Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Blaðsíða 67
IÐUNN|
Endurminningar.
61
man ég eftir að faðir minn sagði eitthvað á þá leið,
að tónninn í þeim væri nú samt ekki eins og maður
setti að búast við af háskólakennara, en endaði þó
á að segja: »En hvern fjandann vill líka Guðbrandur
í hendurnar á Konráði!«
Þegar ég var á 8. ári, var ég látinn byrja um
haustið að læra kverið. Það var Balle’s kver og lærði
ég á Akureyrarútgáfuna. Lærdómurinn gekk svona í
fullu meðallagi, nema hvað stundum komu að mér
leti-dagar, einkum ef gott var veðrið. Faðir minn tók
því upp á því, að hljrða mér yfir á morgnana áður
en ég fór á fætur, og kynni ég þá ekki, fékk ég ekki
að fara á fætur til að leika mér fyrri en ég var
búinn að læra það sem mér hafði verið sett fyrir.
Eg man sérstaklega eí'tir einni grein í 6. kapitulan-
um, sem mér fanst ég með engu inóti gela lært, þó
ég reyndi til; varð það til þess að ég mátti liggja
tvo sólarliringa samfleytt i rúminu, þó að bezta
vetrarveður væri úti, og enginn af krökkunum mátti
koma inn í herbergið til mín, og þótti mér það aum
ævi. Þriðja morguninn gat ég þó skilað lexíunni svo
viðunanlega, að ég fékk að fara á fætur. Svona gekk
um veturinn, og að kveldi 18. Marz var ég búinn
með 7. kapílula. f*ann 19. um morguninn fékk ég
leyfi til að fara á fætur án þess að skila lexíu, með
því loforði af minni hendi, að ég skyldi lesa vel um
daginn. Fór ég þá út í fjós snemma morguns, bar
hey í auðan bás og bjó þar vel uin mig. Kom ég
að eins inn til að borða þegar á mig var kallað, og
um kveldið var ég heldur rogginn, þegar ég kom
inn og bað föður minn um að hlýða mér yfir 8.
kapítulann, og kunni ég hann reiprennandi; hafði
lært hann um daginn. f*ar með hafði ég lokið við
kverið.
Ekki lét faðir minn mig fara yfir kverið aítur