Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Blaðsíða 76
70
Jón Ólafsson: Endurminningar.
I IÐUNN
taka aftur lil yfirsetunnar unglingspiltinn, sem verið
hafði ineð mér fyrstu dagana, og varð hann að sitja
yfir um sumarið. Hann þurfli mín auðvitað ekki
með, svo að ég fór að eins með honum í yfirsetuna
að gamni rninu, þegar gotl var veður.
Það er annars gaman að sitja yfir í Ivolfreyjustaðar-
heiði; nóg af berjum að tína, hæði aðalbláberjum,
bláberjum, hrútaberjum og krækiberjum.
Til nestis í hjásetunni höfðum við venjulega harð-
fisk, smjör, kjöt og flatbrauð og svo hvor okkar Iitla
»spennu« með skyrhræringi og mjólk, og týndum við
okkur venjulega ber út í spónamalinn. Spónamatur er
líka alment kallaður »vökvun« fvrir austan. Spennan
var lílill stampur með tveimur eyrum og loki yfir,
sem var jafn-stórt og spennan að ofan, en skörð í
fyrir eyrun; var skarðið mjórra öðrum megin og
gengu rendurnar þar inn í skoru á eyranu, en hitt
skarðið á lokinu var mátulegt utan um hitt eyrað,
og var gal á eyranu, sem trépinna svo var stungið í
gegn um og gekk hann inn yfir lokið. Á lokinu
miðju var handarhald til að halda á spennunni.
Eftir því sem ég gezka á, mun spennan hafa verið um
8 þuml. á liæð, botninn um 4^/a þuml. að þvermáli,
en að ofan mun víddin hafa verið um 6 þuml. —
Þegar fólk þurfti að liafa mat með sér á engjar, hafði
liver maður venjulega slíka spennu undir vökvun
sína. Hornspónn var hafður í skeiðar stað með hverri
spennu. Það var siður í þá daga, að hver maður á
heimilinu álli sinn spón.
framan af sumri var setið vfir ánuin í heiðinni.
Síðan voru þær liafðar út með sjó á undirlendinu
neðan við Staðarheiði; oftast á Læknuin svokallaða,
rnilli Staðarskriða og Hafnarnesskriða; stöku sinnum
fáa daga á Landsendanum, sem er fvrir innan Staðar-
skriður, en utan Skálavík. [Frli.]