Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1990, Page 59

Faxi - 01.12.1990, Page 59
SKÓIAR A SUÐURNESJUM fgwiwr; aaasiBii«ai£ VOLVO Saga Gagnfræðaskólans í Keflavík og Holtaskóla--------3# hluti— Skólaferðalög Skólaferðalög hafa alltaf verið fastur liður í skólastarfinu þar sem nemendur að loknum prófum gleyma amstri og áhyggjum og ferðast með kennurum sínum um landið, njóta náttúrufegurðar og skemmtunar áður en sumarvinn- an tekur við. 2. júní 1953 fóru nemendur Gagnfræðaskólans í sitt fyrsta skólaferðalag. Þá fóru nemendur 2. 3. og 4. bekkja í tveggja daga ferðalag vestur í Dali. Næsta vor fóru svo nemendur sömu árganga norður í land, til Akureyrar og 01- afsfjarðar og tóku þar þátt í sund- móti íslands. Vorið 1956 lágu þeir sem tóku landspróf miðskóla í 3 daga í tjöldum í Laugardal en nemendur 2. og 4. bekkja fóru í ferðalag um Suðurland. Á næstu árum fóru eingöngu 2. og 4. bekkir í ferðalög og þá ýmist til Akureyrar eða um Snæfellsnes og Dali. Það er svo vorið 1963 að sú hefð komst á að 4. bekkingar (síðar 9. bekkingar) fara í þriggja daga ferðalag til Akureyrar og um Norðurland að loknum prófum. 2. bekkur (síðar 7. bekkur) fór á þessum árum í ferðalög vestur á Snæfellsnes og Dali en árið 1977 leggjast þessi ferðalög niður og í þeirra stað komu fermingarferða- lögin á vegum sóknarprestsins um Suðurland. Vorið 1986 gafst 9. bekkingum kostur á að fara til Frakklands í tengslum við samskipti skólans við St. Paul í Hem, vinabæ Kefla- víkur í Frakklandi. Hafa þær ferð- ir orðið að árvissum viðburði og fjármagna nemendur þær að mestu leyti sjálfir með ýmis konar fjáröflun. Sama máli gegnir um ferð 8. bekkinga til Miðvogs í Fær- eyjum í vor en þeim nemendum 8. bekkjar sem áhuga höfðu gafst kostur á að fara í þá ferð. Skíðaferðalög hafa verið fastur liður í skólastarfinu frá árinu 1971 og hafa nemendur gist í skálum Í.R. og Víkings í Jósepsdal. Þessar skíðaferðir hafa reynst ógleyman- legar þeim kennurum og nem- endum sem tekið hafa þátt í þeim og alltaf er það svo að hvernig sem viðrar láta nemendur engan bilbug á sér finna og njóta hollrar útivistar og hreyfingar til hins ýtr- asta. Síðastliðin tvö ár hafa nemend- ur 8. og 9. bekkja gist í skálum á Bláfjallasvæðinu en nemendur 6. og 7. bekkja hafa frá upphafi ein- ungis farið í dagsferðir og þá tvisvar til þrisvar sinnum yfir vet- urinn. Kostnaður við skólaferðalögin hefur verið greiddur allverulega niður með hagnaði nemendafé- lagsins af sölu í „Lúbarnum" og skemmtunum skólans. Erlend samskipti Eins og fyrr er getið hafa all- margir erlendir skiptinemar stundað nám við skólann og áhugi nemenda á erlendum mál- efnum og samskiptum við önnur lönd verið viðloðandi Gagnfræða- FAXI 251

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.