Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.1993, Side 45

Faxi - 01.12.1993, Side 45
upp með konunum , fara t.d. í ferðalag, annaðhvort innanlands eða til útlanda á eftir. 1 40 ára sögu Karlakórsins hafa að vísu komið lægðir í raðir kórfélaga. Félagar hafa verið flestir á 30 ára afmæli kórsins, eða 54, en hafa farið niður í 17. Af ferðalögum sem kórinn hefur farið til annarra landa, fyrir utan írlandsferðina árið 1967, má nefna ferð til Ítalíu og Týrol, heintabyggðar Sigurðar Demends Franssonar árið 1981, en þá stjórnaði Demends kórnunt. Arið 1984 fór kórinn til Færeyjar í mjög skemmtilega ferð, stjórnandi var þá Steinar Guðmundsson, Árið 1986 er svo farið til Kanada, sungið m.a. á Islendingadeginum á Gimli 3. ágúst, undir stjóm Siguróla Geirssonar, svo var farið nú í suntar til Norðurlandanna í mjög góða og sérstaklega vel skipulagða ferð, heimsóttir voru m.a. vinabæir Keflavíkur og Njarðvíkur, söngstjóri í þeirri ferð var Sigvaldi Kaldalóns. Söngstjórar Karlakórsins hafa verið frá upphafi 15, sumir aðeins eitl eða tvö ár, aðrir lengur, þcir sem lengst hafa stjómað kómum eru Flerbert H. Ágústsson í 7 ár, Sigurður Demends í 6 ár og Guðntundur Norðdahl í 6 ár. Án þess að gera lítið úr framlagi þeirra söngstjóra sem stjómað hafa kómum frá upphafi finnst mér alltaf að nafn Herberts H. Ágústssonar rísi hæst. Frú Ragnheiður Skúladóttir hefur spilað undir hjá kómunt síðan hún var 16 ára, eða í liðlega 30 ár og á hún miklar þakkir skilið fyrir sitt mikla og góða starf í gegn urn árin. Einn er sá þáttur í starfsemi kórsins sem ekki má gleymast á þessum nterku límamótum, það er þáttur eiginkvenna kórfélaganna, sem stofnuðu árið 1960 sterkan félagsskap til stuðnings kórnunt og starfsemi hans, það væri of langt mál að telja allt það upp sem þær hafa gert fyrir okkur félagana, en geta skal þess að á 10 ára afmæli kórsins gáfu þær okkur mjög vandaðan flygil sem var til skamms eina almennilega hljóðfærið hér á Suðurnesjum, sem fór illa á eilífum flutningum ntilli staða þegar verið var að lána hann. Nú gáfu þær okkur í 40 ára afmælisgjöf viðgerð á hljóðfærinu, sem er nú eins og nýtt. Fyrstu ár kórsins hafði hann ekki í neitt sérstakt hús að venda til æfingar, þá fékk hann inni m.a. í Tónlistarskólanum og í Gagnfræðaskólanlum og víðar. Það verða þáttaskil í sögu kórsins þann 26. maí 1976, þegar Bergsteinn heitinn Sigurðsson tók fyrstu skóflustunguna að félagsheimilinu að Vesturbraut 17. Byggingarsaga félagsheimilisins er löng, hún verður Bæjarstjórn Keflavíkur óskar starfsmönnum sínum svo og öllum Keflvíkingum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári og þakkar liðið ár. ekki rakin nú á 40 ára afmæli kórsins, geta ntá þess að kórfélagar unnu yfir 50 þúsund vinnustundir í sjálfboðavinnu. Upp úr árinu 1980 var hafist handa um að halda áfram með innréttingu efri hæðarinnar félagsheimilisins, og stefnt að vígslu þess. Á 30 ára afmælinu. Margt var gert til að afla peninga, má þar nefna kaparett sent kórinn samdi og flutti fyrir fullu húsi 5 sinnum, ráðist var í plötuútgáfu, safnað auglýsingum í söngskrár, rnargir einstaklingar og fyrirtæki studdu okkur í þessu átaki. Félagsheimilið var svo fonnlega vígt og tekið í notkun á 30 ára afmælinu árið 1983. Á þeim tímamótum gaf Karlakór Keflavikur Keflavíkurbæ neðri hæð hússins, sent var 678 m2. í fokheldu ástandi. Bæjarstjórn þakkaði gjöftna, en var ekki ákveðin í því hvað skyldi gera við jtað, og leigði húsið ýmsum aðilum, ekki gekk það allt sem skyldi. í gjafabréfi sem fylgdi gjöfmni segir m.a. Selji Keflavíkurbær neðri hæðina, eða hluta hennar rennur 30% af sölu- verðinu til Karlakórsins. Ég er handviss unt að hefði þessi klásúla ekki verið í gjafabréfmu, hefði þessi eign gengið kaupum og sölum. Keflavíkurbær á að eiga þetta hús, sem sitt samkomuhús. Sá sem lengst hefur verið formaður karlakórsins er Haukur Þórðarson, hann var fonnaður í yfir 20 ár, Jóhann Líndal í 8 ár og nokkrir aðrir skentur. Núverandi stjórnandi kórsins er Vilberg Viggósson, raddæfingar og undirleik annast kona hans, sem er Ungversk, og heitir Agota Joó. Núverandi stjórn kórsins skipa eftirtaldir félagar, Þórður Guð- mundsson formaður, Axel Pétursson varaformaður, Ásgeir Gunnarsson ritari, Kjartan Ásmundsson gjaldkeri og Skarphéðinn Pétursson með- stjómandi. Jóhann Líndal. Viö óskum starfsfólki okkar og öllum Suðurnesjabúum gleöilegra jóla og farsæls komandi árs Árbak hf. SUNDMIÐSTÖÐIN í KEFLAVÍK OPNUNARTÍMAR Mánudaga til föstudaga kl. 07-21 Laugardaga kl. 08 til 17 Sunnudaga kl. 09 til 16 25 metra útisundlaug Sérstök barnalaug Heitir pottar Buslpottur Vatnsrennibraut Opiö allan daginn SUND ER HOLL ÍÞRÓTT FAXI 205

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.