Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1990, Side 35

Faxi - 01.12.1990, Side 35
HÚSID Á HORNINU l’eir sem hafa átt leiO um Keflavík aö undanförnu hafa eflaust tekið eftir byggingu sem er að rísa að Kirkjuvegi 1. Húsið er áberandi, enda á horni Kirkjuvegs og Tjarnar- götunnar, andspænis hinu nýja og glæsilega húsi íslenskra aðalverk- taka, þar sem Sparisjóðurinn og bæjarskrifstofurnar munu hasla sér völl innan skamms. Handan við Tjarnargötuna er Bókabúð Kefla- víkur, bílastæði og skrúðgarðurinn. Faxa lék mikil forvitni á að fá nánari fregnir af þessu húsi og því var leit- að til Olafs Björnssonar í jrví skyni. Hann tók erindi okkar ljúfmannlega og fara hér á eftir upplýsingar sem hann lét okkur í té. Rétt er að geta þess, að Olafur er formaður Bygg- ingarsamvinnufélags aldraðra á Suðurnesjum en það kemur nokkuð við sögu í máli þessu. Hugmyndin er frá Húsanespiltunum Upphafið að þessari byggingu er að byggingafyrirtækið Húsanes boðaði til fundar þann 3. júlí 1988 með borgurum, 60 ára og eldri hér Framkvæmdir hefjast — gamalt íbúdarhús við Tjarnargötuna er notað sem vinnuskúr. í bæ á Glóðinni. Fundurinn var mjög fjölsóttur. Húsanesmenn kynntu hugmynd sína um að byggja þjón- ustuíbúöir fyrir aldraða á lóð sem þeir höfðu umráð yfir að Kirkjuvegi 1. Auk þeirra var á fundinum fulltrúi frá Húsnæðismálastofnun sem skýrði þátt stofnunarinnar í slíkri byggingu. Einnig var á fundinum Páll Bjarnason arkitekt og útskýrði hann frumteikningar sem hann hafði gert að byggingunni. Undirtektir voru strax mjög góð- ar. í framhaldi af þessum fundi var síöan stofnað Byggingarsamvinnu- félag aldraðra á Suðurnesjum, BSAS. Félagið sótti síðan um fram- kvæmdalán til Húsnæðisstofnunar. Skilyrði fyrir slíku lánu eru ýmisleg varðandi fyrirkomulag og fleira. Þau skilyrði voru öll uppfyllt, en þrátt fyrir það fór svo, að umsókn- inni var hafnað vegna fjárskorts stofnunarinnar. Því miður tafði þetta nokkuð að hafist væri handa um framkvæmdir. Samvinna vid Sparisjódinn Strax og synjun um framkvæmda- Byggingarfranikvæmdir ganga vel enda hefur tíðin verið með eindæmum góð í vetur. FAXI 227

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.