Faxi - 01.12.1990, Side 40
„Og héöan berst þér birkilaufa þeyr
afblásnum kvisti, grein sem aldrei deyr."
M.J
Hún heitir Elínrós Benediktsdóttir,
þingeysk að ætt, fædd á Ytra-Hóii í
Kaupangssveit. Þriggja ára flutti
hún með foreldrum sínum að
Breiðabóli á Svalbarðsströnd, en
þau voru Benedikt Jónsson, ættað-
ur úr Aðaldal og kona hans, Sesselja
Jónatansdóttir frá Þórisstöðum á
Svalbarðsströnd.
— Þú ert þá Þingeyingur í báöar
œttir?
,,Já, og ég er næstelzt af 15 systk-
inum og af þeim eru 8 á lífi.“
— Hvernig fannst þér lífiö á þín-
um œskuárum?
„Mér fannst það gott. Við höfðum
ekki af neinu öðru að segja en því
sem að okkur var rétt og ennþá
sakna ég margs frá gamla tíman-
um.“
— Langadi ykkur ekki í eitthvaö
fjarlœgt — eitthvad óþekkt?
„Nei, en þú getur skilið það að
heimilið var fátækt með allan þenn-
þn barnahóp. Lífið var fremur fá-
brotið — mjög ólíkt því sem nú er.
En samt fundum við lífshamingju,
og það held ég að hafi fyrst og
frfemst orsakazt af því, hve vænt
okkur þotti um foreldrana, og vild-
um gera þeim sem flest til hæfis.
Okkur var það vel ljóst að þau létu
einskis ófreistað til þess að okkur
ljði sem bezt.“
Heldur þú ad börnum þyki ekki
vœnt um foreldra sína í dag?
„Nei, ekki eins og þá, því fer nú
verr. Samband milli barna og for-
eldra er ekki eins náið nú og áður
var.“
— Getur þú nokkud gefid mér
hugmynd um í hverju þetta muni
liggja. Mín kynni afungu fólki gegn-
um 36 ára starf eru gód, og finn ég
engan sérstakan mun á edlishneigd-
um ungs fólk í dag og fyrir þrem tug-
um ára.
„Já, þetta álít ég rétt athugað, en
það er annað: Foreldrarnir hugsuðu
miklu meira um börnin þá, en nú er.
Hið nána samband, milli þeirra eldri
og ungu var mikils virði. Til dæmis
skal ég benda þér á það, að þótt við
værum heima 13 systkini, og þar af
leiðandi í mörg horn að líta, þá hafði
pabbi alltaf tíma til að tala við okk-
ur. Mamma kenndi okkur bænir og
önnur þau fræði, sem þá voru talin
nauðsynleg til mannbóta. Oft fóru
foreldrar okkar út með okkur og
léku sér með okkur, og þá má segja
að mamma hafi verið komin tals-
vert á efri ár. Þau kenndu okkur
ýmsa leiki sem þá þóttu ánægjuleg-
ir, og ég vil segja að þessi framkoma
þeirra hafi skapað þann samhug,
sem fjölskyldunni allri, ekki sízt
okkur krökkunum var mikils virði.
nú hafa foreldrarnir engan tíma fyr-
ir börnin sín, hraðinn er orðinn svo
mikill að ekkert kemst að nema
kapphlaupið um lífsmunað eða þá á
öðru leitinu fjáraflastrit. — En fyrst
ég hef minnzt á foreldra mína, sem
bæði voru mér mjög kær, þá verð ég
að segja það, að móðir mín var
óvenjulega vel gerð kona. henni
sást sjaldan bregða, þótt eitthvað
henti. Faðir minn var örari, en heim-
ilislífið var þrátt fyrir þennan mis-
mun á eðlisþáttum þeirra mjög gott.
Og engan hef ég ennþá hitt, sem
þekkti móður mína, að ekki hafi
honum legið hlýtt orð til hennar
hvort sem um var að ræða karl eða
konu. Og ég held að hreinskilni í
umgengnisháttum manna á milli
hafi verið miklu betur séð þá en nú
er.“
—■ Hvad tók svo við þegar þá lagð-
ir leið þína að heiman?
„Eitt sumar var ég í kaupavinnu
og svo fjóra vetur á Akureyri, þaðan
lá svo leiðin til Reykjavíkur í ljós-
mæðraskólann. Þegar ég hafði lok-
ið námi mínu þar, fór ég hingað suð-
ur til Keflavíkur og hef nú verið bú-
sett hér í 53 ár, því hér gifti ég mig.“
— Hvernig leit svo Keflavík út á
þeim tíma?
