Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1915, Blaðsíða 54
48
Ágúst H. Bjarnason:
[ IÐUNN'
andi sólir í efri röðinni og þar eru frumefnin að
koma í ljós, eftir því sem sólirnar kólna; en í neðri
röðinni eru hinar hitnandi sólir og þar eru frumefnin
að öllum Iíkindum að leysast upp.
Á eimkendu sólunum, sem enn eru í eins konar
frumþoku-ástandi, eins og t. d. þeim 2 sólum, er
sjást í Argó, sést að eins léttasta frumefnið, vatnsefnið
(1) greinilega og er þó að eins í þann veginn að
myndast. Þó vottar þar fyrir helium, sem er næst
léttasta frumefnið (4) og nokkrum öðrum efnum.
Á helium-sólunum ber auk vatnsefnisins mest á
helium; en auk þess má sjá þar daufar rákir af
kolaefni, súrefni og íleiri lofttegunduin. Sólin i Ache-
ron er kólnandi sól og því eru efni þessi þar í þann
veginn að myndast. Sólin í Tarfinum er aftur á móti
hitnandi sól og því eru efnin þar að leysast upp.
Á formálma-sólunum eins og Siriusi koma foreldri
málmanna í ljós. Þar mótar fyrir tvístruðuin línum
af járni, kopar, nikkel, kalki, mangani ofl. Á hinni
hitnandi sól í Svaninum virðast efni þessi aftur á
móti vera að leysast upp.
Þá koma hinar eiginlegu málmasólir eins og sól
vor. Þar má sjá gufur af járni, kalki, mangani o. fl.
eins og þær birtast hér á jörðu í háspentuin raf-
magnsblossum; en aflur á móti eru formálmalínur-
nar þar að hverfa. Á hinum hitnandi málmasólum,
eins og Norðurstjörnunni eru formálmalínurnar aftur
á móti að koma í Ijós og málmalínurnar að hverfa.
Síðast koma köldustu sólirnar eins og sólin í Fisk-
merkinu. í Iitbelti þessara sólna eru lang flestar og
greinilegastar rákir, en þetta bendir á, að þar eru
flest frumefni til orðin.
Niöurstadan aj litsjárkönnuninni verður því sú, að
fumefnin verða til stig af stigi eins og hér segir.
Fyrst verða til léttustu frumefnin eins og t. d.:
Vatnsefni, H (1) og Helium, He (4).