Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1990, Side 41

Faxi - 01.12.1990, Side 41
til Reykjavíkur. Þetta og annað því- líkt hlýtur alltaf að koma fyrir á langri starfsævi og kannski lítt í frá- sögur færandi. Annað atvik get ég þó nefnt líka fyrst ég er farin að rifja þetta upp. Þá var ég sótt inn í Njarð- víkur. Þar gekk fæðingin vel en þeg- ar ég ætlaði til baka neituðu menn- irnir, sem höfðu flutt mig á bílnum, að fara til baka vegna þess hve veðr- ið var vont. Eg segist verða að kom- ast heim. Þeir segja það alveg óframkvæmanleg, bylurinn sé það svartur. — Jæja, þá fer ég ein. Þá er það kona, sem vill fara með mér, því hún þurfti einnig að komast til baka, heim til sín en ég taldi mig engu bættari. Það varð svo úr, að ég fór ein. — Þeir buðust ekki til að fylgja mér, karlmennirnir. — Eg komst með góðu móti leiðar minnar, og gat lát- ið vita um ferð mína símleiðis. — En það verð ég að segja, án þess ég vilji neitt halla á karlmennina, að þeir eiga það til að vera sérhlífnari en mörg konan — vilja gjarnan lifa fyr- ir sjálfa sig fyrst og fremst. — En í þessu sambandi vil ég þó segja dálít- ið sem ef til vill gefur nokkra ábend- ingu. Eg hef átt fimm drengi en að- eins eina stúlku, þess vegna fannst mér ég verða að kenna þeim öll venjuleg hússtörf, því þeir urðu að leysa þau af hendi þegar ég var fjar- verandi, og ég held ég megi segja það, að enginn þeirra ber kinnroða fyrir það og vinnur eða aðstoðar við þau verk á sínu heimili ef með þarf. — Vani uppvaxtaráranna hefur áreiðanlega nokkuð að segja um framvindu lífsins á manndómsárun- um.“ — Þú ert búin ad duelja hér í Keflavík í 53 ár. Ertu orðin Keflvík- ingur? ,,Ég er Þingeyingur." — Hafa þessir rúmlega fimm ára- tugir ekki getað þurrkað út Þingey- inginn? ,,Nei, það er ekki hægt, það er ómögulegt. Man ég fjördinn frída og fjallabláan hring. Man ég lœki lída litgrœn tún um kring. Man ég svífa á sænum seglum búin fley, berast fyrir blœnum burt frá strönd og ey. Man ég hátt í hlíðum hjarðir standa á beit Man ég b/óma blíðum búna fagra sveit. Man ég foss úr fjalli fleygjasl sjávar til, hendast stall af stalli sterk með undirspil. Man ég minnar œsku mœtusl draumalönd. Man ég móðurgœzku og milda föðurhönd. Man ég allt er átti ég í þeirri sveit. Frá því fara mátti og framar aldrei leit. Svo brosir þessi 77 ára kona sínu þingeyska hlýja brosi, sem allt frá bernsku hefur yljað mér, enda þótt ég sæi það þá Ijóma á öðru andliti. Þ.M. Breiðaból á Svalbarðsströnd. Æskuheimili Elínrósar Benediktsdóttur. Búið var í þessum bae til 1926. Miiining Höfundur Elínrós Benediktsdóttir frá Breiðabóli Elskulega mamma mín! Mér ei gleymast augun þín, ég sé þau hvar sem sólin skín sómaklœdda eyjalín. Allt þaö sem mér gœfan gaf af gnœgtum þínum numiö var. Heilsu, vilja, þrek og þor þú hefur lagt t' öll mín spor. Ef ég tapaði af því sem ad þú kenndir bernsku í vœri lífiö vonarsnautt viljinn farinn, þrekið dautt. Því mörg hefur bára brött og há brotnað lífsins knerri á. En af þungum ólgusjó öslaði gnoð að landi þó. Því ég eygði vita t vör sem vísaði af hafi knör, það voru ástaraugun þín elskulega mamma mín. Ég hef fengið enn þá einu sinni að líta kœrast Breiðaból bjartri sveipað morgunsól. Það er margt sem minningarnar vekur þegar bernsku lít ég lönd Ijúfust heim á Svalbarðsströnd. Oft ég hugsa um horfnar gleði stundir, þegar barn með bros á kinn, byggði ég litla hólinn minn. Þarna var ég húsfreyja á hólnum hrœrði leir og bjó til brauð brytjaðri gras og mat úr sauð. Eg átti feikn af fénaði á hólnum sem beitti ég í litla laut þar lá það frjálst og sólar naut. En hvar er litla lautin sem var haginn, fyrir kýr og kindurnar, kálfa, lömb og hryssurnar. Víst er litla lautin löngu farin. Eflaust hefur traktor tœtt túnið mitt og endurbœtt. Svona er allt af hólnum mínum horfið, sem hlúði smáa höndin að það hugsar ei framar neinn um það. Líka eru œskuárin liöin en elli stendur stýri við og stefnir fleyi á önnur mið. En ég hrœðist ekki hinstu sporin því ég hygg að alfrjáls önd aftur byggi Svalbarðsströnd. FAXI 233

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.