Faxi - 01.12.1993, Qupperneq 51
fyrir Sjúkrahúsið. Koslaði það tæki
1.7 miljónir, en til þessa verkefnis
lögðu Aðalverktakar og Kefla-
víkurverktakar sínar kr. 500 þúsund
hvor.
Nú á þessu ári, 1993 á 40 ára
afntæli félagsins, voru Sjúkrahúsinu
gefnar kr.200 þúsund til tækjakaupa í
maí, og þann 15.nóvember s.l. á
afmælisdegi félagsins, var
Sjúkrahúsinu afhent gjöf að upphæð
kr.500 þúsund til kaupa á
kviðarholsjá í samvinnu við nokkur
önnur félög. Einnig var grunn-
skólum á Suðurnesjum afhentar
kr.500 þúsund til fræðslustarfsemi
um skaðsemi reykinga.
Sjúkrahússtjórn bauð til
kaffidrykkju. Konráð Lúðvíksson
formaður félagsins afhenti gjafirnar
og gerði í örfáum orðum grein fyrir
starfsemi félagsins s.l. 40 ár, og
tilgangi félagsins með þeim gjöfum
sem hér væru afhentar. Skúli
Skúlasson formaður sjúkrahús-
stjórnar þakkaði góðar gjafir
félagsins og færði því innilegar
hamingjuóskir í tilefni afmælisins.
Gylfi Guðmundsson skólastjóri færði
félaginu þakkir og hamingjuóskir
fyrir hönd grunnskólanna, og ræddi
um nauðsyn fræðslu um skaðsemi
reykinga.
Annað aðalverkefni félagsins
hefur verið fyrirlestrahald og
fræðslustarfsemi. Meðal þeirra sem
flutt hafa fræðsluerindi á vegum
félagsins eru Þorvaldur Þórólfsson
læknir um reykingavarnir. Asgeir
Theódórsson um krabbamein í
meltingarfærum. Séra Sigfinnur
Þorleifsson um andlega umönnun.
Valgerður Sigurðardóttir læknir um
viðbrögð við greiningu krabbameins.
Fræðslusýning var á vegum
félagsins í Holtaskóla í fcbrúar 1986,
sem þótti lakast mjög vel.
Krabbameinsfélag Suðurnesja
hefur tekið virkan þátt í störfum
Krabbameinsfélags Islands frá
upphafi og sent fulltrúa á aðalfundi
þess.Tveir félagar hafa setið í stjóm
þess, þcir Eyþór Þórðarsson og
Björgvin Lúthersson. Eyþór
Þórðarsson var einnig endurskoðandi
samtakanna í 7 ár.
Segja má að starfsemi Krabba-
meinsfélags Suðurnesja hafa verið
einn hlekkur í þeirri keðju sem frjáls
félagasamtök hafa myndað til að
vinna á þeim vágesti sem krabba-
meinið er. Með starfsemi félagsins
hefur hlutur Suðurnesja ekki verið
hvað minnstur í þeiiri baráttu.
Eiga þeir er hér hafa unnið að
miklar þakkir skildar fyrir sín störf.
(ilunnar Sveinsson
J
/0
í afinælishófi sem liaklið var til að minnast afmælisins voru sex félagskonur heiðraðar. Þær
eru frá vinstri: Þórlaug Olafsdóttir, Ingibjörg Jóelsdóttir, Fjóla Jóelsdóttir, Dagmar
Arnadóttir, Jóhanna Dagbjartsdóttir og Gunnhildur Guðmundsdóttir formaður félagsins.
Þann 24. nóvember 1923 kornu saman í barnaskólanum í
Grindavík 23 konur í þeim tilgangi að stofna með sér félag. Var
það sainþykkt og var frú Guðrún Þorvarðardóttir kjörin formaður
félagsins, Olafía Ásbjarnardóttir féhirðir og Ingibjörg Jónsdóttir
ritari. Nokkrum döguin síðar, eða þann 29.nóvember var haldinn
annar fundur og lagði þá stjórnin fram frumvarp að lögum
félagsins og hafði húsfrú Kratrín Gísladóttir á Hrauni verið
stjórninni til aðstoðar í því máli. Á þessum fundi voru lögin
samþykkt og kemur fram í þeiin, að tilgangur félagsins var m.a. að
efla samúð og samvinnu meðal kvenna í Grindavík, að leggja
ekkjum og einstæðingum lið og að hlvnna að kirkjulífi í bænum.
Kvenfélag Grindavíkur
liefur frá upphafi til þessa
dags starfað með miklum
krafti og hel'ur starf þess
markað spor sín í líf og
starf Grindvíkinga.
Félagið var oft á hálf-
gerðum hrakhólum með
húsnæði fyrir starfsemina
og lagði því fljótlega í þá
miklu framkvæmd að
byggja samkomuhús. For-
ystu í því máli hafði
Ingibjörg Jónsdóttir. Þetta
var mikið Grettistak og voru
fjáraflanir af ýnisu tagi í
gangi. M.a. tókst konunum
að fá útgerðamenn staðarins
til að gefa 1/2 hlut á sumar-
daginn fyrsta í mörg ár og var það
drjúgt framlag í hússjóðinn.
Samkomuhúsið var síðan vígt með
viðhöfn í nóvember árið 1930 og
voru þá ekki glæsilegri slík hús á
Suðumesjum.
Margt gott hefur kvenfélagið
látið af sér leiða á þessum sjötíu
árum og í tilefni afmælisins réðst
núverandi stjóm undir formennsku
Gunnhildar Guðmundsdóttur í það
stórgóða mál, að gefa út blað á
afmælinu þar sem saga félagsins er
rakin í stórum dráttum. Ritstjóri
blaðsins er Guðfinna Hreiðars-
dóttir, sagnfræðingur, en auk
hennar skrifa fjölmargar félags-
konur greinar í blaðið. Blaðið er
60 blaðsíður og hið vandaðasta og
eru í því fjölmargar Ijósmyndir
sem fengur er að. Félagið hélt
einnig hátíðarsamkomu í Festi í
tilefni afmælisins og voru þá
nokkrar félagskonur heiðraðar
fyrir gifturík störf í þágu þess.
HH.
Forsíða á afmælisriti
Kvenfélags Grindavíkur
FAXI 211