Faxi - 01.12.1990, Side 79
í Gullbringu- og Kjósarsýslu fyrst bif-
reiða og bar númerið GKl, og sjálfur
var Gunnar fyrsti bílstjórinn í Gull-
bringusýslu með ökuskírteini no. 1.
Hann tók strax upp fastar ferðir
einu sinni í viku milli Keflavikur og
Reykjavíkur og gerðist jafnframt
arftaki Jónatans með póstflutninga
á þessari leið, og náðu ferðirnar til
Garðs, Sandgerðis og Hafna jafnóð-
um og bílfært var á þá staði,
1918—1920 hækkuðu fargjöld mikið
og voru 1920 komin í 16 krónur en
þá lækkaði Gunnar í kr. 12 vegna
aukinnar samkeppni en 1923 seldi
hann bíl sinn Steindóri Einarssyni
en hélt samt hinum sömu ferðum
áfram í þjónustu Steindórs. Þrátt fyr-
ir að bæjarfógeti í Hafnarfirði og
sýslumaður Gullbringu- og Kjósar-
sýslu væri sá hinn sami voru þrjár
merkingar á bílnum, þ.e. GK, fyrir
Gullbringu, KS, fyrir Kjós, og HF,
fyrir Hafnarfjörð.
Þriðja mannslátið af völdum bif-
reiða hérlendis, varð hér í Keflavík
í apríl 1920 er Einar Jónsson fyrr-
verandi hreppstjóri varð fyrir bíl og
beið bana. Sumarið áður lézt öldruð
kona af sömu völdum og bifreiða-
stjóri velti bifreið sinni í Kömbunum
og beiö bana.
Sumarið 1927 var í fyrsta skipti
farið í bíl að Reykjanesvita að talið
er, og hefur verið farið þangað á bíl
síðan, þótt jafnvel enn þann dag í
dag sé illfært á köflum. En hér hafði
verið brotin ný leið og hafði þau
áhrif að á fjórða hundrað gestir
komu að Reykjanesvita þetta sumar,
eða næstum því helmingi fleiri en
sumarið næsta á undan.
Ekki varð þó komist lengra en að
hvernum Gunnu, nokkru frá hon-
um. Bílstjóri í þessari fyrstu ferð var
kunnur bílstjóri úr Reykjavík, Sigur-
jón Jóhannesson, árið eftir komst
bifreið alveg heim í hlað á Reykja-
nesi og var sagt frá því í Morgun-
blaðinu 24. júlí 1928, en Guðmund-
ur Bárðarson náttúrufræðingur og
síðar prófessor ásamt tveimur út-
lendingum auk Ingólfs Einarssonar
bílstjóra fóru til Reykjaness og fóru
svo létt yfir að aldrei þurfti að ganga
af bílnum, en bílstjórum sem kunna
að aka þangað í sumar er ráðlagt að
hafa keðjur á hjólunum því víða er
sandur sem hjólin geta snúist í án
þess að renna áfram.
í öðru blaði 28. júlí er sagt frá því
að vitavörðurinn á Reykjanesi Ólaf-
ur Sveinsson hafi reynt að fá lagðan
veg yfir hraunið að bústað sínum,
lagði hann sjálfur langan spöl og
gerði greiðfæran: Á þinginu í vetur
voru honum veittar 800 kr. til þessa
vegar, en vitavörðurinn fær þær
ekki greiddar fyrr en á næsta ári. En
þar sem hann gat ekki unað því að
vera vegalaus í sumar, þá vann hann
sér inn nokkur hundruð krónur í
vor og hefur hann nú fullgert veg-
inn. Segir hann að nú sé bílfært úr
Staðarhverfi út á Reykjanes og að
vegurinn sé síst verri en aðrir vegir
sem notaðir eru hérlendis. Reykja-
nes sé ákjósanlegasti skemmtistað-
ur fyrir Reykvíkinga; Margir mundu
og hafa farið þangað suður eftir ef
vegfæri hefði verið. En nú er vegur-
inn kominn og geta menn því hafið
ferðir þangað: Áhugi og dugnaður
Ólafs vitavarðar hafa augsjáanlega
átt drýgstan þáttinn í að opna þenn-
an bílveg, en hann gerði auk þess
mikið af grjótgörðum til upp-
græðslu, en var aðeins vitavörður í
5 ár á Reykjanesi, var þá látinn fara
vegna deilna við vitamálastjóra,
sennilega fyrir að vera of athafna-
samur. Vegur frá Höfnum annar en
jeppatroðningum var ekki lagður
fyrr en um 1950 er forseti Islands
kom þangað og varð svo hrifinn af
staðnum að honum var gefið Litla
Fell 1957, seinna var vegurinn
byggður upp.