„Hún var nú lítil þá, sennilega um
300 íbúar, sem flestir höfðu sitt lífs-
framfæri af sjónum. Þá var ekki bú-
ið að framkvæma hér mikið fólkinu
til hagræðis, hvorki hvað snerti að-
stöðu til sjósóknar né vinnubrögð á
landi. T.d. þurfti að sækja allt vatn í
vatnsból sem þá voru í þorpinu, og
varð maður að draga þetta sjálfur
ýmist á sleða eða vagni. Ef þvo
þurfti þvott var alltaf fyrsta verkið
að sækja vatnið."
— Hverju hafðirþú vanizt heima?
,,A veturna sóttum við vatnið í föt-
um, en á sumrin þvoðum við alla
þvotta í læk, sem rann rétt hjá tún-
inu.“
— Hvað fannst þér einna ólíkast
hér og í þínum heimahögum?
„Það var nú nokkuð margt. Þó
held ég að það hafi sérstaklega ver-
ið munurinn á landinu þegar ég bar
saman gróðurlöndin þar og hrjóstr-
in hér — þá þótti mér mjög ein-
kennilegt, að hér syðra skyldi
hvergi vera bryggja, sem skip gat
lagzt að, en norður á Svalbarðseyri
voru góð löndunarskilyrði á þeim
tíma."
— Hvernig kunnir þú svo þessum
breyttu staðháttum?
„Það verður nú aldrei á allt kosið,
en ég mundi halla réttu máli, ef ég
segði að mig hefði ekki sundum
langað norður og æskt þess fremur
að eiga það heima. — Hitt er svo
annað mál, að við höfum haft það
fremur gott hér alla tíð, og því skyldi
maður þá vera að fást um nokkrar
leiðinda stundir."
— Hefur þú aldrei þurft að vita af
þínum nánustu tefla tvísýnt tafl við
hafið?
„Ég veit ekki hvað segja skal um
það, þó ekkert frekar eftir að ég
kom hingað. Bræður mínir sóttu sjó
á skútum frá Eyjafirði meðan ég var
heima, og elzti bróðir minn var ekki
nema 15 ára þegar hann réðst vest-
ur til Patreksfjarðar til róðra hjá
frænda sínum Jóhannesi Jóhannes-
syni skipstjóra og var með honum
eftir það mörg sumur. — Því verður
ekki neitað að oft þótti okkur langt
að bíða frétta þegar bræðurnir voru
á sjónum, en þá var erfiðara um þá
þjónustu en nú er.“
— Þú hefur lengi verið Ijósmóðir.
Hvað viltu segja mér frá því starfi?
„Það hefur veitt mér mikla
ánægju. Fyrst var nú það að hér var
um starf að ræða, sem ég hafði mik-
inn áhuga fyrir. — Mig langaði
meira að segja til að verða læknir.“
— Hve stórt var þitt umdœmi?
„Það var Keflavík og Njarðvíkur,
og svo á tímabili allur skaginn, því
þá vantaði Ijósmóður. Mér er dálítið
minnisstæð ein ferð hér út í Garð. Þá
voru miklir vatnavextir og erfitt að
sjá veginn að næturlagi, enda fór
svo að við lentum útaf og ofan í
tjörn. Ég missti töskuna mína en
náði henni samt aftur, og þegar við
höfðum öslað upp á veginn stóðum
við þarna bíllaus — og hvað var nú
til ráða? Ég lagði þá til að við skyld-
um ganga áfram og veifa svo fyrsta
bílnum, sem á leið okkar yrði. — En
ef það er nú Kanabíll? segir hann.
Ég kvað það engu máli skipta.
— Getur þú talað við þá? — Nei, ég
kvað svo ekki vera, því ég kynni
ekki ensku, en við hlytum þó að
geta gert þeim skiljanlegt hvers við
þyrftum með. — Svo kemur bíll og
þar á ferð trukkur frá Kananum.
Þeir spyrja um ferð okkar og segja:
— Sandgerði? — Nei, svaraðí ég.
—■ Útskálar? segja þeir. — Já — á
þann hátt gat ég gert þeim skiljan-
legt að ferðinni væri heitið út í Garð-
inn. Þeir tóku okkur svo í bílinn og
tókst mér að gera þeim skiljanlegt
hvar við vildum fara úr. — Þetta
voru traustir og góðir menn.
Þegar við svo komum á áfanga-
staðinn, þá var þar ekki gott í efni,
af fæðingu gat ekki orðið nema kon-
an kæmist undir læknishendur ég
varð því að ná í bíl og fara með hana
232 FAXI