Faxi - 01.12.1990, Side 60
Siguröur Þorkelsson, skólastjóri
Holtaskóla.
skólann eins og sjá má á því að ár-
ið 1967 á degi Sameinuðu Þjóð-
anna söfnuðu nemendur fé (8.032
kr.) handa tíbeskum flóttamönn-
um.
Axel Jónsson, formaöur skóla-
nefndar.
Árið 1985 var svo brotið blað í
samskiptum skólans við önnur
lönd þegar nemendur Holtaskóla
tóku upp bréfasamband við nem-
endur í St. Paul skóla í Hem,
Hrefna Traustadóttir, formaöur
foreldra- og kennarafélagsins.
Frakklandi. Frumkvöðlar að þess-
um samskiptum voru þau Fran-
cois Scheefer, Frakklandi og Hild-
ur Harðardóttir, kennari. Nem-
endur skólanna skiptust á bréfum,
hljómsnældum, gáfu út blöð með
upplýsingum um skóla og lönd og
sendu milli skóla, auk mynda og
myndbanda.
Þessi samskipti tókust svo vel
að um vorið 1986 var komið á
gagnkvæmum heimsóknum.
Frönsku nemendurnir gistu á
heimilum pennavina sinna hér og
að loknum prófum endurguldu
nemendur Holtaskóla heimsókn-
ina. Markmiðið með þessum sam-
skiptum var að kynnast menn-
ingu og siðum annars lands af eig-
in reynslu auk þess sem þessi sam-
skipti voru liður í enskunámi nem-
enda beggja landa. Þóttu þessi
samskipti takast svo vel að bæjar-
fulltrúar beggja landa tóku þátt í
þeim næsta ár og voru formleg
vinabæjatengsl staðfest af bæjar-
stjórnum Hem og Keflavíkur 15.
maí 1987.
Heimsóknir þessar hafa sett
svip sinn á skólastarfið því
frönsku nemendunum er kennt í
skólanum hér á meðan á heim-
sókninni stendur. Það eru þó að-
eins 2 stundir á dag og annast
frönsku kennararnir kennsluna
en nemendur fá að reyna hvernig
er að vera nemandi í íslenskum
skóla.
Þeir nemendur sem eru í bréfa-
sambandi við Frakka ganga svo
flestir í „Frakklandsvinafélagið"
sem starfar allan veturinn við fjár-
öflun til ferðalagsins með ýmis
konar móti, s.s. útgáfu og sölu á
jólakortum, blaðaútburði, köku-
basar, flóamarkaði, maraþoni og
sölu á merkjum og ýmsu öðru fyr-
ir félagasamtök hér í bæ.
Sömu sögu er að segja af sam-
skiptum 8. bekkja við vinabæ
okkar í Færeyjum, Miðvag. Þau
tengsl eru í beinu sambandi við
dönskunámið og fjáröflun er á
sama hátt. Fyrsta heimsókn
frænda okkar Færeyinga var vor-
ið 1989 og hluti 8. bekkjar fór svo
til Færeyja í vor sem leið.
Þá hafa kennarar einnig haft
samskipti sín á milli og var það
fyrst árið 1979 að danskur kenn-
ari, Sören Mortensen kom hingað
í heimsókn og kenndi við skólann
nokkra tíma og hefur síðan að-
stoðað dönskukennara við ýmis-
legt varðandi námsefni s.s. upp-
FRAMHALD Á BLS. 259
Blaðstjórn FAXA
sendir lesendum blaðsins
bestu óskir um
gteðiCeg jóí
Keflavík
Tilkynning um umferð
Frá 10. til 24. desember er vöruferming og
afferming á Hafnargötu bönnuð á almennum
afgreiðslutíma verslana.
Keflavík, í desember 1990.
Lögreglustjórinn í Keflavík
Jón Eysteinsson
252 FAXI