Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.1990, Síða 59

Faxi - 01.12.1990, Síða 59
SKÓIAR A SUÐURNESJUM fgwiwr; aaasiBii«ai£ VOLVO Saga Gagnfræðaskólans í Keflavík og Holtaskóla--------3# hluti— Skólaferðalög Skólaferðalög hafa alltaf verið fastur liður í skólastarfinu þar sem nemendur að loknum prófum gleyma amstri og áhyggjum og ferðast með kennurum sínum um landið, njóta náttúrufegurðar og skemmtunar áður en sumarvinn- an tekur við. 2. júní 1953 fóru nemendur Gagnfræðaskólans í sitt fyrsta skólaferðalag. Þá fóru nemendur 2. 3. og 4. bekkja í tveggja daga ferðalag vestur í Dali. Næsta vor fóru svo nemendur sömu árganga norður í land, til Akureyrar og 01- afsfjarðar og tóku þar þátt í sund- móti íslands. Vorið 1956 lágu þeir sem tóku landspróf miðskóla í 3 daga í tjöldum í Laugardal en nemendur 2. og 4. bekkja fóru í ferðalag um Suðurland. Á næstu árum fóru eingöngu 2. og 4. bekkir í ferðalög og þá ýmist til Akureyrar eða um Snæfellsnes og Dali. Það er svo vorið 1963 að sú hefð komst á að 4. bekkingar (síðar 9. bekkingar) fara í þriggja daga ferðalag til Akureyrar og um Norðurland að loknum prófum. 2. bekkur (síðar 7. bekkur) fór á þessum árum í ferðalög vestur á Snæfellsnes og Dali en árið 1977 leggjast þessi ferðalög niður og í þeirra stað komu fermingarferða- lögin á vegum sóknarprestsins um Suðurland. Vorið 1986 gafst 9. bekkingum kostur á að fara til Frakklands í tengslum við samskipti skólans við St. Paul í Hem, vinabæ Kefla- víkur í Frakklandi. Hafa þær ferð- ir orðið að árvissum viðburði og fjármagna nemendur þær að mestu leyti sjálfir með ýmis konar fjáröflun. Sama máli gegnir um ferð 8. bekkinga til Miðvogs í Fær- eyjum í vor en þeim nemendum 8. bekkjar sem áhuga höfðu gafst kostur á að fara í þá ferð. Skíðaferðalög hafa verið fastur liður í skólastarfinu frá árinu 1971 og hafa nemendur gist í skálum Í.R. og Víkings í Jósepsdal. Þessar skíðaferðir hafa reynst ógleyman- legar þeim kennurum og nem- endum sem tekið hafa þátt í þeim og alltaf er það svo að hvernig sem viðrar láta nemendur engan bilbug á sér finna og njóta hollrar útivistar og hreyfingar til hins ýtr- asta. Síðastliðin tvö ár hafa nemend- ur 8. og 9. bekkja gist í skálum á Bláfjallasvæðinu en nemendur 6. og 7. bekkja hafa frá upphafi ein- ungis farið í dagsferðir og þá tvisvar til þrisvar sinnum yfir vet- urinn. Kostnaður við skólaferðalögin hefur verið greiddur allverulega niður með hagnaði nemendafé- lagsins af sölu í „Lúbarnum" og skemmtunum skólans. Erlend samskipti Eins og fyrr er getið hafa all- margir erlendir skiptinemar stundað nám við skólann og áhugi nemenda á erlendum mál- efnum og samskiptum við önnur lönd verið viðloðandi Gagnfræða- FAXI 251
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.