Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1990, Side 48

Faxi - 01.12.1990, Side 48
F/kxi 7.-8. tölublað 50. árgangur Útgefandi: Málfundafélagiö Faxi, Keflavík. Afgreiðsla: Hafnargötu 79, simi 11114. Blaöstjórn: Helgi Hólm ritstjóri, Kristján A. Jónsson aöstoöarritstjóri og Vilhjálmur Þórhallsson. Varamenn: Birgir Guönason og Hjálmar Stefánsson. Hönnun, setning og umbrot: Leturval sf. Filmu- og plötugerð: Myndróf. Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. HELGI HÓLM RITSTJÓRI FAXA SKYRSLA FORMANNS MÁLFUNDAFÉLA GSINS FAXA UM STARFSÁRID'89- 90 Fimmtugasta og fyrsta starfsári Málfundafélagsins Faxa lauk hinn 10. okt. s.l. Á starfsárinu voru haldnir tólf fundir. Fundarsókn var ágæt. Sex félagar sóttu alla fundina. Meðalfundarsókn var 90,275%. Fundir félagsins frá upp- hafi eru orðnir 702. Farið var með eiginkonum í Borgarleikhúsið nýja á leikrit Halldórs Laxness Heimsljós í leikgerð Kjartans Ragnarssonar. Eftirtalin tíu framsöguerindi voru flutt: Hjálmar Stefánsson: Kristján A. Jónsson: Helgi Hólm: Vextir og peningamál. Keflavík á tímamótum. Lánasjóöur íslenskra náms- manna. Margeir Jónsson: Ingólfur Falsson: Gunnar Sveinsson: Hilmar Pétursson: Benedikt Sigurðsson: Vilhjálmur Þórhallsson: Gjaldþrot. Birgir Guðnason: Réttindamál starfsgreina. Hvaö verður um þau mannvirki er þjóna sjávarátveginum? Siglt í norður. Fall kommúnismans. Hvað er framundan? Öll egg í sömu körfu. Um lyfjakostnað. Seinasti stofnfélagi félagsins, Margeir Jónsson, hætti störf- um á árinu en hann var einn af stofnendum þess. Var hann valinn heiðursfélagi. Ber að þakka honum frábær störf. Á árinu 1990 komu út sjö tölublöð af FAXA með hátt í 300 bls., þegar með er talið afmælisblað vegna 50 ára afmælis þess. Ritstjóri FAXA er Helgi Hólm og Kristján A. Jónsson aðstoðarritstjóri. Keflavík, 25. okt. 1990 Vilhjálmur Þórhallsson formaður. Merkisafnutli Faxa Sú staðreynd liggur fyrir og þykir mörgum ótrúleg, að mánaðarblaðið FAXI hefur nú komið út í samfellt fimmtíu ár. Hálf öld í áhugaútgáfu er langur tími og má draga það í efa, að þeir menn sem stóðu að stofnun Faxa hafi reiknað með svo löngum líftíma blaðsins. Við þessi tímamót er ekki úr vegi að rifja lítillega upp brot úr sögu blaðsins, nýjum lesendum til fróð- leiks og hinum eldri til upprifjunar. Málfundafélagið Faxi var stofnað á árinu 1939 og voru stofnfélagarnir sex að tölu. Tilgangurinn með stofn- uninni var sá, að félagarnir myndu þjálfa sig í að standa fyrir málfund- um með því sem því tilheyrði. Þessir menn voru oftar en ekki frumkvöðl- ar í bæjarfélaginu, þegar standa skyldi fyrir ýmsum nýjungum, þannig að sú þjálfun sem þeir fengu í Faxa kom oft að góðum notum. Áhugi vaknar á blaðaútgáfu Þegar kom fram á árið 1940 vakn- aði áhugi meðal Faxafélaga um að bæta við starfsemi félagsins og stofna til blaðaútgáfu. Á Faxafundi þann 24. október það ár flutti Hall- grímur Th. Björnsson framsöguer- indi um blaðaútgáfu í Keflavík. Að umræðum loknum var kosin 3 manna undirbúningsnefnd til að skoða málið nánar. I nefndina völd- ust þeir Hallgrímur Th., Valtýr Guð- jónsson og Kristinn Reyr. Nefndin hafði uppi skjót vinnubrögð og skil- aði áliti fjórum vikum seinna. Faxi verður til Þær upplýsingar sem nefndin hafði aflað sér bentu til þess, að hægt væri að gefa út blað sem stað- ið gæti undir sér. Fylgdi nefndarálit- inu áætlun sem byggt var á: Tekjur: kr. Auglýsingar........... 100,00 Sala 300 eit. á 0,35 . 105,00 Allskr. 205,00 Helgi Hólm, ritstjóri. Gjöld Prentsm.kostn. á 500 eint. 100,00 Pappir .................. 20,00 Myndamót ................ 30,00 Sölukostn. Blaðsölubörn .. 15,00 Ýmis kostnaður .......... 30,00 Tekjur umfram gjöld ..... 10,00 Alls kr. 205,00 Var nú samþykkt í félaginu að ráð- ast í útgáfu blaðs. Var kosin fyrsta blaðstjórnin og var hún skipuð þeim Guðna Magnússyni, Ingimundi Jónssyni, Kristni Reyr, Ragnari Guð- leifssyni og Valtý Guðjónssyni. Fyrsta blaðið 21. desember 1940 Faxi kom út í fyrsta skipti þann 21. des. 1940. Valtýr Guðjónsson fylgdi blaðinu úr hlaði og verður því talinn liafa verið fyrsti ritstjórinn. Strax í upphafi markaði blaðið sér ákveðna stefnu og kemur hún ljóslega fram í eftirfarandi orðum Valtýs: ,,. . .ÞaðsemvakirfyrirMálfunda- félagi Faxa í Keflavík er það ræðst í þessa blaðaútgáfu, er meðal annars þetta: Sú þögn, sem ríkir um menn- ingar- og framfaramál þessa héraðs bæði utan þess og innan, er órétt- mæt og óholl. . . . Þeir (íbúar hér- 240 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.