Faxi

Volume

Faxi - 01.12.1990, Page 93

Faxi - 01.12.1990, Page 93
skilaði hlutverki sínu ágætlega frá sér auk þess sem söngurinn var nokkuð góður. Ómar Ólafsson fór með hlutverk Tomma vinar Skúla, sem reyndist svo vera hommi. Ómar fór á kostum í því hlutverki. Kristjón Grétarsson var óborganlegur sem Matti frændi. Hann túlkaði hlutverkið mjög skemmtilega og gerði Matta frænda að mjög lifandi persónu. Jóhannes Kristjánsson var einnig góður í hlut- verki Bigga frænda og söng hann með ágætum. í hlutverki Mjónu, sem var ein af rónunum, var Halla Sverrisdóttir. Þetta var nokkuð stórt hlutverk, sérstaklega í lokin, en Halia hefði mátt lifa sig betur inn í hlutverkið og losa aðeins um stirð- leikann. Aðrir leikendur skiluðu sínum hlutverkum ágætlega frá sér, en þó misvel eins og gengur og gerist. Þeir áttu stóran þátt í því að söngleikur- inn varð eins heilsteyptur og raun bar vitni. Tónlistarhöfundar eru þrír með- limir hljómsveitarinnar Pandóru; Júlíus höfundur söngleiksins, Sig- urður sem fór með hlutverk Skúla og Þór Sigurðsson. Tónlistin er góð en nokkuð hávær á köflum, með þeim afleiðingum að það hreinsað- ist vel úr eyrum áhorfenda. Sjálfsagt hafa flestir gott af slíkri hreinsun af og til, en þó stóð ég nokkra eldri borgara, sem vermdu fremri bekk- ina, að því að halda fyrir eyrun þeg- ar tónlistin var sem háværust. Söng- textarnir eru misgóðir, en falla vel inn í söngleikinn. Leikstjóri verksins var Halldór Björnsson en hann setti einnig upp „Týndu teskeiðina" sem Leikfélag Keflavíkur sýndi síðastliðið vor, þannig að hann var aðstæðum og félagsmönnum kunnugur. Halldóri hefur tekist að laða fram það besta hjá leikendum og virðist hann hafa auga bæði fyrir því skoplega og al- varlega í senn. Honum hefur tekist að setja upp heilsteyptan og skemmtilega söngleik sem allir hafa gaman af. Hilma. FAXI 285

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.