Faxi - 01.12.1990, Blaðsíða 67
FRAMHALD AF BLS. 251
lestur á kassettur og útvegun
myndbanda og annars námsefnis.
Gestakennaraskipti hafa einnig
verið um tveggja ára skeið, við
Hjörring, vinabæ okkar í Dan-
mörku og hafa þau Jónína Guð-
mundsdóttir og Ketill Jósefsson
tekið þátt í þeim fyrir hönd Holta-
skóla. Reyndar hafa allir vinabæir
okkar á Norðurlöndum sýnt þess-
um kennaraskiptum mikinn
áhuga og vilja taka þátt í þeim og
auka tengsl skólanna í vinabæjun-
um.
Félagslíf skólans
Nemendur stofnuðu skólafélag
þegar á fyrsta starfsári skólans og
hélt það skemmtifundi í skólanum
en árshátíðir voru haldnar í Ung-
mennafélagshúsinu til vorsins
1956. Frá því ári voru árshátíðir
haldnar í samkomuhúsinu í
Ytri-Njarðvík (Krossinum) til árs-
ins 1966 þegar árshátíðin var flutt
í Félagsheimilið Stapa og hefur
hún verið haldin þar síðan.
Þessir fyrstu skemmtifundir
voru oftast í formi málfunda.
Haldin voru spilakvöld, taflkvöld,
knattspyrnukeppnir milli bekkja
o.fl. þá tóku nemendur skólans
þátt í sundmótum og íþrótta-
keppnum milli skóla.
Skólaárið 1955—56 hefur að
vissu leyti markað þáttaskil í fé-
lagslífi skólans því að þrátt fyrir
að allir skemmtifundir hafi verið
bannaðir til 22. des. vegna mænu-
veikifaraldurs þá hafa nemendur
bætt úr því seinni hluta árs.
Það ár var taflfélag stofnað og
frá og með þeim vetri hafa nem-
endur farið í leikhúsferðir til
Reykjavíkur og hefur sá siður
haldist óslitið til dagsins í dag.
Leikhúsferöirnar (og nú á seinni
árum kvikmyndahúsferðir) hafa
verið árviss viðburður í skóla-
starfinu, allt að 3—4 ferðir á vetri
og hafa nemendur séð þau verk
sem hæst hafa þótt bera á því
sviði og er athyglisvert að, með
árabili þó, er um sömu verk að
ræða, þótt í nýjum búningi séu,
s.s. íslandsklukkan o.fl. sígild
verk.
Þennan vetur var einnig stofn-
uð hljómsveit nemenda sem var
skipuð þeim Ragnari Eðvaldssyni,
Magnúsi Sigtryggssyni, Þóri Bald-
urssyni og Eggert Kristinssyni og
fengu þeir gjarnan ýmsa söngvara
til liðs við sig eins og t.d. Einar
Júlíusson sem þá var aðeins 12
ára en þótti samt efnilegur. Þess
má geta hér aö á einni árshátíð-
inni söng hann lagið ,,Diana“ 13
sinnum og þótti engum það of oft!
Þessi hljómsveit lék á flestum
skemmtunum skólans næstu vet-
ur þótt um mannaskipti væri að
ræða eins og þegar nemendur yf-
irgáfu skólann og má segja að hún
hafi mótað upphafiö að þeirri
miklu tónlistarbylgju sem setti
svip sinn á Keflavík á næstu árum.
Á þessum árum snerist líf ungling-
anna svo mjög um tónlist að Kefla-
vík hlaut viðurnefnið ,, Bítlabær-
inn“ eða „Tónlistarbærinn Kefla-
vík“.
Margir af þekktustu tónlistar-
mönnum landsins hófu feril sinn á
þessum skemmtunum og skóla-
hljómsveitir voru viöloðandi skól-
ann nær óslitið til dagsins í dag.
Meðal þeirra hljómsveita sem í
skólanum litu fyrst dagsins ljós má
nefna Skugga, Eccho, Nesmenn,
Rofa, Bólu-Hjálmar, Vébandið,
Trassa, Az, Pandoru, Pikk, Ofris
o.fl.
Þekkt nöfn þeirra sem í þessum
hljómsveitum voru eru m.a.
Gunnar Þórðarson, Karl Her-
mannsson, Rúnar Júlíusson,
Magnús Kjartansson, Magnús Sig-
mundsson, Jóhann Helgason o.fl.
Vert er að geta þess hér að árið
1987 gaf Axel Jónsson veitinga-
maður, skólanum 10 stórar mynd-
ir af keflvískum tónlistarmönn-
um. Myndir þessar voru unnar af
nemendum Fjölbrautaskóla Suður-
nesja og prýða þær nú samkomu-
sal skólans.
Segja má að önnur merk tíma-
mót verði í félagslífi skólans þegar
æskulýðsstarfsemi Keflavíkur
fluttist í húsnæði Gagnfræðaskól-
ans veturinn 1977—1978. Með til-
komu þeirrar breytingar jókst fé-
lagslífið verulega, opin hús tvisv-
ar í viku og diskótek hálfsmánað-
arlega auk hinnar margvíslegu
klúbbastarfsemi.
í upphafi voru opin hús þó ald-
ursskipt eftir árgöngum, tveir ár-
gangar saman einu sinni í viku en
eru nú tvisvar í viku fyrir alla sem
áhuga hafa. Diskótek skólans hafa
oft einkennst af hinum ýmsu
straumum og stefnum í þjóðfélag-
inu og hafa það löngum verið best
sóttu skemmtanir skólans, m.a.
Greasekvöld, Bítlakvöld, pönk-
kvöld, kúrekakvöld og svo má
lengi telja. Þá eru grímuböll, bin-
gó, spilakvöld, hæfileikakeppnir
og svo að sjálfsögðu jólahátíð og
«Fjölbrautaskóli
Suðurnesja
Vorönn 1991
Stundaskrá verdur afhent fimmtudaginn 10.
janúar 1991 gegn greiðslu innritunargjalds, kr.
4.500. Staðfestingargjald dregst frá þeirri upp-
hæð.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánu-
daginn 14. janúar.
Viðtöl við skólaráðgjafa eftir samkomulagi.
Skólameistari.
! 1 REIl dUNIÐ ORKU- ININGANA
Eindagi orkureikninga er
15. hvers mánaðar.
Látið orkureikninginn
hafa forgang
1 Hitaveita
Suðurnesja
FAXI 259