Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Blaðsíða 75
löUNN
G9
Endurminningar.
á ótrúlega skömmum tíma kominn ofan úr heiði og
þvert niður að sjó og svo beint upp í heiði aftur.
Svona gekk nú nokkra daga alt vel og stysalaust.
En svo átti að fara að spara piltinn, sem með mér
var, og átti ég þá að fara að hafa með mér stelpu-
krakka, yngri en ég var. Við rákum féð út i heið-
ina og lofuðum ánum að dreifa sér á beit. Þegar
okkur þótti þær rása of langt í einhverja átt, fórum
við fyrir þær, en vöruðumst þó að hnappsitja þær.
Um kvöldið, er heim skyldi halda, laldi ég ærnar,
og fanst þá vanta 5; sá ég þær uppi undir fjalls-
brúninni og sótti þær. Þegar við komum heim á
kvía-ból og höfðum kvíað ærnar, komu mjaltakon-
Urnar og urðu þess lljótt varar, að þar voru 7 geld-
kindur í hópnum. Iíom það þá upp úr túrnum að
7 ærnar vantaði. Eg stóð fast á því að ég hefði
komið með féð alt með réttri tölu. En hitl varð nú
bert, að ég þekti ekki kvíá frá sauð, hvað þá geldri á.
Næsla dag var fjósamaðurinn látinn fara með mér
1 hjásetuna; hann var gamall maður og nærri blind-
Ur; við sátum yfir um daginn og þegar kindurnar
'ásuðu eitthvað, sagði karlinn við mig: »Sjóna þú;
eg skal sækja«. Þetta var nú eiginlega öfugt við það
Sem við þurfli; ég var ólatur til að hlaupa fyrir og
Saekja. Til þess þurfti ég ekki hjálpar með. En karl-
lnn hefði heldur átt að vera belur fær en ég um að
>>sjóna«; ég sá að vísu, þegar kindur höfðu rásað úr
hópnum, en af þvi að geldkindur voru líka í fjall-
Inib þá hefði ég þurft að þekkja þær frá kviám, því
þær gátu vel hlaupið saman við. Einar gamli
s°tti nú alt sem ég »sjónaði«. Aíleiðingin varð, að
11111 kveldið komum við ekki öllu fénu í kvíarnar;
það var orðið svo margt; því að við höfðum með-
ferðis ekki að eins allar kvíærnar með tölu, heldur
yfir 20 geldfjár með. Það þótti nú auðséð, að við
unar gamli dygðum ekki til þessa starfa og varð að