Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1990, Síða 33

Faxi - 01.12.1990, Síða 33
þannig að ef kennarar vildu ljósrita þurftu þeir að útvega pappírinn sjálfir. Á einum veitingastað sem við borðuðum á í ferðinni ætlaði einn danskurinn að bregða sér á salerni. Þegar þangað kom sá hann að eng- inn var kósettpappírinn. Þá bað hann fararstjórann um að hafa tal af veitingamanninum og fá pappír. En veitingamaðurinn svaraði stutt og laggott: „Ég á engan klósettpappír. Ef þú þarf á pappír að halda er það þitt mál.“ Þetta allt hafði mikil áhrif á okkur sem búum við alsnægtir á öllum sviðum, og vakti okkur til umhugs- unar. Reyndar höfðum við fengið fréttir af þessu ástandi áður en við fórum til Eistlands og höfðum eitt og ann- að í farteskinu en hópurinn færði mörgum skólanna, sem heimsóttir voru, hljóðfæri að gjöf eins og t.d. þverflautur og klarinett. Svarti markaðurinn blómstraði á götunum í Tallinn. I tíma og ótíma var verið að bjóða okkur hluti til sölu, matvæli og hluti tengda sov- éska hernum t.d. húfur o.þ.h. Einnig var mikil eftirspurn eftir gjaldeyri og þeir okkar sem ekki skiptu á lög- legan hátt gerðu það á ólöglegan hátt á götunum í Tallinn. Þar fékkst miklu betra verð fyrir gjaldeyrinn heldur en í skiptistöðvunum. Ann- ars var gengi rúbblunnar mjög á reiki. Ef skipt var í afgreiðslu hótels- ins var skiptihlutfallið á sænskum krónum 1 skr. = 1 rúbbla. Á skipti- stöðvum (bönkunum) var hlutfallið 1. skr. = 3 rúbblur. Á svarta mark- aðnum var gengið 1 skr. = 10 rúb- blur. Þetta varð til þess að sumir áttu nóg af rúbblum, sem hvergi var svo hægt að eyða. Sterk þjóðlaga- og sönghefð Kannski sökum þessa vöruskorts hefur verið lögð mikil áhersla á söngiðkun í landinu. Til söngiðk- unar þarf ekki hljóðfæri og eru mörg þjóðlög Eistlendinga mjög skemmtileg. Almenn iðkun þjóð- lagatónlistar er mikil og þjóðdansar vinsælir. Gömul tónlist er líka hátt skrifuð í eistlensku tónlistarlífi. Þá leika menn gjarnan á hljóðfæri sem þeir hafa smíðað sjálfir og þannig geta menn iðkað tónlist af lífi og sál. Kórar eru margir í landinu og í öll- um skólunum sem við heimsóttum voru kórar víða fleiri en einn. í Tall- inn hafa verið haldnar miklar al- þjóðlegar tónlistarhátíðir ætlaðar kórum á 5 ára fresti og var í því skini byggð sérstök aðstaða ætluð þess- um hátíðum. Þar hafa þátttakendur viða úr heiminum verið á milli 20—30 þús. og áheyrendur 200—400 þús. Ein slík var haldin í ár, 1990 og var það í fyrsta skipti sem kórunum, sem tóku þátt í hátíð- inni, var leyft að syngja það sem þeir vildu. Áður fyrr höfðu stjórn- völd ákveðið efnisskrána en nú var því fyrirkomulagi breytt. Það er auðvitað í takt við þær breytingar sem nú eiga sér stað í þessu landi. 5 manna fjölskylda í 28 m2 íbúö Þessir fáu dagar í Eistlandi voru eins konar menningarsjokk fyrir mig. Þar blandaðist saman ánægja og leiði. Ánægja yfir því hversu vel nemendur og tónlistarmenn al- mennt spila og syngja þrátt fyrir þann aðbúnað sem t.d. skólarnir búa við og leiði þegar maður sér þær aðstæður og það líf sem fólkið býr við í þessu landi. Þarna kynntist maður mörgu ágætu fólki sem sagði manni ýmsar sögur. T.d. hitti ég verkfæðing og eiginkonu hans sem eiga 3 börn og býr fjölskyldan í 28 m2 íbúð. Mánaðarlaun hans voru 600 rúbblur á mán. eða u.þ.b. 6.000 krónur. Annan mann hitti ég sem átti norskan kunningja í skólastjóra- hópnum frá fyrri tíð. Sá bjó í Vilini- us, höfuðborg Litháen, og ók 1200 km til Tallinn (600 km hvora leið) í einni lotu fram og til baka til að ná í föt á börnin sín, sem sá norski hafði stungið í ferðatöskuna og komið með frá Noregi. Ég er ánægður með þessa ferð. Segja má að þarna hafi sú óskýra mynd sem ég hafði í huganum um stöðu þessara þjóða skýrst. Ég eign- aðist kunningja í þessari ferð, kunn- ingja sem kannski eiga eftir að líta bjartari framtíð, hver veit. En eitt er víst að þessi ferð markaði djúp spor í vitund mína og hefur kennt manni að meta það sem maður hef- ur og á. Kjartan Már Kjartansson, skólastjóri Tónlistarskólans í Keflavík. Blómastofa Guðrúnar óskar Suðurnesjamönnum friðsœllar jólahátíðar Guðrún Við óskum starfsfólki okkar,; viðskiptavinum og öllum Suðurnesjabúum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. Við þökkum liðið ár. ÍSLENSKIR AÐALVERKTAKAR HF. Óskum öllum Garðbúum og öðrum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs, með þökk fyrir samskiptin á liðnu ári HREPPSNEFND GERÐAHREPPS FAXI 225
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.