Frjáls verslun - 01.03.2001, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN
Ójafn leikur Stóra bróður!
Fjörkippur hefur hlaupið í íjölmiðlamarkaðinn
með tilkomu hins nýja dagblaðs, Fréttablaðsins,
sem dreift verður ókeypis á morgnana inn á öll
heimili á höfuðborgarsvæðinu. Þótt það sé í
sjálfu sér ekkert merkilegra að hetja útgáfu nýs
dagblaðs en að stofna hvert annað iýrirtæki - því
hvort tveggja er jafnmerkilegt - er það einu sinni
svo að íýrstu spor nýs dagblaðs fá alltaf mikla at-
hygli. Hvort sem Fréttablaðið verður langlíft eða
ekki er ljóst að því fýlgir aukin harka í keppni
flölmiðla um hylli auglýsenda - og umræðan um
þátttöku ríkisins á Jjölmiðlamarkaði fær örugglega byr undir
báða vængi á næstu vikum. Hvers vegna á ríkið að reka sjón-
varps- og útvarpsstöð, RUV, sem hefur björgunarhring utan
um sig með lögbundinni skylduáskrift eigenda útvarps- og
sjónvarpstækja, og keppa við einkareknu ljölmiðlana sem lifa
og deyja með auglýsinga- og áskriftartekjum sínum? I keppn-
inni núna kristallast aðstöðumunurinn sem aldrei Jýrr. Skyldu-
áskriftin þýðir að fólk verður týrst að greiða gíróseðilinn frá
RÚV áður en það greiðir giróseðlana frá hinum Jjölmiðlunum.
Þetta er ójafn leikur! Og það á ekki bara við um ijölmiðlamark-
aðinn. Það er alltaf ójafn leikur þegar ríkið keppir við einka-
Jýrirtæki á hvaða markaði sem er, skiptir þá ekki máli hvort
um banka, leikhús eða byggingaíýrirtæki er að ræða. Besti
leikur ríkisins til að jafna þennan leik er að einkavæða ríkis-
Jýrirtæidn. Þá er ekki verið að tala um að setja háeff fyrir aftan
nöfn þeirra heldur að selja þau. Vissulega hefur þetta sjónar-
mið mætt auknum skilningi stjórnvalda á undanförnum árum
en betur má ef duga skal.
Hvers vegna RÚV? Spurningin um það hvers vegna ríkið eigi
í gegnum RÚV að keppa við einkareknu Jjölmiðlana hefúr
margoft verið borin fram áður; svo oft að hún er nánast orðin
að klisju. Svörin hafa hins vegar látið á sér standa vegna þess
að ekki eru allir á einu máli um hvaða menningarlega hlutverki
RÚV eigi að gegna, eða hversu mikið hið opinbera eigi að
styrkja menningu í landinu. Svörin hafa sömuleiðis oft snúist
upp í gagnspurningu þess efnis hvort viðkom-
andi sé á móti því að til sé þróttmikið þjóðleikhús,
menningarleg útvarps- og sjónvarpsstöð, grósku-
mikil kvikmyndagerð og frábær sinfóníuhljóm-
sveit, en RÚV greiðir Jjórðung af rekstri hennar.
Osjaldan hefur stór punktur þar með verið settur
fyrir aftan umræðuna. Það hefur ekki verið sagt
meira þann daginn. Það er eins og flestir geri ráð
Jýrir því að blómlegt listalif þrífist ekld án atbeina
ríkisins; að þar eigi frjáls markaðsöfl ekki við.
Það er ekki trúverðugt. Sumir hafa stungið upp á
því að RÚV eigi að verða mjög sérhæfð menningarstofnun og
ekki að keppa við aðra Jjölmiðla í einhveiju „sölulegu léttmeti"
sem aðrir geti sinnt - og enn síður að keppa við aðra Jjölmiðla í
auglýsingum. Af skyldum toga er umræðan um að Þjóðleik-
húsið og Borgarleikhúsið eigi fremur að taka þung og sígild
verk til sýninga en láta einkaleikhúsin um léttari stykkin, ekki
keppa við þau á þeim markaði. Þessi aðferð er hins vegar mjög
erfið í framkvæmd. Stjórnandi ríkisfyrirtækis, sem fær
lögbundið fé en er líka ætlað að annast eigin tekjuöflun til að
gegna hlutverki sínu, sýndi nánast ábyrgðarleysi í starfi ef
hann gerði ekki allt sem hann gæti til að ná í sem mestar tekjur
og hleypa markaðsöflunum inn íýrir veggi fyrirtækisins. En
þar með væri hann farinn að keppa við einkafyrirtækin og þar
með yrði leikurinn ójafn - og ósanngjarn.
Stóri bróðir Of stór Besta leiðin til að jafna hinn ójafna leik sem
ævinlega ríkir í keppni ríkisJýrirtækja við einkaiýrirtæki er að
einkavæða þau. Ef ríkið sér sig knúið til að halda úti mjög sér-
hæfðri list og menningu vegna þeirrar bjargföstu trúar að lista-
lif þrífist ekki án atbeina ríldsins þá á að skattleggja alla lands-
menn jafnt, koma á eyrnamerktum menningarskatti, og styrkja
einstaka listviðburði beint. Það er samt slæmur kostur. Allra
verst er hins vegar að láta ríkisfyrirtæki keppa við einkaiýrir-
tæki á einhveijum ímynduðum jafnréttisgrundvelli - Stóri bróð-
ir er of stór og sterkur til að það getí talist jafn leikur.
Jón G. Hauksson
l-l’J 1
Stofitiuð 1939
Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 62. ár
Sjöfn Guðrún Helga Geir Ólajsson Hallgrímur
Sigurgeirsdóttir Sigurbardóttir Ijósmyndari Egilsson
auglýsingastjóri blaðamaður útlitsteiknari
RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson ÁSKRIFTARVERÐ: kr 3.310,- fyrir 1.-5. tbl. - 2.979- ef greitt er með kreditkorti.
AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr.
BIAÐAMAÐUR: Guðrún Helga Sigurðardóttir
IJÓSMV'NDARI: Geir Ólafsson
UMBROT: Hallgrímur Egilsson
ÚTGEFANDI: Heimurhf.
RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA:
DREIFING: Heimur hf., sími 512 7575
FILMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBANI): Prentsmiðjan Grafík hf.
LITGREININGAR: Heimur hf. - Öll réttindi áslölin varðandi efni og myndir
ISSN 1017-3544
Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 512 7575, fax: 561 8646, netfang: fv@talnakonnun.is
6