Eins og fram hefur komið var
Gunnar Sigurfinnsson fyrsti bílstjór-
inn og bíleigandinn hér á Suðurnesj-
um eða í Keflavík á Overland 1916.
í Grindavík eignaðist Einar Ein-
arsson í Garðhúsum fyrsta bílinn,
eins tonna Ford vörubíl og síðan
fimm manna Ford blæjubíl.
I Vogum var það Bifreiðafélag
Vatnsleysustrandarhrepps og bif-
reiðastjóri Eiríkur Sigurðsson. Var
þetta 'Va tonna Ford T árg. 1919 og
jafnframt fyrsti mjólkurbíllinn hér á
landi, rekinn á félagslegum grunni.
í Njarðvíkum var það Þorbergur
Magnússon í Hólmfastkoti sem
eignaðist vörubíl, Ford T árgerð
1918.
í Sandgerði var það Miðneshrepp-
ur sem keyptu Ford vörubíl 1925 og
var Jóhannes Eiríksson fyrstur bíl-
stjóri. Bifreið þessi fékk viðurnefnið
Alheimur vegna þess hve margir
töldu sig eiga hlut í bílnum.
í Garðinum kom um svipað leyti
eins bíll, Ford 1925, keyptur af
nokkrum bændum til, m.a., mjólk-
urflutninga. Hann hlaut nafnið
Þrasi vegna ósamkomulags eig-
enda. Einnig kom vörubifreið af
Ford-gerð en bílstjórar voru þeir Sig-
urgeir Ólafsson, Nýjabæ, og Sumar-
liði Eiríksson á Meiðastöðum.
í Höfnum voru þeir Guðmundur
Sveinbjörnsson og Þorsteinn Árna-
son fyrstir með Ford pallbíla.
Fyrsti díeselvagninn á íslandi kom
til Keflavíkur 1935 og var í eigu
Þórðar Péturssonar. Það olli nokkr-
um erfiðleikum í byrjun að bifreiðin
var talsvert breiðari en aðrar þær
bifreiðir sem fyrir voru, því hjólförin
pössuðu ekki.
í þessari samantekt minni hef ég
rekist á margt áhugavert um sam-
göngur og bílamál hér á Suðurnesj-
um sem vert væri að safna saman
og vinna úr, vildi ég gjarnan að það
yrði gert af mér hæfari mönnum í
slíkum málum.
Heimildir og ýmsar frásagnir í
grein þessari eru úr safni Guðlaugs
K. Jónssonar og eru í eigu Bílgreina-
sambandsins.
Óskum Suðurnesjamönnum
gleðilegra jóla
og farsœls komandi ársí
Þökkum viðskiptin á árinu
Gleraugnciverslun
Keflcivíkur
Óskum nemendum okkar og foreldrum
þeirra
gíebiíegra jóía
og farsœldar á komándi ári.
Þökkum ánœgjulegt samstarf.
KENNARAR OG STARFSLIÐ
MYLLUBAKKASKÓLA
ÍSLENZKUR MARKADUR HF.
óskar Suöurnesjamönnum
gíeöiíegra ióía
og farSœlbar ó komanbt drt.
Þökkum viöskiptin á árinu
FAXI 271