að skrapa saman í lið. Iþróttabandalag Keflavíkur var svo stofnað 1956 og valdist ég þar til formennsku, sem ég hafði síðan á hendi í 20 ár, til 1976. Stofnun bandalagsins hafði tvímælalaust heilladrjúg áhrif á íþróttalíf staðar- ins. Sendir voru keppnisflokkar á öll íslandsmót og við fórum að leggja aukna áherslu á þjálfun yngri flokk- anna og það bar sannarlega ávöxt. Það tók IBK liöið tvö ár að komast upp í fyrstu deild og önnur tvö áð falla aftur niður í aðra deild. Svo eft- ir enn önnur tvö ár vorum við komnir upp aftur og þá hófst sigur- ganga sem tekið var eftir. Við hrepptum Islandsmeistaratit- ilinn 1964, 1969, 1971, 1973 og urð- um bikarmeistarar 1975. Lengst af á þessu tímabili stóð liðið saman af sama kjarnanum og gengur gjarnan undir nafninu Gullaldarliðið. Á árabilinu 1968—1973 var ég í stjórn KSÍ og einnig í stjórn HSÍ og fór ég þá mikið á milli Keflavíkur og Hér eru vinirnir Hafsteinn Guðmundsson og Albert Guðmundsson á góðri stund. Með þeim á myndinni er eiginkona Alberts frú Brynhildur Jóhannsdóttir.

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.