Faxi - 01.12.1990, Side 42
SVÆÐISSKIPULAG
fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum 1987 - 2007
I september s.l. var haldinn á
Flug-hóteli í Keflavík kynningar-
fundur um nýtt svæðisskipulag fyrir
Suðurnes. Þar voru mættir margir
þeirra er unnið hafa að framgangi
þess máls og hafði Guðjón Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri SSS,
orð fyrir hópnum. Kynnti hann í
upphafi þau gögn sem frammi lágu,
en á veggjum héngu ýmis kort sem
fylgdu skipulaginu. Einnig var
þarna kynnt nýtt jarðfræðikort sem
Landmælingar íslands hafa gefið út
af Reykjanesskaganum í hlutföllun-
um 1 á móti 25.000. Kvað Guðjón
það vel við hæfi að kynna þessi verk
bæði, því þau hefðu bæði verið unn-
in í samvinnu sveitarfélaganna á
Suðurnesjum og í samvinnu við
skipulag ríkisins og Landmælingar
íslands.
Það var Aðalsteinn Júlíusson, for-
maður samvinnunefndar um skipu-
lagsmál á Suðurnesjum sem fylgdi
svæðisskipulaginu úr hlaði.
Það var á árunum 1978 til 1983 að
unnið var að endurskoðun á aðai-
skipulagi Keflavíkur, Njarðvíkur og
varnarsvæðanna svonefndu, þ.e.
Keflavíkurflugvelli og nágrenni.
Verkið var unnið af sameiginlegri
nefnd á vegum áðurnefndra aðila.
Aðalsteinn Júlíusson.
Nokkru áður en nefndin lauk störf-
um, kom fram sú hugmynd að eðli-
legt væri að fleiri sveitarfélög ættu
aðild að aðalskipuiaginu. Undirbún-
ingsfundur var haldinn 2. septem-
ber 1982 og þar kannaður hugur
manna til málsins. Af ýmsum ástæð-
Guðjón Guðmundsson.
um varð ekki af meira starfi, en eftir
fund sem var haldinn 14. júlí 1984
kom hreyfing á málið og var nú rætt
um svæðisskipulag allra sveitarfé-
laganna á Suðurnesjum. í janúar ár-
ið eftir var leitað eftir þátttöku til að
vinna að verkinu og samþykktu öll
sveitarfélögin að vera með og til-
kynntu fulltrúa sína í vinnuhópinn.
Reglur fyrir nefndina voru síðan
settar og staðfestar af félags- og ut-
anríkisráðherrum í apríl 1985. í
framhaldi af þessum samþykktum
voru síðan gerðir samningar við
Verkfræðistofu Suðurnesja hf. og
verkfræðifyrirtækið Fjarhitun hf.
um framkvæmd skipulagsvinnu.
Lokaskýrslu samkvæmt fyrstu áætl-
un skyldi skilað í júní 1987.
Markmið svæðisskipulags er að
móta samræmda heildarstefnu við
þróun byggðar á svæðinu og stuðla
að hagkvæmri þróun. Með svæðis-
skipulagi er mótaður rammi fyrir
aðalskipulag. Nú vildi svo til að um-
©íeíúíeg jóíí
(Sott og for^ceít komanbt
ÞÖKKUM VIÐSKIPTIN Á LIÐNA ÁRINU
LANDSBANKIÍSLANDS
ÚTIBÚ SANDGERÐI
ÚTIBÚ KEFLAVÍKURFL UGVELLI
ÚTIBÚ GRINDAVÍK
234 FAXI