Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Blaðsíða 72
66
Jón Olafsson:
1IÐUNN
arbotni, en þaðan héldum við heimleiðis á skautum.
Þetta þótti mér ákaflega skemtileg för.
Um vorið þegar hafísinn var að fara og ísinn á
lirðinum var orðinn svo meyr, að ekki þótti fært yfir,
bar svo við, að maður kom ríðandi innan fyrir ijörðinn
og hafði hálf-uppgefið hestinn. Hann fór svo mikinn,
af því að hann var að sækja föður minn til lækn-
inga til manns í Hvammi, sem er næst yzti bær
sunnan megin við fjörðinn. Faðir minn þóttist ráða
af lýsingunni, að hér mundi vera bráður liáski á
ferðum og að hver klukkustundin gæti, ef til vill,
riðið á lííi mannsins. Fað er bæði illur vegur og
langur hringinn í kring um allan fjörðinn, en ísinn
töldu allir bráðófæran, þvi að hann var orðinn eins
og þykt krap og ekkert líkt því mannheldur á að
stíga. Faðir minn sagði sendimanninum að hvila sig
og hestinn og fara svo í hægðum sínum inn fyrir
fjörðinn aftur. Sjálfur tók hann skíði og fór á þeim
á isnum yfir að Hvammi, og mátti þá sjá ísinn dúa
undir skíðunum eins og krapinn gengi í öldum.
Faðir minn var ekki margar mínútur yfir fjörðinn,
en kom í tæka tið að bjarga manninum. En þetta
var glæfra-ferð, og ekki vildi faðir minn fara sömu
leið heimleiðis aftur, heldur fékk hest til að ríða
heimleiðis inn fyrir fjörðinn. Þótt undarlegt væri, var
ég ekkert verulega hræddur um föður minn i þetta
sinn, enda stóð ekki á löngu frá þvi að hann fór
og þar til að hann sást koma heill á land hinum
megin.
Ein af minningum mínum frá þessum æskudögum
er það, þegar ég fékk að sitja yfir ám. Ég hefi fra
öndverðu og alt til þessa dags verið sá óglöggvasti
maður á að þekkja skepnur. Hundana á bænum
þekti ég nokkurneginn að, enda voru þeir hver öðr-
um ólíkir. Sex kýr voru á bænum, en engar tvæf
samlitar nema tvær svarthúfóttar, en af því að önnuf