Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1990, Qupperneq 28

Faxi - 01.12.1990, Qupperneq 28
Þáttaskil — Bæjarstjóri í Grindavík Okkur leikur forvitni á að vita, hvað olli því, að útgerðarmaður og fiskverkandi vestan af fjörðum snýr allt í einu við blaðinu og sækir um að gerast bæjarstjóri í Grindavík. Að sögn Jóns Gunnars var það margt sem lá þar að baki. Hann hafði í raun verið farinn að hugsa sér til hreyfings nokkru áður og hafði þá haft ákveðið starf í huga. Það dæmi gekk ekki upp og |dví var það, að þegar hann sá í blöðum haustið 1982 auglýst eftir bæjarstjóra fyrir Grindavík, þá sló hann til og sótti um. Það er skemmst frá því að segja, að hann fékk starfið og tók við af Ei- ríki Alexanderssyni sem þá var að taka við starfi framkvæmdastjóra SSS. Við spyrjum, hvernig honum hafi líkað starfið og hvernig þeim hjón- um hafi gengið að koma sér fyrir? ,,Ja, ég er hér enn og það væri ég ekki ef mér hefði ekki líkað starfið vel. Eg hef svo sem látið minna fara fyrir mér í félagsmálum en áður og það sama má einnig segja um Gunn- hildi. Hún hefur að undanförnu unnið í versluninni Palómu og henni hefur líkað mjög vel þar." „Hver eru dagleg störf bæjar- stjóra í bæ sem þessum?" ,,Þaö er nú fyrst og fremst að vera sem mest til staðar, því það eru svo margvísleg störf sem leysa þarf af hendi. Starfsfólk er ekki margt, og því þarf hver og einn að vera liötæk- ur í svo margt. Annars má segja, að mestur tími fer í að undirbúa verk- legar framkvæmdir og fylgjast með framgöngu þeirra. Þá eru fjármálin þýðingarmikil, þar verður að fylgj- ast náið með — þar er undirstaðan." „Getur bæjarstjóri haft mikiö frumkvæði að þínu rnati?" „Já, ég tel að hann hafi það og eigi að hafa það, m.a. með jrví að vera vakandi fyrir nýjungum." „Nú er Grindavík bær í stöðugri þróun. Hvert stefnir þetta bæjarfé- lag að þínu mati?" „Atvinnumunstrið hefur verið að breytast hér að undanförnu. Nú er miklu jafnari vinna við fiskiðnaðinn allt árið um kring, ekki lengur þessir miklu toj>par sem voru á vetrarver- tíðinni. I næsta nágrenni við bæinn eru fiskeldistöðvar sem hafa að vísu átt við mikla byrjunarörðuleika, en komast vonandi út úr þeim í fram- tíðinni. Hverskonar þjónusta og verslun hefur aukist og ferða- mannastraumur er vaxandi. Við höfum verið að vinna að skipulagsmálum á undanförnum árum í kjölfar aðalskipulags frá 1984. Við höfum bætt mjög aðstöðu fyrir ferðafólk, fyrir æskuna vegna íþróttalífsins, bæði er búið að byggja stórt og gott íþróttahús og einnig verður vonandi fljótlega hægt að byrja á sundhöll á íþrótt svæðinu. Þar er um að ræða 25 me a laug og búningsaðstöðu fyrir íþrottavellina. Þá höfum við einnig verið að vinna við að fegra og bæta umhverfi bæj- arins." Barnabörn Jóns Gunnars og Gunnhildar eru orðin mörg. Hér eru Ingigerður og maður hennar, Jón Halldórs- son, með tvo hnokka, alnarnann Jón Gunnar Stefánsson, sem Jón heldur á, og Jón Gunnar Jónsson, sem er sonur Ingigerðar og Jóns. 220 FAXI Starfsdagurinn á bæjarskrifstofunum í Grindavík hefst gjarnan á því, að menn setjast niður með bæjarstjóran- um til að fara yfir verkefni dagsins. Frá vinstri eru það Jón Hólmgeirsson, Ólína Ragnarsdóttir, Jón Gunnar, Kjartan Adolfsson og Nanna Teitsdóttir. Kaffisopinn góði sér um að allir séu vel vakandi! um árum og varð bæði umdæmis- stjóri og fjölumdæmisstjóri. Einnig lét hann nokkuð að sér kveða í sveitarstjórnarmálum, því hann sat tvö tímabil í hreppsnefnd, það var á árunum 1962—1970. Þá starfaði hann og mikið að málefn- um kjördæmisins fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Fletti maður gestabók heimilisins frá þeim árum, þá liggur við að lesa megi stjórnmálasögu tímabilsins, svo margt merkisfólk gisti heimili þeirra hjóna. Er fram liðu stundir, þá eignuöust Gunnhildur og Jón Gunnar þrjú börn í viðbót. Reyndar var Gunn- hildur ófrísk að öðru barninu, ör- lagaveturinn er hún kom vestur. Ingigerður hefur áður verið nefnd, en síðan komu Stefán, Guðmundur og Hulda. Þau ólust öll upp á Flat- eyri, fóru öll nema Ingigerður í skóla á Núpi, en hafa síðan öll lokið framhaldsnámi. Ingigerður er hjúkrunarfræðingur og er búsett í Reykjavík, Stefán og Hulda eru bæði viðskiptafræðingar og eru bú- sett i Hafnarfirði og Guðmundur hefur bæði lokið námi í viðskipta- fræöi og fisktæknifræði. Hann er búsettur í Reykjavík. Er það dálítið merkilegt, að þrjú börnin hafa farið í viðskiptafræðina eins og Jón. Sjaldan fellur epliö langt frá eikinni! Nýtt fyrirtæki — Hjálmur hf. Eftir misjafnt gengi komst Fisk- iðja Flateyrar í þrot árið 1967.1 kjöl- far þess tóku höndum saman Fisk- borg, kaupfélagiö og sveitarfélagiö um rekstur frystihússins. Hjálmur keypti síðan eignir Fiskiðjunnar og fiskverkunarhús Fiskborgar. Því fyr- irtæki hefur síðan oftast gengið mjög vel. Jón Gunnar varð annar af tveimur framkvæmdastjórum liins nýja fyrirtækis og var hans verksvið allt það er að verklegum þáttum laut. Einar Oddur Kristjánsson starf- aöi með Jóni og var hann fram- kvæmdastjóri yfir fjármálum. Starf- aði Jón Gunnar við fyrirtækið allt fram í árslok 1982 að hann seldi sinn hluta. jánsson til starfa við fyrirtækið, en hann er nú landsþekktur sem for- maður Vinnuveitendasambandsins. Enn af fjölskyldunni og öðrum störfum Ef við víkjum aftur að fjölskyld- unni og félagslífinu á staðnum, þá tók Gunnhildur virkan þátt í starfi kvenfélagsins sem meðal annars réðist í byggingu fyrsta barnaheimil- is staðarins. Var Gunnhildur lengst af í hópi þeirra sem sáu um rekstur þess. Þá lagði hún grunninn að stofnun leikfélags á staðnum og tóku þau bæði þátt í starfi þess, eink- um þó Gunnhildur. Jón Gunnar hafði mikinn áhuga á söng og tón- list. Auk þess að vera liðtækur á pí- anó, þá söng hann lengi með kirkju- kórnum. Ekki átti hann langt að sækja kórsönginn, því Stefán faðir hans var ötull liðsmaður í karla- kórnum Þresti í Hafnarfiröi og eitt sinn voru Stefán og þrír synir hans í kórnum. Jón tók mikinn þátt í starfi Lionshreyfingarinnar á þess-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.