Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Blaðsíða 35
'OUNN]
A-ha.
29
>uu eru hreyfingar þeirra eins og hreyfingar hand-
liska í vatni. Ekki eru þau þó brjáluð.
Þarna er hann aftur á ferðinni rétt fram undan
'Uér. Nú skal ég bráðum komast að raun um,
livernig í þessu liggur.
— Petersen! hrópaði ég.
Hann nemur staðar og sn_ýr sér við. IJað var þá
alveg rétt, að það var hann. Guði sé lof.
Eg varð hugrakkari og traustið á sjálfum mér fór
vaxandi.
— Góðan daginn, hvernig líður yður, Petersen?
íJað er fallegt veður í dag.
-— Já, góðan daginn. Jú þakk’ yður fyrir, nú líður
>nér milcið vel. í fyrstu leið mér illa.
(Vitíirringaspítali var það, sem við vorum í, það
v»r svo sem greinilegt.)
— Hej'rið þér, sagði ég, alveg umsvifalaust, ég
skal segja yður, mér hefir verið ami að því allan
ínorguninn, að það er nokkuð, sem ég get ekki
komið fyrir mig. Það er í raun og veru alveg hlægi-
legt, en . . . eins og þér vitið . . . menn geta oft
gleymt þvi, sem menn muna bezt af öllu, en svo er
annað, sem ekki skiftir neinu máli . . .
— Ó, það kemur svo oft fyrir' hér, að minnið
ljregzt, einkum í byrjuninni. Hvað er það, sem þér
haíið gleymt?
— Skírnarnafninu yðar.
— Nöfnum gleyma menn ofl hér. Líka hvað
•naður beilir sjálfur. En ég heiti Húgó.
— Húgó! Já, þarna kemur það. Húgó Petersen.
auðvitað. Og þegar ég heyrði þessi tvö nöfn, fór
eg að sjá í anda hverja myndina eflir aðra.
En meðal þeirra var eilt undarlegt — jarðarför,
sem ég hafði tekið þátt í.
Mér fanst eins og ég hefði tjáð frú Petersen sam-
lrygð mína.