Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Blaðsíða 19
IÐUXX]
Ivatrín i Ási.
13
ællaði að fara að fara inn; en þá kom hann auga
á hana og nam staðar.
Kata gamla lók nú að titra á beinum, því að
hún hafði jafnan heyrt, að droltinn væri strangur,
og oft liafði hún nú hagað sér öðru visi en vera
bar, það vissi sá eini — því nam hún nú slaðar,
leit til jarðar og fórnaði höndum.
»Nei, góðan daginn, Kata mín,« heyrði hún sagt,
og það var þá drottinn sjálfur, sem ávarpaði hana
svona blíðlega. »Vertu velkomin í himnaríki! Komdu
nú og taktu í hendina á mér, eins og venja er til.«
Kata gamla smámjakaði sér þangað sem hann
stóð, féll svo á kné og fór að gráta. t*ví að henni
virtist drottinn svo alt of góður við svo auman synd-
ora sem hún væri.
»Stattu upp, barnið mitt!« sagði drottinn og svo
strauk hann tárin af kinnunum á lienni og sagði,
að nú ætti liún að reyna að vera í góðu skapi, því
að nú ættu allar hennar raunir að snúast upp í gleði
og gæfu hér í himnaríki.
Þá herti Katrín upp hugann og sagði: »Góði guð,
þú mátt ómögulega halda, að ég hafi nú átt svo
bágt áður. Það eru ekki nema vondir menn, sem
segja, að hann Pétur hafi barið mig og ekki get ég
nú minst þess, að liann hafi nokkru sinni bragðað
brennivín, þegar hann kom í kaupstaðinn. Hann var
svo góður og ljúfur við mig og okkur leið svo vel
saman, að ég man ekki til, að nokkru sinni hafi
farið slygðaryrði, hvað þá heldur meira, á milli
okkar.«
wþað er ekki nema fallegt, að þú skulir tala svo
vel um manninn þinn,« sagði drottinn. »En nú skall
þú fylgja englinum þarna og litast um liér í himna-
ríki, og svo verður þú að ráða það við þig, hvað
þú vilt hafa fyrir slafni og hvað þú ætlar þér að
Vera hérna lijá okkur. Pað er nú einu sinni siður