Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Blaðsíða 64
58
Jón Olafsson:
l IÐUNN
laumaðist ég á eftir, og tók enginn eftir mér. Þegar
ég kom upp, gekk ég eitthvað eftir borðunum, en
varaðist ekki að þau voru laus og ónegld; sporð-
reistist þá með mig borðslúfur, sem ég hafði gengið
út á endann á, og vildi svo til að þar var breið
glufa milli borða á loftinu undir, og steyptist ég alla
leið niður á gólf. Á gólflnu niðri stóð hefilbekkur og
kom ég á hornið á honum ineð mitt ennið skamt
fyrir neðan hársrætur. Faðir minn heyrði dynkinn
og voru þeir Þorgrímur fljótir niður, en ég lá þá í
blóði mínu á gólfinu og virtist örendur; blóðið foss-
aði úr sárinu, nösunum og báðum eyrunum. Eg var
meðvitundarlaus í meira en sólarhring, en kom þó
til lífs aftur og furðu fljótt á fætur. Beinið í enninu
hafði þó víst sprungið; og þegar gréri sárið, var
skinnið eins og fast við bein á ofurlitlum bletti, og
er þar víst lítið hold milli skinns og beins enn i dag,
enda sér örið á mér enn, ef ég lyfti brúnum. — Þetta
var fyrsta hrakfallið, sem ég fékk í veröldinni. Það
eina, sem ég man nú eftir af þessu, er það, að ég
sá þá föður minn og þorgrím standa á fjölunum
uppi og að ég fór ósköp liægt upp sligann, svo að
faðir minn skyldi ekki heyra lii inín. Aftur man ég
ekkert eftir þegar ég lá í sárum. Eftir gömlu bað-
slofunni, sem þá var rifin, man ég þó nokkurneginn
glögglega, hvernig þar var umliorfs. Þar var eldstór-
ofn (»bileggjari«) í húsi foreldra minna.
Sumarið sem ég varð fjögra ára, fékk ég að vera
með einn dag á báti út i Andey. Það var i fyrsta
sinn, sem ég kom á sjó, en sárlítið inan ég úr þeirri
ferð, nema að ég sat í fanginu á föður mínum þegar
komið var langt frá landi og að sjórinn var sléttur
eins og spegilgler og glaða sólskin. Annars hafði ég
víst sofið á sjónum bæði fram og aflur. En eftir
Andeynni og fuglunum man ég fátl í það skiftið.
Hinsvegar man ég skýrt eftir 2 selurn, sem lágu uppi