Faxi - 01.12.1990, Side 80
MINNING
Þorsteinn Kristinn Halldórsson
F. 22. febrúar 1912 - D. 19. janúar 1990
Mér er það bæði ljúft og skylt að
minnast föður míns Þorsteins Krist-
ins Halldórssonar frá Borg.
Pabbi var fæddur og uppalinn að
Vörum í Garði, sonur Kristjönu P.
Kristjánsdóttur og Halldórs Þor-
steinssonar.
Ungur kynntist pabbi mömmu,
Önnu Margréti Sumarliðadóttur frá
Meiðastöðum. Með henni ákvað
hann að ganga lífsveginn. Þau
byggðu sér hús og stofnuöu heimili
sitt að Borg í Garði. Sameiginlega
bjuggu þau okkur systkinunum ynd-
islegt heimili sem nú er gott að
minnast. Umvafin ástúð og um-
hyggju pabba og mömmu var gott
að alast upp.
Á heimilinu skipti trúin miklu
máli enda foreldrarnir báðir trúaðir.
Sameiginlega innrættu þau okkur
systkinunum það besta sem þau
áttu, trúna á Guð.
Frá bernskuárunum minnist ég
þess hve gott var að halda í höndina
hans pabba og sitja í fanginu hans.
Margar góðar stundir átti ég sem
barn í vörubílnum með pabba og
upp á stakkstæði að breiða fisk. Fyr-
ir jólin var alltaf jafn spennandi að fá
að taka þátt í að skreyta jólatréð
með pabba. Síðar minnist ég sjó-
ferða okkar á sameiginlegum bát
okkar pabba og tveggja bræðra
minna. Sjóferðir okkar voru flestar
sögulegar því oft kom ýmislegt
skondið upp á. Þegar bilaði hafði
pabbi oftast einhver ráð til að koma
hlutunum í lag enda lagni hans við-
brugðið.
Pabbi sem ávallt var störfum hlað-
inn hafði alltaf nógan tíma fyrir
börnin sín og síðar barnabörn. Til
hans kom maður aldrei að tómum
kofanum, hann hafði alltaf nógan
tíma til að hlusta og leggja manni til
góð ráð. Það má með sanni segja að
þeir sem ieituðu til pabba hafi kom-
ið sem betri menn af hans fundi.
Heima leið pabba best enda heim-
ilisfaðir mikill. Fjölskyldan skipti
hann miklu máli, honum var sann-
arlega annt um að láta okkur líða
sem best og skorta ekkert.
Pabbi var maður hæglátur sem
hafði ekki þörf fyrir að berast á út á
við. Hann átti fjöldann allan af vin-
um, það lýsir pabba að nokkru,
hann átti öðrum fremur auðvelt
með að laða að sér fólk sökum ljúf-
mennsku sinnar.
Áhugamál pabba voru mörg, ber
þá helst að nefna trúmál og laxveið-
ar. Á sumrin stundaði pabbi veiði-
skap. Hann var mikill áhugamaður
um laxveiðar. Frá veiðiferðum sín-
um átti hann margar góðar minn-
ingar sem yljuðu honum yfir vetrar-
mánuðina þegar undirbúningur
næsta sumars stóð sem hæst.
Áhugi pabba fyrir trúmálum var
mikill. Áhugi hans beindist einkan-
lega að sálarrannsóknum, enda
mikill spíritisti. Rabbi var miklum
sálrænum hæfileikum gæddur og
hafði upplifað margt í því sambandi.
Trú hans á framhaldslíf var einlæg
og staðföst. Á miðjum starfsdegi var
hann tilbúinn vistaskiptunum. I
hans huga voru vistaskiptin álíka og
að hafa fataskipti.
Nú þegar leiðir okkar skilja að
sinni er mér efst í huga þakklæti fyr-
ir að hafa átt pabba að föður. Þökk
sá honum fyrir allt það sem hann
var mér og síðar fjölskyldu minni.
Megi góður Guð geyma elsku
pabba.
Kristjana.
Þegar besta vinarins er minnst
koma fram margar ljúfar minningar.
Afi var besti vinur minn. I fanginu
hans afa fann lítil afastúlka mikla
hlýju. Afi átti öðrum fremur gott
með að skilja lítið barn eins og mig
og setja sig inn í hugarheim minn.
Þegar ég kom í heimsókn þá biðu
amma og afi venjulega eftir mér á
tröppunum með útbreiddan faðm-
inn. Allt frá fyrstu tíð var ég umvafin
ástúð og hlýju afa og ömmu.
