Faxi - 01.12.1990, Qupperneq 62
Einhvers staðar langt út í hafsauga er lítil eyja sem
heitir Slagviðra. Fáir hafa heyrt hennar getið en
engu að síöur býr þar stolt og myndarlegt fólk, að
mestu afkomendur fornra sjóræningja og víkinga.
Eyjaskeggjar tala ótrúlega gamalt tungumál sem er
þó blæbrigðaríkt og fullt af furöulegustu
búkhljóðum. Sumir fullyrða að það sé í raun og veru
ómemguð* sanskrít. (* Ritháttunnn meingun finnst mér réttari
en mengun þar sem oröið er dregið af mein; mein-gun.
höfundur) Ekki veit ég hversu mikið er til í því en það
tók mig fjögur ár, af þeim áratug sem ég hef búið
hér, að læra það að einhverju gagni. Ég átti í álíka
miklum erfiðleikum með framburðinn og málfræðma
en hún er öll morandi í aukareglum og undan-
tekningum.
Orðaval og setningaskipan er mjög framandi fyrir
útlendinga þar sem máhð er fullt af orðtökum sem
geta táknað algerlega óskyld hugtök. Til dæmis er
bókstafleg þýðing hugtaksins „Ég er mjög þreyttur“
svona: „Þung segl hafa mér fallió um hrufluó hné.“
Kveðjan „Komdu sæll“ er yfirleitt orðuð þannig:
,,Hnjuffl ö hrrígh virþ dlahljas" sem þýðir orðrétt:
„Hellist íhjarta þér hlátur." Að vísu nota menn þara
síðasta oróið, dlahljas, þegar þeir hittast á götu nú á
tímum, en útlendingar verða oft dauðskelkaðir þegar
einhver slær á öxl þeirra og segir þetta vió þá.
„Dlahljas."
Alls eru fjörutíu og tveir eða fjörutíu og þrír
bókstafir í stafrófi Slagviðrmga og fer það eftir því
hvort vinstri- eða hægrismnuð stjórn situr viö völd.
Annars er tungumálið stolt eyjarskeggja enda er það
hvergi talað annars staðar — og svo var fornaldar-
saga þjóðarinnar rituð á slagviðrsku fyrir einum sjö
eða átta öldum.
Svo merkileg þykir þeim þessi saga, sem er til í
rúmlega fjörutíu, þykkum bindum, að þeir geta ekki
hugsað sér að láta tunguna taka eðlilegum
breytingum. Og svo vænt þykir þeim um málið sitt að
útlendingar, sem af emhverjum ástæðum vilja setjast
að á eyjunni, verða að breyta um nafn þannig að það
samræmist tungutaki gömlu villimannanna.
Þannig verður t.d. maður sem heitir Þorgeir
Skarphéöinsson umskírður og framvegis kallaður
TVARAGHNÚLAS SKRABÍHNOFBVÚLHN ef hann
sest að meðal innfæddra.
Ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég heiti hérna,
en ég var heilan mánuð að læra að bera nýja nafnið
mitt fram. Reyndar fór fyrsta vikan í einhvers konar
allsherjar skemmtun meðal kennara mmna. Þeir
hlógu sig alveg máttlausa þegar þeir heyrðu mig
segja til nafns og kölluðu jafnvel á vini og
vandamenn til að hlæja meó sér að mér. Einn
þessara kennara skellir upp úr enn þann dag í dag
ef hann hittir mig á götu. Efhann mætir svo
einhverjum kunningja sínum skömmu síöar, á hann
það til að snúa við, ásamt þeim, og spyrja mig aó
heiti. Ef ég segi honum nafnskrípió mitt hlær hann
eins og slóttugur hrossaprangari og vimr hans taka
undir svo að ég er farinn að segja „Enn haldast
skriður í fjalli" en það þýðir ,,sama og síðast".
En þótt íbúar Slagviðru séu mun færri en fbúar
eyja á borð við Asoreyjar eða Barbados, þá eru þeir
furðu natnir við að skaprauna stjórnvöldum ýmissa
stórþjóða meó því að heimta af þeim gamlar
skruddur, fúnar segldruslur eða stemrunna
selshreifa sem einhverntíma í fyrndinni tilheyrðu
þessari yfirþyrmilega stoltu þjóð.
