Faxi - 01.12.1990, Side 51
Líklega hefur þá ekki grunað,
Faxamenn árið 1940, er þeir
hleyptu Faxa af stokkunum, að þeir
væru að hefja útgáfu á tímariti, er
yrði eitt elsta tímarit landsins. Tæp-
lega, enda varla von.
Á þessu ári eru liðin 20 ár frá því
ég hóf fyrir alvöru að leggja Faxa til
efni. í afmælisblaðinu 1980 rakti ég
nokkuð aðdragandann að því
hvernig það hófst.
ídesemberblaðinu 1971 áégstutt-
an leikdóm um Logann helga, sem
Leikfélag Keflavíkur sýndi sama ár.
Ég man að Hallgrímur hringdi til
mín og bað mig um að festa eitthvað
á blað um sýninguna. Þótti mér það
töluverð upphefð, að vera trúað fyr-
ir slíku, jafn ungur og ég var. En ár-
inu áður, 1970, hóf ég reyndar að
skrifa þætti í blaðið fyrir alvöru und-
ir fyrirsögninni: „Drög að sögu
Keflavíkur." Svo hógvært var það.
Nú, þegar ég sit hér og horfi út um
glugga minn á Nýja-Garði, loks orð-
inn reglulegur nemandi í sagnfræði,
reyndi ég að meta þessi skrif í ljósi
fjarlægðarinnar. Eiginlega voru þau
ágæt miðað við aldur minn og að-
stæður. Slík skrif stundar þó enginn
árum saman, nema hann hafi
brennandi áhuga á efninu; sög-
unni. Allri sögu, jafnt keflavískri
sem ó-keflavískri.
Af hverju kviknar slíkur áhugi hjá
svo ungum manni? Það eru sjálfsagt
ýmsar ástæður til þess. Ég hændist
t.d. snemma að gömlu fólki. Lagði
við hlustir þegar það sagði frá. Sag-
an varð mér snemma svo hand-
gengin að ég hef aldrei misst áhuga
á henni. Mér hafa stundum komið í
hug orð ungrar stúlku, sem ég
kynntist á ferðalagi til útlanda,
haustið 1970. Venja var hjá farþeg-
um að hittast við reyksal 1. farrýmis
á þessu skipi. Eitt kvöld hitti ég
þarna unga stúlku, sem vildi dansa
við mig, þó ég kynni reyndar lítið í
þeirri list. Ég lét til leiðast og hélt í
fyrstu fast utan um stúlkuna. En er
leið á kvöldið fannst henni ég verða
æ lausari við, uns hún sagði, þessi
unga stúlka: „Það er ekkert varið
í að vera með þér, þú ert alltaf
með þessu gamla fólki." Nafni og
útliti stúlkunnar hef ég löngu
gleymt, en orð hennar standa
óhögguð í huga mér enn í dag. Ég
efa ekki að þau hafa verið mælt í
Skúli Magnússon.
fyllstu einlægni þess vegna hafa þau
orðið mér minnisstæð.
Eftir að ég byrjaði í sögunámi,
hafa þessi orð stundum komið upp í
huga minn. Þau spegla ýmislegt. Má
vera að einhverjum finnist þau gefa
í skyn litla kvenhylli sagnfræðinga,
en um það skal vitanlega ekki
dæmt. Sagnfræði og rómantík eru
að vísu náskyld fyrirbæri, en hvort
það ræður gengi manna í slíkum
málum, skal ósagt látið. Umfram allt
endurspegla þessi orð ungu stúlk-
unnar mismunandi afstöðu ung-
linga til umhverfisins. Sagan varð
mér snemma eins konar athvarf og
til hennar hef ég leitað jafnt á stund-
um erfiðleika sem léttleika. Sagan
hefur stutt mig í glímu hversdagsins,
í veikindum, heima og heiman. Hún
hefur reynst mér eins og akkerið
sæfarendunum. í sorg og gleði hefur
sagan gefið mér þrótt. Hvers virði er
slík gjöf? Á ekki að rækta hana og
styrkja bæði til einstaklings þroska
og umhverfinu til heilla? Þetta finn
ég núna, þegar ég lít yfir farinn veg.
Skrif í Faxa sl. tuttugu ár eru afleið-
ingar þessa.
Þegar hafin er ritun á keflvískri
sögu, koma þessi skrif mín að góð-
um notum, þó misjöfn séu. Sá var
líka tilgangur þeirra. Þau eru nokk-
urs konar millibil á milli skrifa
Mörtu og þeirra sem nú eru í gangi.
Eiginlega erum við Marta nokkurs
konar „guðfeðgin" þess verks sem
Keflavíkurbær er að láta vinna.
Hvort framhald verður á skVifum
mínum um Keflavík, í Faxa, veit ég
ekki. Eðlilegast væri að hér léti ég
staðar numið. Ótal önnur viðföng
eru nærhendis til að vinna úr. Næst
þegar Faxi á afmæli ræði ég um
þau.
Á Nýja-Gardi 13. október 1990.
Skúli Magnússon.
STAPAFELL — KEFLAVÍK
Ódýr jólatré
Aðventuljós — Ljósahringir
Stjörnutoppar - Blómatoppar
Ljósaseríur — úti og inni
Litaðar ljósaperur
★ ★ ★
Verkfærasett — Verkfærakassar
Bílskúrstjakkar — Topplyklasett
Hleðsluskrúfjárn — Borvélar
Veiðistangir — og hjól
STAPAFELL
SÍMAR 11730 OG 12300
VARAHLUTADEILD
STAPAFELL — KEFLAVÍK
Örbylgjuofnar, 14 gerðir
Saumavélar, 12 gerðir
Hrærivélar, 12 gerðir
Ryksugur, 13 gerðir
Bílaryksugur frá kr. 2.990.-
★ ★ ★
Brauðristar — Kaffivélar
Vöfflujárn — Hraðgrill
Straujárn — Dósaopnarar
Áleggshnífar — Djúpsteikingapottar
Blástursofnar — Eldhúsviftur
STAPAFELL — SÍMI 12300
RAFTÆKJADEILD
FAXI 243