Afi tók virkan þátt í leikjum mín-
um, hann dansaði við mig, söng fyr-
ir mig, bar mig á bakinu, sat og
greiddi dúkkunum mínum inni í
dúkkuhúsinu. Saman áttum við
góðar stundir í vörubílnum. Við fór-
um oft saman niður í fiskhús. I fisk-
húsinu var margt forvitnilegt að sjá
og marga fiska á að líta. Þessum
ferðum okkar lauk aldrei án þess að
komið væri við í fjörunni, fuglarnir
skoðaðir og nöfnin á þeim lærð. í
fanginu hans afa lærði ég margt. Þar
lærði ég bænirnar og hlustaði á sög-
ur af Jesú.
Að skilnaði vil ég þakka elsku afa
fyrir allt það sem hann var mér og
bið góðan Guð að geyma liann.
Björt og hlý sem vorid, er brosiö
himni frá,
rw býr þín minning Ijúf hjarta mínu.
Pú yndislegi afi ég ung þér undi lijú,
og allt hið besta í lieimi, ég lilaut
í skjóli þínu.
Frá fyrstu bernsku sáöir þú frœjum
kœrleikans,
í frjóan akur barnsins hreina hjarta,
á jöröu hér var samfylgd okkar lielguð
fegurð hans,
og hann var okkar leiðarstjarnan bjarta.
I lilýjum faðmi þínum ég lœrði
bœna Ijóð,
þú lyftir ungri sál í Ijóssins lieirna.
Nú gjafir elsku þinnar ég geymi í
dýrum sjóð,
þér, góður afi mun ég aldrei gleyma.
Þér Ijúfar þakkir fœri, er leiðir skilja nú,
þú lagöir gœfublóm á vegferð mína.
Eg kveð þig, vininn besta í kœrleik,
von og trú,
og hvar, sem sporin liggja ég blessa
minning þína.
Höfundur: Inffibjörff Siffuröurdúttir.
Anna Margrét.
„Verði þinn vilji" eru orð, sem
komu í huga minn, þegar mér var
tilkynnt lát frænda, svila og góðvin-
ar, Þorsteins Kristins Halldórssonar,
Borg í Garði. Hann lést á heimili
sínu að rnorgni 19. janúar sl. Eins og
ávallt erum við alltaf jafn óviðbúin,
þó svo að við vitum að lífið er gjöf
til okkar, sem við verðum að skila
aftur eftir mislanga dvöl á jörðinni.
Þorsteinn eða Steini, eins og hann
var ávallt kallaður meðal vina og
kunningja, fæddist að Vörum í
Garði, 22. febrúar 1912. Hann er
sonur Kristjönu Pálínu Kristjáns-
dóttur og Halldórs Þorsteinssonar
útvegsbónda, sem bjuggu að Vörum
í Garði.
Börn þeirra hjóna eru: Þorsteinn
elstur, Vilhjálmur, Gísli, Halldóra,
Steinunn, Guðrún, Elísabet, Þor-
valdur, Kristín, Marta, Helga sem
lést ungbarn, Þorsteinn Nikulás, lát-
inn fyrir nokkrum árum, og yngst er
Karítas.
Þorsteinn ólst upp í stórum systk-
inahópi og varð það því snemma
sem hann fór að hjálpa til við að
draga björg í bú. Við hlið föður síns,
Halldórs, sem var kunnur skipstjóri,
afla- og athafnamaður fékk hann
þann skóla sem hann hefur búið að
alla ævi. í þá daga snerist lífið um
sjósókn, fiskverkun og búskap. Það
kom því í hlut Kristjönu að sjá um
búskapinn, enda harðdugleg kona.
Eins og fyrr segir, fór Steini mjög
ungur að vinna, hann reri með föð-
ur sínum á opnum skipum og þegar
vélar komu til sögunnar þá varð það
hans hlutverk að taka að sér vél-
gæslu á þeim. Halldór faðir hans
keypti fiskiskip, er liann nefndi
„Gunnar Hámundarson". Þetta nafn
var ætíð á bátum Halldórs, og enn í
dag á fiskiskipi sem Halldór, Þor-
steinn og Þorvaldur bróðir hans létu
byggja í Y-Njarðvík 1953. Steini
stundaði síldveiðar fyrir Norður-
landi eins og margir ungir menn
gerðu í þá daga, hann var á Siglu-
nesi í eitt ár, þaðan átti hann góðar
minningar og trygga vini. Á vetrar-
vertíðum var liann landformaður,
sá um allt sem að útgerðinni laut í
landi og á sjó. Við fráfall föður þeirra
tók Steini alfarið við öllu sem út-