Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.12.1990, Qupperneq 51

Faxi - 01.12.1990, Qupperneq 51
Líklega hefur þá ekki grunað, Faxamenn árið 1940, er þeir hleyptu Faxa af stokkunum, að þeir væru að hefja útgáfu á tímariti, er yrði eitt elsta tímarit landsins. Tæp- lega, enda varla von. Á þessu ári eru liðin 20 ár frá því ég hóf fyrir alvöru að leggja Faxa til efni. í afmælisblaðinu 1980 rakti ég nokkuð aðdragandann að því hvernig það hófst. ídesemberblaðinu 1971 áégstutt- an leikdóm um Logann helga, sem Leikfélag Keflavíkur sýndi sama ár. Ég man að Hallgrímur hringdi til mín og bað mig um að festa eitthvað á blað um sýninguna. Þótti mér það töluverð upphefð, að vera trúað fyr- ir slíku, jafn ungur og ég var. En ár- inu áður, 1970, hóf ég reyndar að skrifa þætti í blaðið fyrir alvöru und- ir fyrirsögninni: „Drög að sögu Keflavíkur." Svo hógvært var það. Nú, þegar ég sit hér og horfi út um glugga minn á Nýja-Garði, loks orð- inn reglulegur nemandi í sagnfræði, reyndi ég að meta þessi skrif í ljósi fjarlægðarinnar. Eiginlega voru þau ágæt miðað við aldur minn og að- stæður. Slík skrif stundar þó enginn árum saman, nema hann hafi brennandi áhuga á efninu; sög- unni. Allri sögu, jafnt keflavískri sem ó-keflavískri. Af hverju kviknar slíkur áhugi hjá svo ungum manni? Það eru sjálfsagt ýmsar ástæður til þess. Ég hændist t.d. snemma að gömlu fólki. Lagði við hlustir þegar það sagði frá. Sag- an varð mér snemma svo hand- gengin að ég hef aldrei misst áhuga á henni. Mér hafa stundum komið í hug orð ungrar stúlku, sem ég kynntist á ferðalagi til útlanda, haustið 1970. Venja var hjá farþeg- um að hittast við reyksal 1. farrýmis á þessu skipi. Eitt kvöld hitti ég þarna unga stúlku, sem vildi dansa við mig, þó ég kynni reyndar lítið í þeirri list. Ég lét til leiðast og hélt í fyrstu fast utan um stúlkuna. En er leið á kvöldið fannst henni ég verða æ lausari við, uns hún sagði, þessi unga stúlka: „Það er ekkert varið í að vera með þér, þú ert alltaf með þessu gamla fólki." Nafni og útliti stúlkunnar hef ég löngu gleymt, en orð hennar standa óhögguð í huga mér enn í dag. Ég efa ekki að þau hafa verið mælt í Skúli Magnússon. fyllstu einlægni þess vegna hafa þau orðið mér minnisstæð. Eftir að ég byrjaði í sögunámi, hafa þessi orð stundum komið upp í huga minn. Þau spegla ýmislegt. Má vera að einhverjum finnist þau gefa í skyn litla kvenhylli sagnfræðinga, en um það skal vitanlega ekki dæmt. Sagnfræði og rómantík eru að vísu náskyld fyrirbæri, en hvort það ræður gengi manna í slíkum málum, skal ósagt látið. Umfram allt endurspegla þessi orð ungu stúlk- unnar mismunandi afstöðu ung- linga til umhverfisins. Sagan varð mér snemma eins konar athvarf og til hennar hef ég leitað jafnt á stund- um erfiðleika sem léttleika. Sagan hefur stutt mig í glímu hversdagsins, í veikindum, heima og heiman. Hún hefur reynst mér eins og akkerið sæfarendunum. í sorg og gleði hefur sagan gefið mér þrótt. Hvers virði er slík gjöf? Á ekki að rækta hana og styrkja bæði til einstaklings þroska og umhverfinu til heilla? Þetta finn ég núna, þegar ég lít yfir farinn veg. Skrif í Faxa sl. tuttugu ár eru afleið- ingar þessa. Þegar hafin er ritun á keflvískri sögu, koma þessi skrif mín að góð- um notum, þó misjöfn séu. Sá var líka tilgangur þeirra. Þau eru nokk- urs konar millibil á milli skrifa Mörtu og þeirra sem nú eru í gangi. Eiginlega erum við Marta nokkurs konar „guðfeðgin" þess verks sem Keflavíkurbær er að láta vinna. Hvort framhald verður á skVifum mínum um Keflavík, í Faxa, veit ég ekki. Eðlilegast væri að hér léti ég staðar numið. Ótal önnur viðföng eru nærhendis til að vinna úr. Næst þegar Faxi á afmæli ræði ég um þau. Á Nýja-Gardi 13. október 1990. Skúli Magnússon. STAPAFELL — KEFLAVÍK Ódýr jólatré Aðventuljós — Ljósahringir Stjörnutoppar - Blómatoppar Ljósaseríur — úti og inni Litaðar ljósaperur ★ ★ ★ Verkfærasett — Verkfærakassar Bílskúrstjakkar — Topplyklasett Hleðsluskrúfjárn — Borvélar Veiðistangir — og hjól STAPAFELL SÍMAR 11730 OG 12300 VARAHLUTADEILD STAPAFELL — KEFLAVÍK Örbylgjuofnar, 14 gerðir Saumavélar, 12 gerðir Hrærivélar, 12 gerðir Ryksugur, 13 gerðir Bílaryksugur frá kr. 2.990.- ★ ★ ★ Brauðristar — Kaffivélar Vöfflujárn — Hraðgrill Straujárn — Dósaopnarar Áleggshnífar — Djúpsteikingapottar Blástursofnar — Eldhúsviftur STAPAFELL — SÍMI 12300 RAFTÆKJADEILD FAXI 243
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.