Ég heyrði því fleygt um daginn að þeir hefðu
kostað heilmiklu til, fyrir nokkrum áratugum, að ná
aftur uppstoppuðu fuglshræi sem mnfæddur maóur
hafói einhvern tíma selt úr landi í fylliríi — en líklega
er þaó bara kjaftasaga.
Mörg háhitasvæói eru á eyjunm og íbúarnir hafa
auðvitað lært að hagnýta sér þessa óþrjótandi
auðlind. Þegar orkuskortur fer að gera vart við sig
kasta þeir öflugri sprengju úr hæfilegri fjarlægð á
líklegan stað og ef nýr hver myndast, byggja þeir
hús yfir hann. Svo leiða þeir jarðhitann gegn um rör
út úr húsinu og í næsta byggðarlag.
Stundum misheppnast svona tilraunir að vísu svo
heiftarlega að ýmis óæskileg öfl losna úr læöingi og
verða þá tíðir jarðskjálftar. Jafnvel eldgos. Þá taka
þeir bara myndir af öllu saman og gefa þær út í
bókum sem þeir reyna aó selja á erlendum markaði.
Ef það mistekst má alltaf reyna að pranga þessu inn
á túrista.
Þeir deyja ekki ráóalausir þessir kappar, enda
ýmsu vanir.
Staða eyjarinnar og fráhrindandi nafn, Slagviðra,
valda því eflaust aó feróamannastraumur er mjög
lítill hingað. Flestir af þeim sem leggja leið sína til
þessa furðulands eru náttúrudýrkendur og
ævintýramenn, ef þeir hafa þá ekki hremlega farið
upp í vitlausa flugvél. Margir þeirra hrífast þó af
framandi landslagi eyjarmnar og óstýrilátn hegðun
höfuðskepnanna hérna norður við hafsauga. Hér eru
líka þúsund náttúruundur og vel það þótt eyjan sé
ekki stór; mörg virk eldfjöll, hrikalegir jöklar,
beljandi vatnsföll, spúandi hverir og risastór gljúfur.
Sjálfir eru eyjarskeggjar þó hrifnan af skógum og
gróðurlendi ýmisskonar. Það er nú dálítió sorglegt
vegna þess að tré þrífast yfirleitt ekki vel hérna og
ýmsar kostnaðarsamar tilraunir til að auka gróðurfar
hafa farið út um þúfur*. (* vt um þúfur' = ‘Out about
hillocks' á ensku).
Það sem innfæddir kalla skóga er í rauninni ekki
annað en lyngmóar og kjarrlendi þar sem miðlungs
háir runnar ná meðalmanni aðeins upp í axlir. Sá
sem viilist í slíkum skógum þarf því ekki að gera
annað en að standa upp og líta í kring um sig. Og
svo eru „skógarnir" ekki mjög stórir að flatarmáli
heldur. Til dæmis er einn vinsælasti skógur landsms,
Pilsfaldaskógur, ekki mikið stærri um sig en Hyde
Park í London.
í fornu slagviórsku handriti segir að í árdaga hafi
eyjan verið „skógi þakin langt í sjó fram og
sumsstaðar langt út á mið" en í dag bendir fátt til
þess. Þó er einn virkilegur skógur hérna: Drullu-
sokkaskógur. Hann er í kyrrlátum dal í einu af
fámennustu héruöum landsins. Þar geta trén orðið
um 40 metra há og digur eftir því. En landsmenn eru
ekki hnfnir af skógmum. Þeim finnst of dimmt í
honum, fá mnilokunarkennd og halda því fram að
hann sé fullur af draugum og drekum.
Margar tilraunir hafa verið gerar til að rækta hveiti
og ýmsar korntegundir hér á eyjunni en fram að
þessu hefur mönnum ekki tekist að láta neitt slíkt
tolla í jörðinni. Annað hvort hafa tryllmgslegir
stormar feykt öllu korninu út á rúmsjó eóa þá að öll
uppskeran hefur fennt í kaf — jafnvel þótt hásumar
254 FAXI