Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1990, Page 29

Faxi - 01.12.1990, Page 29
,,Þú minntist á ferðamenn. Hvað með Bláa lónið?" ,,Já, Bláa lónið og Svartsengis- svæðið er kapítuli út af fyrir sig. Við Grindvíkingar höfum skoðað þau má öll mjög vel og við erum að láta vinna tillögur sem gera ráð fyrir heilsuræktar- og útivistarsvæði vest- anvert við Þorbjörn, það er ungur arkitekt úr Grindavík, Arni Þorvald- ur Jónsson, að vinna að þessu. A þessu stigi málsins er lítið hægt að segja um framvindu þess annað en það, að svæðið býður upp á mikla möguleika." Er Grindavík afskekkt byggð? ,,Það heyrist mjög oft, að Grinda- vík sé afskekktur bær og að fjar- lægðin frá Keflavík-Njarðvík svæð- inu torveldi hina ýmsu samskipta- möguleika. Hver er þín skoðun á þessu?“ „Miðað við þann mikla fjölda af fólki sem kemur til Grindavíkur á hverju sumri, þá get ég ekki fallist á að bærinn sé afskekktur. Hitt er annað mál, að það má ýmislegt gera til að tengja Grindavík betur við nærliggjandi svæði. Það myndi jafn- framt skapa nýja möguleika í at- vinnurekstri. Hér er ég aðallega með tvennt í huga, þ.e. að lagður verði vegur með bundnu slitlagi er tengi Grindavík við Suðurlands- svæðið. Þar með væri vegalengdin frá Þorlákshöfn að t.d. flugvallar- svæðinu orðin um 60 km. í öðru lagi er ég að tala um veg trá Grindavik, um Reykjanes og út í Sandgerði. Þar með væri kominn fullkominn hring- vegur um Suðurnes sem væri bæði með tengsl við Suðurlandið og höf- uðborgarsvæðið. Ég er viss um, að það eru miklir möguleikar í mynd- inni, ef þetta væri framkvæmt." Golf, ferdalög, framtídin o.fl. Við Jón Gunnar höfum báðir gam- t ,? Grindavík er med merkustu útgerðar- og fiskvinnslubæjum landsins. Þaðan eru gerð út mörg glæsileg skip og okkur fannst vel viðeigandi að birta hér mynd af tveimur þeirra með þessu viðtali. Reyndar rákumst við á þau bæði í Njarðvík, en það breytir í sjálfu sér engu. Loðnuskipið Þórshamar liggur hér við bryggju í Njarðvik en eigandi þess er Sigmar Björnsson. Skiptjóri er Jón Eyfjörð. Heldur híifa loðnuveiðarnar gengið illa að þessu sinni og getum við ekki annað en óskað þess að á því verði breyting til batnaðar. Hitt skipið var í slipp í Njarðvík og það er hið glæsilega togskip, Gnúpur. Það er fyrirtækið Þorbjörn sem á þetta skip sem var þegar myndin var tekin að koma úr mikilli klössun. Veiðarnar fram að þessu hafa gengið vel, en allur afli er saltaður um borð. an af golfi. Ég spurði hann að því, hvar hann hefði kynnst þeirri ágætu íþrótt. „Það er nú svo merkilegt, að ég átti þátt í að stofna golfklúbb í Ön- undarfirði, þegar ég var fyrir vest- an. Ég hafði að vísu aldrei sveiflað kylfu og engan áttum við golfvöll- inn og félagið lagðist niður, án þess að á þessu yrði breyting. Eftir að ég kom til Grindavíkur, þá kynntist ég golfklúbbunum hér, bæði í Leiru og hér í Grindavík, en ég fór ekki að leika sjálfur fyrr en mörgum árum seinna. Mér finnst þetta í dag mjög eftirsóknarverð íþrótt. Þetta er íþrótt fyrir alla aldursflokka sem efl- ir mátt manna og kyrrsetumenn eins og ég þurfa svo sannarlega á því að halda. Það eykur afköstin við skrifborðið á eftir. Ég fer núorðið oft í golf og hef meira að segja ferðast til annarra landa til að leika golf. Það hefur óneitanlega gefið utan- landsferðum aukinn tilgang." „Þú minnist á ferðalög og ég veit að þið Gunnhildur hafið ferðast dá- lítið. Hvað sérðu fyrir þér í þeim efn- um í framtíðinni?” „Það vill nú svo til, að við erum nýbúin að festa kaup á sumarbústað og landskika vestur á Mýrum. Okk- ar ferðalög á næstunni verða þvi lik- legast mest þangað. Það er ágætis tjörn á landinu og við ætlum að reyna fyrir okkur í fiskeldi, þannig að við gætum jafnvel veitt okkur i soðið er fram liða stundir. Hvað önnur ferðalög áhrærir, þá langar mig að nefna það, að á meðan við vorum á Flateyri þá kynntumst við fjölda útlendinga sem voru í farand- verkavinnu. M.a. voru þarna margir frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þetta var bráðvelgefið og vel menntað fólk, sem var að ferðast um heim- inn, áður en það festi rætur á heima- slóðum. Við höfum haldið sam- bandi við sumt af þessu fólki og það gæti vel dottið í okkur að leggja land undir fót og fara í heimsókn, hver veit." H.H. Jón og Gunnhildur á ferðalagi á Hawai fyrir nokkrum árum. Jóri'Gunnar í góðum félagsskap á Myrtle Beach í Suður Karólínafylki sl. haust. Með honum eru: Ásta Gunnarsdóttir, Halldór Kristjánsson, Guðrún Guðjónsdóttir og Sigurbjörg Gunnarsdóttir. FAXI 221

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.